Fótbolti

Sjáðu Yamal skora „besta mark tíma­bilsins“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lamine Yamal skoraði glæsilegt mark með bakfallsspyrnu.
Lamine Yamal skoraði glæsilegt mark með bakfallsspyrnu. David Ramirez/Soccrates/Getty Images

Lamine Yamal innsiglaði 3-0 sigur Barcelona gegn botnliði Real Oviedo með glæsilegri bakfallsspyrnu.

Dani Olmo og Raphinha skoruðu fyrstu tvö mörkin en þau komu bæði eftir slakar sendingar hjá varnarmönnum Oviedo. Varnarmennirnir taka ekki jafn mikla sök á sig í þriðja markinu, það var einfaldlega tekið úr efstu hillu.

Lamine Yamal fékk fyrirgjöf frá vinstri kantinum og henti sér aftur á bak í glæsilega spyrnu. Boltinn söng í netinu og markið innsiglaði öruggan sigur.

„Besta mark tímabilsins og besta mark sem ég hef séð Yamal skora“ skrifaði textalýsandi Marca.

Barcelona tók eins stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með þessum sigri og komst aftur upp fyrir Real Madrid, sem vann Villareal í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×