Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. janúar 2026 11:02 Guðrún Ýr Eyfjörð varð þrítug á dögunum, á von á öðru barni sínu og var að gefa út plötu með Tómasi R. Aðsend „Satt best að segja finnst mér hvert ár bara alltaf verða betra og betra,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, en hún fagnaði þrítugsafmæli um helgina en ætlar að fagna áfanganum betur þegar hún klárar meðgönguna. Sömuleiðis var hún að gefa út plötu og heldur sér alltaf á tánum. Ýta hvort öðru í nýjar áttir 9. janúar 2026 kom út platan GDRN & TÓMAS R. og inniheldur tíu lög sem þau hafa unnið saman, en tvíeykið hefur löngum verið aðdáandi hvors annars. „Þegar við spiluðum svo saman á tónleikum á Jazzhátíð Garðabæjar 2024 kviknaði sú hugmynd að gera tónlist saman.“ Þau hafa unnið hörðum höndum síðan þá og útkoman varð tíu laga plata þar sem hugmyndin var að þau myndu ýta hvort öðru í áttir sem þau hefðu ekki farið áður á sinni tónlistarvegferð. Risastór tímamót Guðrún hefur verið í nógu að snúast. Um jólin spiluðu þau Magnús Jóhann allan desember sitt jólaprógram sem endaði svo með fernum uppseldum tónleikum í Fríkirkjunni. Einnig varð hún þrítug á dögunum og á svo von á sínu öðru barni í apríl. Á meðan vinnur hún að nýrri sólóplötu sem vonandi fær að líta dagsins ljós í lok árs eða byrjun þess næsta. „Það var ótrúlega gaman að fagna stórafmæli, ég hef reyndar ákveðið að fagna almennilega seinna í sumar þegar ég hef klárað meðgönguna og get haldið alvöru partý,“ segir Guðrún Ýr glöð í bragði í samtali við blaðamann. Meiri gleði, minni meðvirkni Hækkandi aldur fer sannarlega vel í skvísuna. „Satt best að segja finnst mér hvert ár bara alltaf verða betra og betra, skemmtilegri verkefni, meiri fókus á það sem mann langar að gera og minni meðvirkni með því sem gefur manni ekki það sem maður leitast eftir í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by GDRN (@eyfjord) Guðrún Ýr og maðurinn hennar Árni Steinn bæklunarlæknir eiga fyrir saman soninn Steinþór Jóhann sem er fæddur árið 2022. Aðspurð hvort móðurhlutverkið hafi mótandi áhrif á hana sem tónlistarkonu segir hún: „Já, ég held það alveg örugglega. Nú hefur maður ekki allan tímann í heiminum og þarf að setja hausinn svolítið undir sig og vera skipulögð þegar á að fara í stór tónlistarverkefni. Svo stækkar þetta bara tilgang lífsins og veitir manni svo mikla hamingju að ég held að annað sé ekki hægt en að breytast og vonandi bæta sig og verða betri í hlutverki móðurinnar.“ Verðmætt að líta til baka Blaðamaður spyr þá hvort hún finni fyrir miklum áhrifum meðgöngunnar þegar hún er að skapa og semja tónlist? „Mér finnst ekki endilega meðgangan sem slík hafa sitt að segja í sköpunarferlinu heldur bara tímabilin í lífinu, hvernig maður upplifir hlutina og hversu krefjandi eða skemmtileg eða erfið tímabilin eru. Þá nýtir maður áhrifin og semur texta og lög sem tengjast þessum tímabilum. Hvort sem þau eru á meðgöngu eða sem nýbökuð móðir eða tvítug stelpa að stíga sín fyrstu skref í tónlist. Það er líka svo gaman að líta til baka þegar maður var að byrja og sjá vöxtinn og lærdóminn í tónlistinni sem maður hefur gefið út,“ segir hún geislandi að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Barnalán Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ýta hvort öðru í nýjar áttir 9. janúar 2026 kom út platan GDRN & TÓMAS R. og inniheldur tíu lög sem þau hafa unnið saman, en tvíeykið hefur löngum verið aðdáandi hvors annars. „Þegar við spiluðum svo saman á tónleikum á Jazzhátíð Garðabæjar 2024 kviknaði sú hugmynd að gera tónlist saman.“ Þau hafa unnið hörðum höndum síðan þá og útkoman varð tíu laga plata þar sem hugmyndin var að þau myndu ýta hvort öðru í áttir sem þau hefðu ekki farið áður á sinni tónlistarvegferð. Risastór tímamót Guðrún hefur verið í nógu að snúast. Um jólin spiluðu þau Magnús Jóhann allan desember sitt jólaprógram sem endaði svo með fernum uppseldum tónleikum í Fríkirkjunni. Einnig varð hún þrítug á dögunum og á svo von á sínu öðru barni í apríl. Á meðan vinnur hún að nýrri sólóplötu sem vonandi fær að líta dagsins ljós í lok árs eða byrjun þess næsta. „Það var ótrúlega gaman að fagna stórafmæli, ég hef reyndar ákveðið að fagna almennilega seinna í sumar þegar ég hef klárað meðgönguna og get haldið alvöru partý,“ segir Guðrún Ýr glöð í bragði í samtali við blaðamann. Meiri gleði, minni meðvirkni Hækkandi aldur fer sannarlega vel í skvísuna. „Satt best að segja finnst mér hvert ár bara alltaf verða betra og betra, skemmtilegri verkefni, meiri fókus á það sem mann langar að gera og minni meðvirkni með því sem gefur manni ekki það sem maður leitast eftir í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by GDRN (@eyfjord) Guðrún Ýr og maðurinn hennar Árni Steinn bæklunarlæknir eiga fyrir saman soninn Steinþór Jóhann sem er fæddur árið 2022. Aðspurð hvort móðurhlutverkið hafi mótandi áhrif á hana sem tónlistarkonu segir hún: „Já, ég held það alveg örugglega. Nú hefur maður ekki allan tímann í heiminum og þarf að setja hausinn svolítið undir sig og vera skipulögð þegar á að fara í stór tónlistarverkefni. Svo stækkar þetta bara tilgang lífsins og veitir manni svo mikla hamingju að ég held að annað sé ekki hægt en að breytast og vonandi bæta sig og verða betri í hlutverki móðurinnar.“ Verðmætt að líta til baka Blaðamaður spyr þá hvort hún finni fyrir miklum áhrifum meðgöngunnar þegar hún er að skapa og semja tónlist? „Mér finnst ekki endilega meðgangan sem slík hafa sitt að segja í sköpunarferlinu heldur bara tímabilin í lífinu, hvernig maður upplifir hlutina og hversu krefjandi eða skemmtileg eða erfið tímabilin eru. Þá nýtir maður áhrifin og semur texta og lög sem tengjast þessum tímabilum. Hvort sem þau eru á meðgöngu eða sem nýbökuð móðir eða tvítug stelpa að stíga sín fyrstu skref í tónlist. Það er líka svo gaman að líta til baka þegar maður var að byrja og sjá vöxtinn og lærdóminn í tónlistinni sem maður hefur gefið út,“ segir hún geislandi að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Barnalán Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira