Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Árni Sæberg skrifar 5. janúar 2026 15:52 Viktor Pétur Finnsson sækist eftir 2. til 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Viktor Pétur Finnsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2.-3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. „Mig langar að leggja mitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð og þess vegna býð ég fram mína krafta. Hagsmunir ungs fólks og fjölskyldufólk verða einn af stærstu þáttum kosninganna, það er húsnæðismál, skólamál og ábyrgur rekstur. Allt eru þetta mál sem ungmenni hafa mikinn áhuga á og verða að vera í brennidepli þegar við göngum til kosninga í vor. Í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði er fjöldi af öflugu ungu fólki og ég hef fundið fyrir ákalli eftir að rödd þeirra heyrist og að ungt fólk hafi raunveruleg áhrif. Ég býð því fram krafta mína til að vera fulltrúi framtíðarkynslóða við borðið svo tryggt sé að horft sé til lengri tíma með hagsmuni Hafnarfjarðar og ungs fólks að leiðarljósi,” segir hann í framboðstilkynningu. Hafnarfjörður verði raunverulegur valmöguleiki Honum finnist mikilvægt að Hafnarfjörður verði raunverulegur valkostur við Reykjavík og önnur sveitarfélög. Þar eigi ungt fólk að geta komið undir sig fótunum, fyrirtæki eigi að geta blómstrað og fólk eigi að fá að lifa sínu lífi á sinn hátt. „Við megum ekki láta vandamálin sem blasa við annars staðar, eins og leikskólavandann eða ofþéttingu byggðar og umferðar, raungerast í bænum okkar.“ Tók sæti á þingi á dögunum Viktor Pétur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og tók sæti á þingi í desember síðastliðnum fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fyrsta þingmann kjördæmisins. Viktor var formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna frá 2023-2025, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og situr í Háskólaráði HÍ. Hann kveðst leggja áherslu á að lágmarka álögur á bæjarbúa með hagkvæmni í rekstri. Markmið Hafnarfjarðar eigi að vera að bjóða betri grunnþjónustu en önnur sveitarfélög og hann leggi áherslu á að sveitarfélagið sé þjónustuaðili íbúanna og vinni í þágu þeirra. Samgöngu- og húsnæðismál á oddinn Hann vilji að samgöngu- og húsnæðismál séu sett á oddinn svo tryggt sé að hagsmunum Hafnarfjarðar verði haldið á lofti. Hann vilji styðja við uppbyggingu sem mæti þörfum íbúa bæjarfélagsins og leggur áherlu á séreignastefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ungu fólki er gefinn raunhæfur kostur á að eignast eigið húsnæði. „Tryggja þarf jafnvægi milli vaxtar og lífsgæða og standa þarf vörð um sjálfstæði sveitarfélagsins gagnvart óþarfa útþenslu, kostnaði og regluverki ríkisins. Sem Sjálfstæðismaður trúir Viktor á frelsi einstaklingsins, ábyrg fjármál og öflugt samstarf við atvinnulíf og samfélagið allt. Viktor Pétur Finnsson sækist eftir stuðningi kjósenda til að leggja sitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð framtíðarinnar þar sem haldið er fast í þau grunngildi sem gera Hafnarfjörð að þeim blómlega bæ sem hann hefur ætíð verið,“ segir í framboðstilkynningunni. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Tengdar fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 4. janúar 2026 20:39 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Mig langar að leggja mitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð og þess vegna býð ég fram mína krafta. Hagsmunir ungs fólks og fjölskyldufólk verða einn af stærstu þáttum kosninganna, það er húsnæðismál, skólamál og ábyrgur rekstur. Allt eru þetta mál sem ungmenni hafa mikinn áhuga á og verða að vera í brennidepli þegar við göngum til kosninga í vor. Í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði er fjöldi af öflugu ungu fólki og ég hef fundið fyrir ákalli eftir að rödd þeirra heyrist og að ungt fólk hafi raunveruleg áhrif. Ég býð því fram krafta mína til að vera fulltrúi framtíðarkynslóða við borðið svo tryggt sé að horft sé til lengri tíma með hagsmuni Hafnarfjarðar og ungs fólks að leiðarljósi,” segir hann í framboðstilkynningu. Hafnarfjörður verði raunverulegur valmöguleiki Honum finnist mikilvægt að Hafnarfjörður verði raunverulegur valkostur við Reykjavík og önnur sveitarfélög. Þar eigi ungt fólk að geta komið undir sig fótunum, fyrirtæki eigi að geta blómstrað og fólk eigi að fá að lifa sínu lífi á sinn hátt. „Við megum ekki láta vandamálin sem blasa við annars staðar, eins og leikskólavandann eða ofþéttingu byggðar og umferðar, raungerast í bænum okkar.“ Tók sæti á þingi á dögunum Viktor Pétur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og tók sæti á þingi í desember síðastliðnum fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fyrsta þingmann kjördæmisins. Viktor var formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna frá 2023-2025, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og situr í Háskólaráði HÍ. Hann kveðst leggja áherslu á að lágmarka álögur á bæjarbúa með hagkvæmni í rekstri. Markmið Hafnarfjarðar eigi að vera að bjóða betri grunnþjónustu en önnur sveitarfélög og hann leggi áherslu á að sveitarfélagið sé þjónustuaðili íbúanna og vinni í þágu þeirra. Samgöngu- og húsnæðismál á oddinn Hann vilji að samgöngu- og húsnæðismál séu sett á oddinn svo tryggt sé að hagsmunum Hafnarfjarðar verði haldið á lofti. Hann vilji styðja við uppbyggingu sem mæti þörfum íbúa bæjarfélagsins og leggur áherlu á séreignastefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ungu fólki er gefinn raunhæfur kostur á að eignast eigið húsnæði. „Tryggja þarf jafnvægi milli vaxtar og lífsgæða og standa þarf vörð um sjálfstæði sveitarfélagsins gagnvart óþarfa útþenslu, kostnaði og regluverki ríkisins. Sem Sjálfstæðismaður trúir Viktor á frelsi einstaklingsins, ábyrg fjármál og öflugt samstarf við atvinnulíf og samfélagið allt. Viktor Pétur Finnsson sækist eftir stuðningi kjósenda til að leggja sitt af mörkum fyrir Hafnarfjörð framtíðarinnar þar sem haldið er fast í þau grunngildi sem gera Hafnarfjörð að þeim blómlega bæ sem hann hefur ætíð verið,“ segir í framboðstilkynningunni.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Tengdar fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 4. janúar 2026 20:39 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 4. janúar 2026 20:39