Innlent

Vonar að stöðug­leiki skapist loks í ráðu­neytinu og niður­rif í Grinda­vík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12. vísir

Formaður Kennarasambands Íslands hvetur nýjan menntamálaráðherra til að leita ekki skyndilausna í skólamálum, eftir að ummæli sem hún lét falla fóru öfugt ofan í kennara. Hann vonar að stöðugleiki skapist nú í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarið ár.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Á fjórða tug fasteigna varð fyrir altjóni í jarðhræringunum í Grindavík og niðurrif hefst á næstu vikum. Forseti bæjarstjórnar segir tilfinningarnar blendnar.

Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum. Yfir þúsund mótmæli hafa verið boðuð um helgina.

Rætt verður um karlalandsliðið í handbolta sem hefur keppni á EM eftir tæpa viku í sportpakkanum, sem og ensku bikarkeppnina í fótbolta. Fjöldi leikja er á dagskrá um helgina.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×