Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Ísak Orri Leifsson Schjetne skrifar 13. janúar 2026 21:48 Molly Kaiser, leikmaður KR sækir í átt að körfunni í kvöld Vísir/Anton Brink KR hefndi ófaranna gegn Tindastól um síðastliðna helgi í VÍS-bikarnum í körfubolta með því að leggja þær Skagfirsku að velli í Bónus deildinni í kvöld. Lokatölur 82-64 sigur KR. KR byrjaði leikinn af miklum krafti og náði fljótt tökum á fyrsta leikhluta. Heimakonur komust snemma í góða forystu og mestur munur í leikhlutanum var 26–12 í þeirra vil. Rebekka Rut leiddi sókn KR með níu stig í fyrsta leikhluta, á meðan Madison Anne var stigahæst hjá Tindastóli með sex stig. Áhorfendur voru þó ekki allir sáttir við dómgæsluna í upphafi leiks, en nokkrar ákvarðanir voru taldar fremur vafasamar. Barist um boltannVísir/Anton Brink Í öðrum leikhluta hélt KR áfram að stjórna leiknum. Munurinn jókst í 47–30 og síðar í 51–34. Molly Kaiser setti sex stig fyrir KR á meðan Marta Hermida svaraði fyrir gestina með sjö stigum í þessum leikhluta. Króksurum tókst ítrekað að minnka muninn niður í 10 til 12 stig, en í hvert skipti svaraði KR og stækkaði forystuna aftur í 15 til 17 stig. Það var farið að líta út fyrir að þetta bil gæti fylgt gangi leiksins nema gestirnir myndu spýta verulega í lófana. Þriðji leikhluti hófst og KR ætluðu ekki að hætta að breikka stiga bilið og mestur fór munurinn í 71–47. Eve var stigahæst heimakvenna í leikhlutanum með 11 stig, á meðan Marta Hermida skoraði sex stig fyrir Tindastól. Gestirnir virtust bara vera sprungnir, bæði líkamlega og andlega, og sama hvað þær reyndu virtist ekkert ganga upp. KR bættu bara stöðugt við stigum. Í fjórða leikhluta var stærsti munurinn 27 stig, 74–47 og leit allt út fyrir að leikurinn væri í raun búinn þá. Madison Anne var stigahæst í leikhlutanum með fimm stig. Tindastóll sýndi þó karakter á lokasprettinum og minnkaði muninn töluvert, úr 79–55 í 79–63, en það dugði því miður ekki til fyrir gestina. Lokatölur: 82–64 KR í vil. Atvik leiksins: Þessari hálf undarlegu baksendingu hjá Rannveigu Guðmundsdóttir í öðrum leikhluta gef ég þennan titil, þetta var mjög góð og skemmtileg hugmynd en útfærslan virtist vera allt önnur en hugsunin á bak við hana. Stjörnur og skúrkar: Stiga- og stoðsendingakóngar leiksins fá titilinn í dag: Rebekka Rut (KR) og Madison Anne (Tinda) með 23 stig hvor & Marta Hermida (Tindastóll) sem skilaði átta stoðsendingum. Dómararnir: Þeir Bjarki Þór, Federick Alfred og Dominik Zielinski dæmdu vel í kvöld, þeir gáfu skýr merki þegar blásið var í flautuna þrátt fyrir örfáar óskiljanlegar tæknivillur, þannig að þeir geta farið sáttir á koddann í kvöld eftir fremur vel unnin störf. Stemning og umgjörð: Stemningin var mjög góð á Meistaravöllum í kvöld, aðsóknin var góð hjá aðdáendum beggja liða og góðir tónar fengu að líta dagsins ljós, vallarþulurinn var skýrmæltur og lét vel í sér heyra, stemningsmaður! Einnig var skemmtilegt að heyra alla leikmenn KR fá klapp í lófa frá áhorfendum þegar skipting var í gangi, það sýndi hversu mikilvægt það er að spila fyrir merkið. Viðtöl: Daníel Andri - Frústreðaðar KR stelpur sem voru tilbúnar að hefna. Daníel Andri, þjálfari KR í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Sigur í dag, hvernig eru fyrstu viðbrögð eftir leik? „Bara fínt, það hefði verið skemmtilegra að gera þetta í síðasta leik, í leiknum sem að skipti máli. En flott svar hjá stelpunum eftir tap á móti sama liði á laugardaginn.