Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar 17. janúar 2026 08:33 Ég hef lengi upplifað að umræðan um menntakerfið á Íslandi fari í hringi. Hún mótast af slagorðum, skýrslum og sífellt nýjum áherslum sem líta vel út á blaði, en hafa lítil áhrif þar sem mest á reynir. Í þessari umræðu er oft vísað til svokallaðrar finnskrar leiðar, bæði með tilvísunum í finnska fræðimenn og sem viðmið til samanburðar, en hún er jafnframt einnig gagnrýnd. Algengasta gagnrýnin er sú að finnsku leiðina megi skilja sem barn síns tíma, að hún hafi orðið til í stöðugra samfélagi, með minni truflun og meiri samstöðu en við búum við í dag. Það er ekki ósanngjörn athugasemd. En að mínu mati er þægilegt að afgreiða finnsku leiðina þannig, því erfiðara er að horfast í augu við að mörg af þeim gildum sem hún byggði á eru einmitt þau sem okkur vantar mest í dag. Þegar ég horfi á Finnland og Ísland sé ég ekki „töfralausn“ annars staðar og „vonlaust ástand“ heima. Ég sé tvær ólíkar hugmyndir um hvað menntun er og hvernig samfélag ber ábyrgð á börnunum sínum. Og ef við ætlum að tala af alvöru um drengina okkar, þá verðum við að tala um kerfið sem mótar hversu erfitt það er að ná til þeirra. Finnska leiðin er í grunninn einföld, hún byggir á trausti til kennara, stöðugleika og því að stuðningur sé hluti af kerfinu, ekki aukahlutur sem þarf að sækja sérstaklega um. Þegar stuðningur, úrræði eða skipulag bregst verður lausnin sjaldnast kerfisbundin heldur persónuleg. Kennarinn vinnur umfram venjulegan vinnudag, foreldrar verða verkefnastjórar yfir heimavinnu barnanna og börnin læra snemma að bera ábyrgð sem þau ættu aldrei að þurfa að bera. Og þegar drengirnir ná ekki að fylla í eyðurnar þá skýrum við það gjarnan með hegðunar einkennum eins og „hann er erfiður“, „hann vantar sjálfsstjórn“, „hann er með hegðunarvanda“. Svo bætum við nýju verkefni við fyrir kennarann, nýju hugtaki, nýju matsformi og vonum að það verði að lausn. Drengir lenda sjaldan í vandræðum vegna þess að þeir vakna með „vonda hegðun“. Þeir lenda í vandræðum þegar kerfið krefst þess að þeir séu stöðugir, þ.e. kunni að hegða sér í samræmi við þær reglur sem skólaumhverfið krefst af þeim. Þetta er ekki aðeins upplifun mín sem kennara. Nýleg heildargreining á stöðu drengja í íslenska menntakerfinu bendir eindregið til þess að vandinn sé kerfislægur, að stuðningur, skýr rammi og snemmtæk íhlutun nái of seint til þeirra drengja sem passa illa í ríkjandi skólaform. Þetta sést skýrt í því sem gerist þegar drengir finna að þeir passa ekki inn í „réttu“ skólahegðunina. Sumir eru háværir, aðrir fara í trúðshlutverk, sumir trufla og aðrir verða ósýnilegir. En það er sama sagan undir yfirborðinu hjá þeim, „ég næ ekki tökum á þessu“, „ég veit ekki hvernig ég á að standa mig“, „og ég vil ekki að það sjáist“. Þá kemur gríman, uppreisnin eða forðunin. Til að mynda þegar krafist er sjálfsstjórnar án þess að veita ramma, þegar það er krafist námsvilja án þess að skapa öryggi, tengsl og merkingu. Þar verða margir drengir að sérfræðingum í því að verjast kerfinu sem er að reyna að skapa þá. Varnarviðbrögðin sem þeir beita kemur þá oft fram sem óþekkt. Í Finnlandi er kerfið hannað til þess að bregðast fyrr við. Stuðningur er nær, einfaldari, álitinn eðlilegur og sjálfsagður. Þar er ekki beðið eftir að vandi verði sýnilegur og alvarlegur áður en kerfið bregst við, heldur er snemmtækur og eðlilegur stuðningur hluti af ferlinu. Það kemur í veg fyrir að hegðun festist og verði að sjálfsmynd. Það fer ekki allt á hliðina í landinu né eru fréttastofur með stórar yfirlýsingar um að „nú sé eitthvað alvarlegt í gangi“, heldur er litið á þetta sem eðlilegt skref í skólaferli barns. Þú færð hjálp áður en hegðunin skilgreinir þig og það er risastór munur. Hér heima finnst mér hins vegar of oft eins og við bíðum eftir að vandinn verði sýnilegur og óumflýjanlegur áður en hann fær kerfisbundið svar. Á meðan er kennarinn að slökkva elda, reyna að halda hópnum saman, verja námstímann, skapa ró, vera í persónulegum samtölum, skrá, meta, sinna foreldrasamskiptum og starfa á stöðugu viðbragðsstigi. Þegar ég segi Ísland vs Finnland meina ég ekki að Finnar séu betri eða að íslenskir kennarar séu verri, þvert á móti. Ég held að íslenskir kennarar séu ótrúlega hæfileikaríkir, hugmyndaríkir og með hjartað á réttum stað. Munurinn er að Finnland hefur, að minnsta kosti í meiri mæli, byggt kerfi sem ver fagmennsku og leyfir kennaranum að vera kennari. Þegar kerfið treystir kennurum, þá verður kennarinn skapandi. Þegar kerfi hefur vantrúir á kennurum, þá verður kennarinn var um sig. Og drengir eru ótrúlega næmir fyrir því hvort fullorðna fólkið í kringum þá sé í öryggi eða varnarstöðu. Drengir læra ekki af því sem við segjum, þeir læra af því sem við gerum. Ef kennarinn er í stöðugri pressu, með stuttan þráð, að reyna að „standast kröfur“, þá finnur bekkurinn það. Þá verður í kennslustofunni, minna um nám og meira um stjórn og þar tapa drengirnir fyrst. Ég held að við gerum líka önnur stór mistök og það er að við gerum drengina okkar alltaf að neikvæðu umræðuefni sem dregur ímynd þeirra niður. Við segjum, „drengir eru ekki læsir“, „drengir ná síður árangri“, „drengir detta oftar út“, svo setjum við upp áætlanir. En ef umgjörðin helst sú sama þ.e. sami hraði, sama form, sama tilfinningalega fjarlægðin, sama óskýra ábyrgðin, þá gerist ekkert annað en að drengirnir halda áfram að vera það sem við sögðum þeim, að þeir væru, lélegur pappír. Og hér kemur það sem mér finnst Finnland sýna best: Þú breytir ekki niðurstöðunni með því að gagnrýna normið, þú breytir niðurstöðu með því að breyta kerfinu sem býr til normið. Með norminu á ég ekki við siðferðilegan mælikvarða, heldur hugmyndina um meðaltalsnemandann sem skólakerfið er skipulagt í kringum. Drengir þurfa ekki fleiri fyrirlestra um „góða hegðun“. Þeir þurfa kerfi sem styður kennara, þeir þurfa rými til að gera mistök án þess að mistökin verði að stimplun. Þeir þurfa að finna að skólinn sé ekki staður sem „bíður eftir að þeim mistakist“, heldur staður sem heldur þeim uppi þegar þeir gera mistök. Þegar ég hugsa um muninn á Finnlandi og Íslandi, þá hugsa ég um þrjú orð, festa, traust og stuðningur. Festa: Að kerfið hlaupi ekki endalaust af stað í nýjar áttir, heldur standi stöðugt undir því sem það ætlast til af börnunum. Drengir sem eru óöruggir þurfa fyrirsjáanleika. Það er nauðsynlegt að hafa „festu“. Traust: Að kennarar fái vald og rými til að nota fagmennsku sína. Þegar kennari fær að vinna úr raunverulegum aðstæðum í stofunni, í stað þess að fylgja endalausum „ramma“ sem var skrifaður fyrir meðaltalið, þá fær hann líka meiri möguleika á að ná drengjunum sem eru ekki í meðaltalinu. Stuðningur: Að það sé „raunverulega“ til fagfólk og kerfi sem grípur inn í, áður en drengirnir verða „vandamálið“ í skólanum. Stuðningur sem er hluti af skóladagskrá en ekki biðlisti. Ef við viljum gera þetta markvisst og heiðarlega, þá er þetta spurningin sem ég vil að við spyrjum sem samfélag: Erum við tilbúin að hætta að tala um drengina sem vandamál og byrja að tala um kerfið sem aðstæður sem móta hegðun? Í dag er auðveldara að gera drengina að verkefni, setja þá í áætlun, setja þá í skráningu, setja þá í „úrræði“. En ef við gerum það án þess að laga umgjörðina, þá erum við bara að kenna drengjunum að þeir passi ekki og sá lærdómur situr lengi eftir. Ég trúi því að við getum gert þetta öðruvísi. Ég trúi því að Ísland hafi allt sem til þarf, það er hæfileika, hjarta og vilja. Það sem vantar er að kerfið hætti að lifa á fórnarkostnaði kennara og foreldra og byrji að standa undir eigin kröfum. Drengirnir okkar eru ekki að biðja um neina sérmeðferð. Þeir eru að biðja um skýra umgjörð, traustar tengingar og fullorðna sem eru ekki sjálfir í endalausu varnarástandi. Ef Finnland kennir okkur eitthvað, þá er það þetta, það er ekki „þægilegra“ að byggja kerfi sem styður börn. Það er sterkara, ábyrgara og ódýrara til lengri tíma litið og við verðum að hafa kjark og þolinmæði til að byggja nýtt kerfi. Þangað til munum við halda áfram að skrá hegðun, greina einstaklinga og vona að börnin aðlagi sig að kerfi sem skilur ekki fjölbreytileika fyrr en hann verður sýnilegur sem vandi. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi upplifað að umræðan um menntakerfið á Íslandi fari í hringi. Hún mótast af slagorðum, skýrslum og sífellt nýjum áherslum sem líta vel út á blaði, en hafa lítil áhrif þar sem mest á reynir. Í þessari umræðu er oft vísað til svokallaðrar finnskrar leiðar, bæði með tilvísunum í finnska fræðimenn og sem viðmið til samanburðar, en hún er jafnframt einnig gagnrýnd. Algengasta gagnrýnin er sú að finnsku leiðina megi skilja sem barn síns tíma, að hún hafi orðið til í stöðugra samfélagi, með minni truflun og meiri samstöðu en við búum við í dag. Það er ekki ósanngjörn athugasemd. En að mínu mati er þægilegt að afgreiða finnsku leiðina þannig, því erfiðara er að horfast í augu við að mörg af þeim gildum sem hún byggði á eru einmitt þau sem okkur vantar mest í dag. Þegar ég horfi á Finnland og Ísland sé ég ekki „töfralausn“ annars staðar og „vonlaust ástand“ heima. Ég sé tvær ólíkar hugmyndir um hvað menntun er og hvernig samfélag ber ábyrgð á börnunum sínum. Og ef við ætlum að tala af alvöru um drengina okkar, þá verðum við að tala um kerfið sem mótar hversu erfitt það er að ná til þeirra. Finnska leiðin er í grunninn einföld, hún byggir á trausti til kennara, stöðugleika og því að stuðningur sé hluti af kerfinu, ekki aukahlutur sem þarf að sækja sérstaklega um. Þegar stuðningur, úrræði eða skipulag bregst verður lausnin sjaldnast kerfisbundin heldur persónuleg. Kennarinn vinnur umfram venjulegan vinnudag, foreldrar verða verkefnastjórar yfir heimavinnu barnanna og börnin læra snemma að bera ábyrgð sem þau ættu aldrei að þurfa að bera. Og þegar drengirnir ná ekki að fylla í eyðurnar þá skýrum við það gjarnan með hegðunar einkennum eins og „hann er erfiður“, „hann vantar sjálfsstjórn“, „hann er með hegðunarvanda“. Svo bætum við nýju verkefni við fyrir kennarann, nýju hugtaki, nýju matsformi og vonum að það verði að lausn. Drengir lenda sjaldan í vandræðum vegna þess að þeir vakna með „vonda hegðun“. Þeir lenda í vandræðum þegar kerfið krefst þess að þeir séu stöðugir, þ.e. kunni að hegða sér í samræmi við þær reglur sem skólaumhverfið krefst af þeim. Þetta er ekki aðeins upplifun mín sem kennara. Nýleg heildargreining á stöðu drengja í íslenska menntakerfinu bendir eindregið til þess að vandinn sé kerfislægur, að stuðningur, skýr rammi og snemmtæk íhlutun nái of seint til þeirra drengja sem passa illa í ríkjandi skólaform. Þetta sést skýrt í því sem gerist þegar drengir finna að þeir passa ekki inn í „réttu“ skólahegðunina. Sumir eru háværir, aðrir fara í trúðshlutverk, sumir trufla og aðrir verða ósýnilegir. En það er sama sagan undir yfirborðinu hjá þeim, „ég næ ekki tökum á þessu“, „ég veit ekki hvernig ég á að standa mig“, „og ég vil ekki að það sjáist“. Þá kemur gríman, uppreisnin eða forðunin. Til að mynda þegar krafist er sjálfsstjórnar án þess að veita ramma, þegar það er krafist námsvilja án þess að skapa öryggi, tengsl og merkingu. Þar verða margir drengir að sérfræðingum í því að verjast kerfinu sem er að reyna að skapa þá. Varnarviðbrögðin sem þeir beita kemur þá oft fram sem óþekkt. Í Finnlandi er kerfið hannað til þess að bregðast fyrr við. Stuðningur er nær, einfaldari, álitinn eðlilegur og sjálfsagður. Þar er ekki beðið eftir að vandi verði sýnilegur og alvarlegur áður en kerfið bregst við, heldur er snemmtækur og eðlilegur stuðningur hluti af ferlinu. Það kemur í veg fyrir að hegðun festist og verði að sjálfsmynd. Það fer ekki allt á hliðina í landinu né eru fréttastofur með stórar yfirlýsingar um að „nú sé eitthvað alvarlegt í gangi“, heldur er litið á þetta sem eðlilegt skref í skólaferli barns. Þú færð hjálp áður en hegðunin skilgreinir þig og það er risastór munur. Hér heima finnst mér hins vegar of oft eins og við bíðum eftir að vandinn verði sýnilegur og óumflýjanlegur áður en hann fær kerfisbundið svar. Á meðan er kennarinn að slökkva elda, reyna að halda hópnum saman, verja námstímann, skapa ró, vera í persónulegum samtölum, skrá, meta, sinna foreldrasamskiptum og starfa á stöðugu viðbragðsstigi. Þegar ég segi Ísland vs Finnland meina ég ekki að Finnar séu betri eða að íslenskir kennarar séu verri, þvert á móti. Ég held að íslenskir kennarar séu ótrúlega hæfileikaríkir, hugmyndaríkir og með hjartað á réttum stað. Munurinn er að Finnland hefur, að minnsta kosti í meiri mæli, byggt kerfi sem ver fagmennsku og leyfir kennaranum að vera kennari. Þegar kerfið treystir kennurum, þá verður kennarinn skapandi. Þegar kerfi hefur vantrúir á kennurum, þá verður kennarinn var um sig. Og drengir eru ótrúlega næmir fyrir því hvort fullorðna fólkið í kringum þá sé í öryggi eða varnarstöðu. Drengir læra ekki af því sem við segjum, þeir læra af því sem við gerum. Ef kennarinn er í stöðugri pressu, með stuttan þráð, að reyna að „standast kröfur“, þá finnur bekkurinn það. Þá verður í kennslustofunni, minna um nám og meira um stjórn og þar tapa drengirnir fyrst. Ég held að við gerum líka önnur stór mistök og það er að við gerum drengina okkar alltaf að neikvæðu umræðuefni sem dregur ímynd þeirra niður. Við segjum, „drengir eru ekki læsir“, „drengir ná síður árangri“, „drengir detta oftar út“, svo setjum við upp áætlanir. En ef umgjörðin helst sú sama þ.e. sami hraði, sama form, sama tilfinningalega fjarlægðin, sama óskýra ábyrgðin, þá gerist ekkert annað en að drengirnir halda áfram að vera það sem við sögðum þeim, að þeir væru, lélegur pappír. Og hér kemur það sem mér finnst Finnland sýna best: Þú breytir ekki niðurstöðunni með því að gagnrýna normið, þú breytir niðurstöðu með því að breyta kerfinu sem býr til normið. Með norminu á ég ekki við siðferðilegan mælikvarða, heldur hugmyndina um meðaltalsnemandann sem skólakerfið er skipulagt í kringum. Drengir þurfa ekki fleiri fyrirlestra um „góða hegðun“. Þeir þurfa kerfi sem styður kennara, þeir þurfa rými til að gera mistök án þess að mistökin verði að stimplun. Þeir þurfa að finna að skólinn sé ekki staður sem „bíður eftir að þeim mistakist“, heldur staður sem heldur þeim uppi þegar þeir gera mistök. Þegar ég hugsa um muninn á Finnlandi og Íslandi, þá hugsa ég um þrjú orð, festa, traust og stuðningur. Festa: Að kerfið hlaupi ekki endalaust af stað í nýjar áttir, heldur standi stöðugt undir því sem það ætlast til af börnunum. Drengir sem eru óöruggir þurfa fyrirsjáanleika. Það er nauðsynlegt að hafa „festu“. Traust: Að kennarar fái vald og rými til að nota fagmennsku sína. Þegar kennari fær að vinna úr raunverulegum aðstæðum í stofunni, í stað þess að fylgja endalausum „ramma“ sem var skrifaður fyrir meðaltalið, þá fær hann líka meiri möguleika á að ná drengjunum sem eru ekki í meðaltalinu. Stuðningur: Að það sé „raunverulega“ til fagfólk og kerfi sem grípur inn í, áður en drengirnir verða „vandamálið“ í skólanum. Stuðningur sem er hluti af skóladagskrá en ekki biðlisti. Ef við viljum gera þetta markvisst og heiðarlega, þá er þetta spurningin sem ég vil að við spyrjum sem samfélag: Erum við tilbúin að hætta að tala um drengina sem vandamál og byrja að tala um kerfið sem aðstæður sem móta hegðun? Í dag er auðveldara að gera drengina að verkefni, setja þá í áætlun, setja þá í skráningu, setja þá í „úrræði“. En ef við gerum það án þess að laga umgjörðina, þá erum við bara að kenna drengjunum að þeir passi ekki og sá lærdómur situr lengi eftir. Ég trúi því að við getum gert þetta öðruvísi. Ég trúi því að Ísland hafi allt sem til þarf, það er hæfileika, hjarta og vilja. Það sem vantar er að kerfið hætti að lifa á fórnarkostnaði kennara og foreldra og byrji að standa undir eigin kröfum. Drengirnir okkar eru ekki að biðja um neina sérmeðferð. Þeir eru að biðja um skýra umgjörð, traustar tengingar og fullorðna sem eru ekki sjálfir í endalausu varnarástandi. Ef Finnland kennir okkur eitthvað, þá er það þetta, það er ekki „þægilegra“ að byggja kerfi sem styður börn. Það er sterkara, ábyrgara og ódýrara til lengri tíma litið og við verðum að hafa kjark og þolinmæði til að byggja nýtt kerfi. Þangað til munum við halda áfram að skrá hegðun, greina einstaklinga og vona að börnin aðlagi sig að kerfi sem skilur ekki fjölbreytileika fyrr en hann verður sýnilegur sem vandi. Höfundur er mannvinur og kennari
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar