Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 07:31 Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum. Við sjáum ný veldi rísa í austri og áhrif þess á ríki sem lengi hafa haft forystu á alþjóðavettvangi. Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna endurspeglar vel þennan breytta veruleika. Aðgerðir Bandaríkjamanna í Venesúela um liðna helgi og ásókn þeirra í yfirráð yfir Grænlandi eru fyllilega í samræmi við þá stefnu og afstöðu þeirra til vesturhvels jarðar. Íslensk utanríkisstefna hvílir á virðingu fyrir alþjóðalögum, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við blasir að sótt er að þessum grunngildum víða um heim. Því er brýnt að ræða stöðu Íslands sem smáríkis í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í alþjóðamálum og í okkar nánasta umhverfi. Við getum ekki lokað augunum í þeirri trú að staða okkar sé sú sama og áður um leið og allt umhverfi okkar tekur sögulegum breytingum með nýjum áskorunum og ógnum. Grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála – aðildin að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin – standa óhaggaðar og skipta sköpum fyrir okkur. Hagsmunum smáríkis er best borgið í samstarfi og eðlilegt er að við treystum jafnframt böndin við nágranna- og vinaþjóðir okkar. Og breikkum stoðir okkar á sviði varnar- og öryggismála. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt, m.a. með auknu samstarfi við Finna og Þjóðverja. Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta. Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum. Við sjáum ný veldi rísa í austri og áhrif þess á ríki sem lengi hafa haft forystu á alþjóðavettvangi. Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna endurspeglar vel þennan breytta veruleika. Aðgerðir Bandaríkjamanna í Venesúela um liðna helgi og ásókn þeirra í yfirráð yfir Grænlandi eru fyllilega í samræmi við þá stefnu og afstöðu þeirra til vesturhvels jarðar. Íslensk utanríkisstefna hvílir á virðingu fyrir alþjóðalögum, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við blasir að sótt er að þessum grunngildum víða um heim. Því er brýnt að ræða stöðu Íslands sem smáríkis í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í alþjóðamálum og í okkar nánasta umhverfi. Við getum ekki lokað augunum í þeirri trú að staða okkar sé sú sama og áður um leið og allt umhverfi okkar tekur sögulegum breytingum með nýjum áskorunum og ógnum. Grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála – aðildin að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin – standa óhaggaðar og skipta sköpum fyrir okkur. Hagsmunum smáríkis er best borgið í samstarfi og eðlilegt er að við treystum jafnframt böndin við nágranna- og vinaþjóðir okkar. Og breikkum stoðir okkar á sviði varnar- og öryggismála. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt, m.a. með auknu samstarfi við Finna og Þjóðverja. Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta. Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun