Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir, Hjördís Sveinsdóttir og Silja Elvarsdóttir skrifa 20. janúar 2026 12:33 Hvernig líður þér í rýminu sem þú ert í núna? Heima? Í vinnunni? Í skólanum? Byggingar eru meira en bara þak yfir höfuðið. Hönnun þeirra hefur áhrif á líðan okkar, hugsun og samskipti við annað fólk. Undanfarið hefur fagurfræði nýbygginga í borgarlandslaginu verið til umræðu hér á landi. Umræðan hefur snúist um að gæði og útlit haldi ekki í við væntingar fólks. Um leið hafa umhverfisáhrif byggingargeirans fengið aukna athygli, enda er umhverfis- og loftslagsváin ein stærsta áskorun þessarar aldar og áhrif byggingargeirans þar umtalsverð. Þetta eru þó ekki aðskilin mál, heldur samtvinnuð. Mikilvægasta áskorun nútíma byggingagerðar er einmitt að sameina þessi sjónarhorn, þ.e. að hanna og byggja hús sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan notenda, og á sama tíma mæta þeim umhverfislegu áskorunum sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Þar kemur New European Bauhaus (NEB) hreyfingin sterkt inn. Hún byggir á hugmyndafræði sem tengir saman vísindi og tækni við listir, menningu og samfélagsvitund. NEB kallar eftir fallegum, sjálfbærum og inngildandi lausnum þar sem þátttaka og þverfagleg samvinna eru lykilatriði. Spurningin er: Hvernig getum við aðlagað þessi gildi að íslenskum aðstæðum? Þrjú gildi – ein sýn NEB snýst um eftirfarandi þrjú grunngildi: Sjálfbærni: Þar sem dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda, notað endurvinnanlegt efni í anda hringrásarhagkerfisins, auk grænnar fjármögnunar. Inngilding: Þar sem fólk hefur jafnan aðgang að góðu húsnæði og raddir ólíkra hópa fá að heyrast í hönnunarferlinu, einnig þeirra sem oft standa utan við. Fegurð: Ekki bara fagurfræði bygginga heldur einnig fegurð sem býr til tilfinningu fyrir tengingu, arfleifð og vellíðan. Sjálfbærni og inngildingu er nokkuð auðvelt að stilla upp á gátlista og setja upp mælanleg markmið. En hvernig mælum við fegurð? Fegurð í þessu samhengi vísar ekki einungis til fagurfræði, heldur er hugtakið mjög víðfeðmt. Fegurð í NEB felur meðal annars í sér varðveislu menningararfs og að viðhalda tilfinningu fyrir því að tilheyra. Jafnframt felur hún í sér að tryggja gæði í byggðu umhverfi og stuðla þannig að vellíðan, samhliða hefðbundinni fagurfræði. Þetta eru atriði sem erfitt er að mæla en hafa mikil áhrif á líðan fólks í byggðu umhverfi. Þá vaknar spurningin: Hvernig getum við aðlagað þessi gildi að íslenskum aðstæðum? Sköpum framtíðina saman Fimmtudaginn 22. janúar kl. 15:00–16:30 verður haldinn viðburðurinn „Byggjum fyrir fólk“. Þar koma saman sérfræðingar og hugsuðir úr byggingargeiranum og ræða hvernig við getum sameinað félagslega, menningarlega og umhverfislega þætti til að skapa heilnæma byggð fyrir okkur öll. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í streymi. Hvernig og hvað við byggjum segir mikið um hver við viljum vera sem samfélag. Taktu þátt í samtalinu og mótaðu byggða framtíð sem við öll getum verið stolt af. Hafdís Hanna er forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ, Hjördís er verkefnastjóri hjá Grænni byggð og Silja er verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig líður þér í rýminu sem þú ert í núna? Heima? Í vinnunni? Í skólanum? Byggingar eru meira en bara þak yfir höfuðið. Hönnun þeirra hefur áhrif á líðan okkar, hugsun og samskipti við annað fólk. Undanfarið hefur fagurfræði nýbygginga í borgarlandslaginu verið til umræðu hér á landi. Umræðan hefur snúist um að gæði og útlit haldi ekki í við væntingar fólks. Um leið hafa umhverfisáhrif byggingargeirans fengið aukna athygli, enda er umhverfis- og loftslagsváin ein stærsta áskorun þessarar aldar og áhrif byggingargeirans þar umtalsverð. Þetta eru þó ekki aðskilin mál, heldur samtvinnuð. Mikilvægasta áskorun nútíma byggingagerðar er einmitt að sameina þessi sjónarhorn, þ.e. að hanna og byggja hús sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan notenda, og á sama tíma mæta þeim umhverfislegu áskorunum sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Þar kemur New European Bauhaus (NEB) hreyfingin sterkt inn. Hún byggir á hugmyndafræði sem tengir saman vísindi og tækni við listir, menningu og samfélagsvitund. NEB kallar eftir fallegum, sjálfbærum og inngildandi lausnum þar sem þátttaka og þverfagleg samvinna eru lykilatriði. Spurningin er: Hvernig getum við aðlagað þessi gildi að íslenskum aðstæðum? Þrjú gildi – ein sýn NEB snýst um eftirfarandi þrjú grunngildi: Sjálfbærni: Þar sem dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda, notað endurvinnanlegt efni í anda hringrásarhagkerfisins, auk grænnar fjármögnunar. Inngilding: Þar sem fólk hefur jafnan aðgang að góðu húsnæði og raddir ólíkra hópa fá að heyrast í hönnunarferlinu, einnig þeirra sem oft standa utan við. Fegurð: Ekki bara fagurfræði bygginga heldur einnig fegurð sem býr til tilfinningu fyrir tengingu, arfleifð og vellíðan. Sjálfbærni og inngildingu er nokkuð auðvelt að stilla upp á gátlista og setja upp mælanleg markmið. En hvernig mælum við fegurð? Fegurð í þessu samhengi vísar ekki einungis til fagurfræði, heldur er hugtakið mjög víðfeðmt. Fegurð í NEB felur meðal annars í sér varðveislu menningararfs og að viðhalda tilfinningu fyrir því að tilheyra. Jafnframt felur hún í sér að tryggja gæði í byggðu umhverfi og stuðla þannig að vellíðan, samhliða hefðbundinni fagurfræði. Þetta eru atriði sem erfitt er að mæla en hafa mikil áhrif á líðan fólks í byggðu umhverfi. Þá vaknar spurningin: Hvernig getum við aðlagað þessi gildi að íslenskum aðstæðum? Sköpum framtíðina saman Fimmtudaginn 22. janúar kl. 15:00–16:30 verður haldinn viðburðurinn „Byggjum fyrir fólk“. Þar koma saman sérfræðingar og hugsuðir úr byggingargeiranum og ræða hvernig við getum sameinað félagslega, menningarlega og umhverfislega þætti til að skapa heilnæma byggð fyrir okkur öll. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í streymi. Hvernig og hvað við byggjum segir mikið um hver við viljum vera sem samfélag. Taktu þátt í samtalinu og mótaðu byggða framtíð sem við öll getum verið stolt af. Hafdís Hanna er forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ, Hjördís er verkefnastjóri hjá Grænni byggð og Silja er verkefnastjóri hjá Norræna húsinu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun