Innlent

Sala á græn­lenskum á Ís­landi nær tvö­faldast

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Guðrún Þorvaldsdóttir til vinstri veitir Íslensku fánasaumastofunni forstöðu. Hér er verið að festa sólina á grænlenska fánann.
Guðrún Þorvaldsdóttir til vinstri veitir Íslensku fánasaumastofunni forstöðu. Hér er verið að festa sólina á grænlenska fánann. Íslenska fánasaumastofan

Íslenskir fánaframleiðendur taka eftir marktækri aukningu í áhuga Íslendinga á grænlenska fánanum, Erfalasorput eins og þeir kalla hann á sínu máli. Rekstrarstjóri Fánasmiðjunnar segir að 85 prósent aukning á pöntunum á milli mánaða.

Örn Smári Gíslason rekur Fánasmiðjuna á Ísafirði sem sérhæfir sig í prentun fána. Hann segist hafa tekið vel eftir auknum áhuga á grænlenska fánanum frá því fyrir um mánuði síðan. Eftir áramót fóru hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að innlima landið að verða raunsærri og raunsærri og þá hefur líklega bæst í hóp þeirra sem eru í fánakaupahugleiðingum.

Fánasmiðjan á Æðartanga 12 á Ísafirði.Fánasmiðjan

Hann segir það mest vera borðfána og handfána sem fólk er að kaupa en að ljóst sé að Íslendingar séu að verða meðvitaðri um frændur sína í norðri, austri, suðri og vestri og vilji sýna þeim samstöðu á þessum umbrotatímum. Hann segir framboðið hafa verið lítið á grænlenska fánanum hér á landi fyrir nokkrum árum síðan þannig að aukningin sé veruleg.

„Það er einhver vitundarvakning. Alveg tvímælalaust,“ segir hann.

Sólin sem sest á bak við jökulinn.Íslenska fánasaumastofan

Guðrún Þorvaldsdóttir hjá Íslensku fánasaumastofunni á Hofsósi segist einnig hafa tekið eftir mikilli aukningu á pöntunum á grænlenska fánanum. Íslenska fánasaumastofan er eina fyrirtækið á landin usem framleiðir íslenska fánann eftir ströngustu reglum er varða liti, stærðir og hlutföll og gera má ráð fyrir að grænlensku fánarnir þeirra séu ekki síðri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×