Spenna og stórskemmtun Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2026 09:32 Matthew Stafford skilaði sigrinum í hús, en það stóð tæpt. Joe Robbins/Icon Sportswire via Getty Images Chicago Bears unnu magnaðan sigur á Green Bay Packers á Soldier Field í Chicago í nótt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni. Los Angeles Rams þurfti að hafa fyrir hlutunum. Tveir leikir fóru fram í gær er úrslitakeppnin fór af stað. Fyrirfram var fyrsti leikurinn, milli Carolina Panthers og Los Angeles Rams í Charlotte hvað minnst spennandi, enda komst Carolina-liðið í úrslitakeppnina þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum en þeir unnu í vetur. Þegar á hólminn var komið létu pardusarnir þó ekkert vaða yfir sig. Rams byrjuðu leikinn töluvert betur, komust snemma yfir og Matthew Stafford fann liðsfélaga með fyrstu átta sendingum sínum. Heimamenn þéttu raðirnar og unnu sig inn í leikinn og sendingar Stafford fóru að klikka meðan Bryce Young fann fínan takt hinu megin. Í fjórða leikhlutanum skiptust liðin á forystunni og Panthers komust 31-27 yfir þegar rúmlega tvær og hálf mínúta var eftir er Bryce Young fann Jalen Coker í endamarkinu. Rams svöruðu snarlega fyrir og tókst að éta tvær mínútur af klukkunni áður en þeir skoruðu snertimark þegar 38 sekúndur voru eftir, staðan 34-31 fyrir Rams. Bryce Young hafði þá rúma hálfa mínútu til að annað hvort tryggja sigur með snertimarki eða láta sér vallarmark duga til að jafna leikinn og fara í framlengingu. Engin af fjórum sendingartilraunum hans fann hins vegar liðsfélaga - Rams vörnin sterk og kláraði leikinn. Williams fór fyrir endurkomu Eftir að þeim leik var lokið var komið að því að Chicago Bears tækju á móti Green Bay Packers á Soldier Field upp úr klukkan eitt í nótt. Þeir sem létu sig hafa það að vaka yfir leiknum sáu eflaust ekki eftir því. Packers voru töluvert sterkari aðilinn framan af leik og virtust hreinlega ætla að pakka björnunum saman. Staðan var 21-3 í hálfleik og eftir tíðindalítinn þriðja leikhluta, þar sem Bears skoruðu eitt vallarmark, var staðan 21-6 fyrir síðasta leikhlutann. Þá hafði eflaust margur íslenski Bears-stuðningsmaðurinn gefið upp von og farið á koddann. Bears byrjuðu á vallarmarki snemma áður en D'Andre Swift skoraði snertimark og staðan 21-16. Vonin lifði. Hún dofnaði töluvert þegar Jordan Love fann Matthew Golden í endamarkinu til að koma Packers 27-16 yfir og um sex og hálf mínúta eftir. Engin uppgjöf var þó í heimamönnum sem svöruðu með tveggja mínútna sókn upp völlinn sem endaði á sendingu Calebs Williams á Olamide Zaccheus í endamarkinu. Tvö auka stig fylgdu og staðan 27-24. Því gat Bears dugað vallarmark fyrir framlengingu en Caleb Williams var ekki á því. Löng sending hans á DJ Moore fyrir snertimarki þegar tæpar tvær mínútur voru eftir dugðu Bears fyrir ótrúlegum 31-27 endurkomusigri og liðið komið áfram í undanúrslit NFC-deildarinnar. Þrír leikir í kvöld Úrslitakeppnin er rétt að byrja og nóg um að vera í kvöld. Fjörið hefst klukkan 18:00 þegar Josh Allen og félagar í Buffalo Bills heimsækja funheitt lið Jacksonville Jaguars. Í kjölfarið er stórleikur kvöldsins, milli ríkjandi meistara Philadelphia Eagles og San Francisco 49ers, klukkan 21:30. Þá er leikur næturinnar milli nýs liðs New England Patriots í umsjón Drake Maye og Los Angeles Chargers klukkan 1:00. Allir þrír verða í beinni á Sýn Sport. NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í gær er úrslitakeppnin fór af stað. Fyrirfram var fyrsti leikurinn, milli Carolina Panthers og Los Angeles Rams í Charlotte hvað minnst spennandi, enda komst Carolina-liðið í úrslitakeppnina þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum en þeir unnu í vetur. Þegar á hólminn var komið létu pardusarnir þó ekkert vaða yfir sig. Rams byrjuðu leikinn töluvert betur, komust snemma yfir og Matthew Stafford fann liðsfélaga með fyrstu átta sendingum sínum. Heimamenn þéttu raðirnar og unnu sig inn í leikinn og sendingar Stafford fóru að klikka meðan Bryce Young fann fínan takt hinu megin. Í fjórða leikhlutanum skiptust liðin á forystunni og Panthers komust 31-27 yfir þegar rúmlega tvær og hálf mínúta var eftir er Bryce Young fann Jalen Coker í endamarkinu. Rams svöruðu snarlega fyrir og tókst að éta tvær mínútur af klukkunni áður en þeir skoruðu snertimark þegar 38 sekúndur voru eftir, staðan 34-31 fyrir Rams. Bryce Young hafði þá rúma hálfa mínútu til að annað hvort tryggja sigur með snertimarki eða láta sér vallarmark duga til að jafna leikinn og fara í framlengingu. Engin af fjórum sendingartilraunum hans fann hins vegar liðsfélaga - Rams vörnin sterk og kláraði leikinn. Williams fór fyrir endurkomu Eftir að þeim leik var lokið var komið að því að Chicago Bears tækju á móti Green Bay Packers á Soldier Field upp úr klukkan eitt í nótt. Þeir sem létu sig hafa það að vaka yfir leiknum sáu eflaust ekki eftir því. Packers voru töluvert sterkari aðilinn framan af leik og virtust hreinlega ætla að pakka björnunum saman. Staðan var 21-3 í hálfleik og eftir tíðindalítinn þriðja leikhluta, þar sem Bears skoruðu eitt vallarmark, var staðan 21-6 fyrir síðasta leikhlutann. Þá hafði eflaust margur íslenski Bears-stuðningsmaðurinn gefið upp von og farið á koddann. Bears byrjuðu á vallarmarki snemma áður en D'Andre Swift skoraði snertimark og staðan 21-16. Vonin lifði. Hún dofnaði töluvert þegar Jordan Love fann Matthew Golden í endamarkinu til að koma Packers 27-16 yfir og um sex og hálf mínúta eftir. Engin uppgjöf var þó í heimamönnum sem svöruðu með tveggja mínútna sókn upp völlinn sem endaði á sendingu Calebs Williams á Olamide Zaccheus í endamarkinu. Tvö auka stig fylgdu og staðan 27-24. Því gat Bears dugað vallarmark fyrir framlengingu en Caleb Williams var ekki á því. Löng sending hans á DJ Moore fyrir snertimarki þegar tæpar tvær mínútur voru eftir dugðu Bears fyrir ótrúlegum 31-27 endurkomusigri og liðið komið áfram í undanúrslit NFC-deildarinnar. Þrír leikir í kvöld Úrslitakeppnin er rétt að byrja og nóg um að vera í kvöld. Fjörið hefst klukkan 18:00 þegar Josh Allen og félagar í Buffalo Bills heimsækja funheitt lið Jacksonville Jaguars. Í kjölfarið er stórleikur kvöldsins, milli ríkjandi meistara Philadelphia Eagles og San Francisco 49ers, klukkan 21:30. Þá er leikur næturinnar milli nýs liðs New England Patriots í umsjón Drake Maye og Los Angeles Chargers klukkan 1:00. Allir þrír verða í beinni á Sýn Sport.
NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira