Sport

Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka

Valur Páll Eiríksson skrifar
Lil Wayne skaut á Caleb Williams sem svaraði fyrir sig.
Lil Wayne skaut á Caleb Williams sem svaraði fyrir sig. Samsett/Getty

Tónlistarmaðurinn Lil Wayne var ekki ánægður þegar hans menn í Green Bay Packers töpuðu fyrir Chicago Bears eftir hreint ótrúlegan leik í NFL-deildinni í nótt. Leikstjórnandinn Caleb Williams fékk að finna fyrir reiði Waynes.

Williams fór fyrir ótrúlegri endurkomu Bears í nótt. Á tímabili voru sigurlíkur Packers taldar 98 prósent, enda var liðið 21-3 yfir í hálfleik og 21-6 fyrir síðasta leikhlutann.

Williams fór fyrir endurkomu Bears sem skoruðu 25 stig gegn sex í síðasta leikhlutanum og fóru því áfram í undanúrslit NFC hluta NFL-deildarinnar.

Fréttaritari kann illa við að þýða hluta færslu rapparans heimsfræga Lil Wayne eftir leik, en hann er þekktur stuðningsmaður Green Bay Packers.

N-orðið kom við sögu í færslu þar sem hann skaut á tískuákvarðanir Caleb Williams, sem hefur vakið athygli fyrir útlit sitt, þá sérlega fyrir að bera naglalakk.

Williams svaraði færslu Waynes á samfélagsmiðlinum X.Skjáskot

Í karllægum heimi ameríska fótboltans hafa spjót hvað helst beinst að Williams fyrir að lakka á sér neglurnar.

Wayne skaut sérstaklega á það, að hans menn töpuðu fyrir manni sem lakkaði á sér neglurnar. Hann bætti við að Packers væru ömurlegir og ættu í raun ekki skilið að vera í úrslitakeppninni.

Williams var snar til svars við færslu Wayne á samfélagsmiðlinum X. Færslan taldi tvö tjákn, snjókorn og ofurhetju.

Williams hefur fengið viðurnefnið Ísmaðurinn, vegna þess hversu slakur hann er undir pressu, líkt og hann sýndi í leik næturinnar. Svarið einfalt við pirringi Waynes, Williams sé ísmaðurinn og Wayne þurfi að sætta sig við það.

Þrír leikir í kvöld

Úrslitakeppnin er rétt að byrja og nóg um að vera í kvöld.

Fjörið hefst klukkan 18:00 þegar Josh Allen og félagar í Buffalo Bills heimsækja funheitt lið Jacksonville Jaguars.

Í kjölfarið er stórleikur kvöldsins, milli ríkjandi meistara Philadelphia Eagles og San Francisco 49ers, klukkan 21:30.

Þá er leikur næturinnar milli nýs liðs New England Patriots í umsjón Drake Maye og Los Angeles Chargers klukkan 1:00.

Allir þrír verða í beinni á Sýn Sport.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×