Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2026 12:37 Ráðherra leggur til að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við Landsrétt og Eiríkur Elís Þorláksson hefur verið settur dómari við réttinn. Stjórnarráðið Tveir nýir dómarar taka við embætti við Landsrétt. Annars vegar hefur dómsmálaráðherra lagt til við forseta Íslands að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við réttinn frá og með næsta mánudegi, og hins vegar hefur Eirík Elís Þorláksson verið settur dómari við Landsrétt út febrúar 2029. Eiríkur hefur áður verið settur dómari við Landsrétt en Ingibjörg hefur meðal annars reynslu úr Hæstarétti og héraðsdómi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ingibjörg er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í mannauðsstjórnun frá Strathclyde-háskóla í Skotlandi. Hún hefur meðal annars starfað hjá sýslumanni, fjármálaráðuneytinu og sem fulltrúi ráðuneytisins hjá sendinefnd Íslands gagnvart ESB. Þá var hún áður lektor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst auk þess að hafa gegnt dómarastörfum við Héraðsdóm Reykjavíkur og verið varadómari við Hæstarétt. „Þá hefur Ingibjörg setið í opinberum stjórnum og nefndum, þar á meðal sem formaður kærunefndar greiðsluaðlögunarmála, í stjórn Fjármálaeftirlitsins og í landskjörstjórn og yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður. Ingibjörg sat í stjórn Dómarafélags Íslands frá 2014 til 2019, þar af sem formaður félagsins frá 2017 til 2019,“ segir meðal annars einnig um reynslu Ingibjargar í tilkynningunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur einnig sett Eirík Elís í embætti dómara við Landsrétt frá og með deginum í gær og gildir skipun hans út febrúar 2029. Eiríkur er einnig með embættispróf í lögfræði frá HÍ ásamt LL.M. gráðu frá King‘s Collage í London og hefur einnig komið víða við á sínum starfsferli. „Að loknu embættisprófi starfaði Eiríkur Elís um hríð hjá óbyggðanefnd en hóf árið 2002 störf á lögmannastofu þar sem hann starfaði til ársins 2011, þar af sem meðeigandi frá 2004. Frá 2012 hefur hann starfað við lagadeild Háskólans í Reykjavík, fyrst sem lektor en sem dósent frá 2017, auk þess sem hann hefur sinnt lögmannsstörfum samhliða á þeim tíma. Frá mars 2019 til apríl 2024 gegndi hann starfi deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík auk þess að sinna kennslu við aðra háskóla. Þá hefur hann tvisvar verið settur dómari við Landsrétt, samtals í um fjögurra mánaða skeið og verið varadómandi í Endurupptökudómi frá 2021,“ segir meðal annars um reynslu Eiríks, sem jafnframt hefur ritað fræðibækur og ritrýndar fræðigreinar og setið í stjórnum ýmissa félaga. Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ingibjörg er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í mannauðsstjórnun frá Strathclyde-háskóla í Skotlandi. Hún hefur meðal annars starfað hjá sýslumanni, fjármálaráðuneytinu og sem fulltrúi ráðuneytisins hjá sendinefnd Íslands gagnvart ESB. Þá var hún áður lektor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst auk þess að hafa gegnt dómarastörfum við Héraðsdóm Reykjavíkur og verið varadómari við Hæstarétt. „Þá hefur Ingibjörg setið í opinberum stjórnum og nefndum, þar á meðal sem formaður kærunefndar greiðsluaðlögunarmála, í stjórn Fjármálaeftirlitsins og í landskjörstjórn og yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður. Ingibjörg sat í stjórn Dómarafélags Íslands frá 2014 til 2019, þar af sem formaður félagsins frá 2017 til 2019,“ segir meðal annars einnig um reynslu Ingibjargar í tilkynningunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur einnig sett Eirík Elís í embætti dómara við Landsrétt frá og með deginum í gær og gildir skipun hans út febrúar 2029. Eiríkur er einnig með embættispróf í lögfræði frá HÍ ásamt LL.M. gráðu frá King‘s Collage í London og hefur einnig komið víða við á sínum starfsferli. „Að loknu embættisprófi starfaði Eiríkur Elís um hríð hjá óbyggðanefnd en hóf árið 2002 störf á lögmannastofu þar sem hann starfaði til ársins 2011, þar af sem meðeigandi frá 2004. Frá 2012 hefur hann starfað við lagadeild Háskólans í Reykjavík, fyrst sem lektor en sem dósent frá 2017, auk þess sem hann hefur sinnt lögmannsstörfum samhliða á þeim tíma. Frá mars 2019 til apríl 2024 gegndi hann starfi deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík auk þess að sinna kennslu við aðra háskóla. Þá hefur hann tvisvar verið settur dómari við Landsrétt, samtals í um fjögurra mánaða skeið og verið varadómandi í Endurupptökudómi frá 2021,“ segir meðal annars um reynslu Eiríks, sem jafnframt hefur ritað fræðibækur og ritrýndar fræðigreinar og setið í stjórnum ýmissa félaga.
Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira