Innlent

Stór­bruni í Gufu­nesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eins og sjá má er töluverður eldur á svæðinu.
Eins og sjá má er töluverður eldur á svæðinu. Lúðvík Bjarnason

Mikill eldsvoði er í Gufunesi og er slökkviliðið með mikil viðbrögð. Reykur sést víða um höfuðborgarsvæðið. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir engar upplýsingar að fá í augnablikinu því tilkynning hafi rétt verið að berast þeim.

Stigabíll slökkviliðs, dælubílar og sjúkrabílar mættu á vettvang upp úr klukkan fimm í dag. 

Sjónarvottur segir að eldurinn hafi logi við skemmu á svæðinu, sem gjarnan hefur verið lögð undir tónlistarhald. Hann lýsir eldhafi sem nær tólf metra upp í loftið.

Fréttin er í vinnslu.


Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar og myndir hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×