Erlent

32 látnir eftir að krani féll á lest í Taí­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð í Nakhon Ratchasima-héraði.
Slysið varð í Nakhon Ratchasima-héraði. AP

Þrjátíu og tveir hið minnsta eru látnir og 66 slasaðir eftir að byggingarkrani féll á lest sem var á ferð í Nakhon Ratchasima-héraði í norðausturhluta Taílands fyrr í dag.

Breska ríkisútvarpið segir frá því að kraninn hafi fallið á lestina sem varð til þess að hún fór út af sporinu og varð einn lestarvagninn alelda á meðan aðrir krömdust.

Talsmaður yfirvalda segir að 171 farþegi hafi verið um borð þegar slysið varð um klukkan níu að morgni að staðartíma.

AP

Rannsókn er hafin á slysinu og hefur ríkislestarfélag Taílands tilkynnt að til standi að stefna byggingafélaginu sem ábyrgð bar á krananum.

Talsmaður byggingafélagsins segist harma málið og að til standi að greiða slösuðum og aðstandendum hinna látnu miskabætur.

Lestin var á leið frá höfuðborginni Bangkok til Ubon Ratchathani-héraðs þegar slysið varð.

Lestin var á leið frá höfuðborginni Bangkok til Ubon Ratchathani-héraðs þegar slysið varð. AP
Frá vettvangi slyssins eftir að rökkva tók á ný.AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×