“ Tap á laugardag, sigur í kvöld, hver telur þú vera muninn á þessum leikjum? „Orkan og einbeitingin var bara allt annað í dag, greinilega „frústreraðar“ stelpur í KR sem voru tilbúnar að hefna fyrir síðasta leik, þetta er svona hugarfarið sem við þurfum í öllum leikjum framvegis til þess að vera nær okkar bestu útgáfu það sem eftir er á þessu tímabili“ Þið fáið val í heimsókn eftir viku, er stefnan að halda sömu orku þá og í dag? „Maður verður bara að vona það, við erum að fá framlag frá öllum, það var frábært að halda þessu liði (Tindastól) í 60 stigum. Við erum að búa til vel í sókninni eftir góð stopp, þannig að við þurfum að taka megnið af þessum leik inn í þann næsta“ Israel Martin - Ég taldi okkur nánast aldrei eiga séns á sigri í kvöld Israel Martin, þjálfari Tindastóls í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Fyrstu viðbrögð eftir tap í kvöld? „Ég meina, KR voru betri en við í öllum sviðum leiksins í kvöld, þannig að ég taldi okkur nánast aldrei eiga séns á sigri í kvöld“ Hvern telur þú muninn vera á liðinu í kvöld frá sigurliðinu síðastliðinn laugardag gegn KR? „Það sem spilar mikið inn í er að við höfum spilað þrjá leiki á síðastliðnum sjö dögum þannig að leikmennirnir eru eflaust þreyttir bæði líkamlega og andlega, en það mátti við þessu búast frá KR, þetta er virkilega gott lið. En ég er hundrað prósent viss um að þær hefðu mun frekar vilja tapa í dag og hafa unnið á laugardaginn. En eins og ég sagði, við áttum aldrei séns í kvöld, nú þurfum við að hlaða batteríin fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Nú fáið þið tvær vikur í hvíld og eigið svo leik á gegn Grindavík, hvernig mun undirbúningurinn líta út „Grindavík er feiknar sterkt lið, en ég veit að það er erfitt að vinna okkur á okkar heimavelli og þykir okkur því mikilvægt að spila vel og verja sigurgöngu okkar að heiman“ Bónus-deild kvenna KR Tindastóll
KR hefndi ófaranna gegn Tindastól um síðastliðna helgi í VÍS-bikarnum í körfubolta með því að leggja þær Skagfirsku að velli í Bónus deildinni í kvöld. Lokatölur 82-64 sigur KR. KR byrjaði leikinn af miklum krafti og náði fljótt tökum á fyrsta leikhluta. Heimakonur komust snemma í góða forystu og mestur munur í leikhlutanum var 26–12 í þeirra vil. Rebekka Rut leiddi sókn KR með níu stig í fyrsta leikhluta, á meðan Madison Anne var stigahæst hjá Tindastóli með sex stig. Áhorfendur voru þó ekki allir sáttir við dómgæsluna í upphafi leiks, en nokkrar ákvarðanir voru taldar fremur vafasamar. Barist um boltannVísir/Anton Brink Í öðrum leikhluta hélt KR áfram að stjórna leiknum. Munurinn jókst í 47–30 og síðar í 51–34. Molly Kaiser setti sex stig fyrir KR á meðan Marta Hermida svaraði fyrir gestina með sjö stigum í þessum leikhluta. Króksurum tókst ítrekað að minnka muninn niður í 10 til 12 stig, en í hvert skipti svaraði KR og stækkaði forystuna aftur í 15 til 17 stig. Það var farið að líta út fyrir að þetta bil gæti fylgt gangi leiksins nema gestirnir myndu spýta verulega í lófana. Þriðji leikhluti hófst og KR ætluðu ekki að hætta að breikka stiga bilið og mestur fór munurinn í 71–47. Eve var stigahæst heimakvenna í leikhlutanum með 11 stig, á meðan Marta Hermida skoraði sex stig fyrir Tindastól. Gestirnir virtust bara vera sprungnir, bæði líkamlega og andlega, og sama hvað þær reyndu virtist ekkert ganga upp. KR bættu bara stöðugt við stigum. Í fjórða leikhluta var stærsti munurinn 27 stig, 74–47 og leit allt út fyrir að leikurinn væri í raun búinn þá. Madison Anne var stigahæst í leikhlutanum með fimm stig. Tindastóll sýndi þó karakter á lokasprettinum og minnkaði muninn töluvert, úr 79–55 í 79–63, en það dugði því miður ekki til fyrir gestina. Lokatölur: 82–64 KR í vil. Atvik leiksins: Þessari hálf undarlegu baksendingu hjá Rannveigu Guðmundsdóttir í öðrum leikhluta gef ég þennan titil, þetta var mjög góð og skemmtileg hugmynd en útfærslan virtist vera allt önnur en hugsunin á bak við hana. Stjörnur og skúrkar: Stiga- og stoðsendingakóngar leiksins fá titilinn í dag: Rebekka Rut (KR) og Madison Anne (Tinda) með 23 stig hvor & Marta Hermida (Tindastóll) sem skilaði átta stoðsendingum. Dómararnir: Þeir Bjarki Þór, Federick Alfred og Dominik Zielinski dæmdu vel í kvöld, þeir gáfu skýr merki þegar blásið var í flautuna þrátt fyrir örfáar óskiljanlegar tæknivillur, þannig að þeir geta farið sáttir á koddann í kvöld eftir fremur vel unnin störf. Stemning og umgjörð: Stemningin var mjög góð á Meistaravöllum í kvöld, aðsóknin var góð hjá aðdáendum beggja liða og góðir tónar fengu að líta dagsins ljós, vallarþulurinn var skýrmæltur og lét vel í sér heyra, stemningsmaður! Einnig var skemmtilegt að heyra alla leikmenn KR fá klapp í lófa frá áhorfendum þegar skipting var í gangi, það sýndi hversu mikilvægt það er að spila fyrir merkið. Viðtöl: Daníel Andri - Frústreðaðar KR stelpur sem voru tilbúnar að hefna. Daníel Andri, þjálfari KR í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Sigur í dag, hvernig eru fyrstu viðbrögð eftir leik? „Bara fínt, það hefði verið skemmtilegra að gera þetta í síðasta leik, í leiknum sem að skipti máli. En flott svar hjá stelpunum eftir tap á móti sama liði á laugardaginn.“ Tap á laugardag, sigur í kvöld, hver telur þú vera muninn á þessum leikjum? „Orkan og einbeitingin var bara allt annað í dag, greinilega „frústreraðar“ stelpur í KR sem voru tilbúnar að hefna fyrir síðasta leik, þetta er svona hugarfarið sem við þurfum í öllum leikjum framvegis til þess að vera nær okkar bestu útgáfu það sem eftir er á þessu tímabili“ Þið fáið val í heimsókn eftir viku, er stefnan að halda sömu orku þá og í dag? „Maður verður bara að vona það, við erum að fá framlag frá öllum, það var frábært að halda þessu liði (Tindastól) í 60 stigum. Við erum að búa til vel í sókninni eftir góð stopp, þannig að við þurfum að taka megnið af þessum leik inn í þann næsta“ Israel Martin - Ég taldi okkur nánast aldrei eiga séns á sigri í kvöld Israel Martin, þjálfari Tindastóls í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Fyrstu viðbrögð eftir tap í kvöld? „Ég meina, KR voru betri en við í öllum sviðum leiksins í kvöld, þannig að ég taldi okkur nánast aldrei eiga séns á sigri í kvöld“ Hvern telur þú muninn vera á liðinu í kvöld frá sigurliðinu síðastliðinn laugardag gegn KR? „Það sem spilar mikið inn í er að við höfum spilað þrjá leiki á síðastliðnum sjö dögum þannig að leikmennirnir eru eflaust þreyttir bæði líkamlega og andlega, en það mátti við þessu búast frá KR, þetta er virkilega gott lið. En ég er hundrað prósent viss um að þær hefðu mun frekar vilja tapa í dag og hafa unnið á laugardaginn. En eins og ég sagði, við áttum aldrei séns í kvöld, nú þurfum við að hlaða batteríin fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Nú fáið þið tvær vikur í hvíld og eigið svo leik á gegn Grindavík, hvernig mun undirbúningurinn líta út „Grindavík er feiknar sterkt lið, en ég veit að það er erfitt að vinna okkur á okkar heimavelli og þykir okkur því mikilvægt að spila vel og verja sigurgöngu okkar að heiman“
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum