Íslenski boltinn

Ingi­mar Stöle semur við Val

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ingimar Stöle er fjölhæfur leikmaður.
Ingimar Stöle er fjölhæfur leikmaður.

Ingimar Torbjörnsson Stöle er genginn til liðs við Val í Bestu deild karla í fótbolta en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá KA.

Ingimar er uppalinn Fjölnismaður en fluttist til Noregs eftir þriðja flokk og spilaði með Stavanger í þrjú ár. Þaðan lá leiðin til KA, þar sem hann varð bikarmeistari árið 2024, en Ingimar hefur líka spilað fyrir FH sem lánsmaður.

Ingimar er fæddur árið 2004 og á tvo leiki að baki fyrir u19 ára landslið Íslands og einn leik fyrir u21 árs landsliðið.

„Það eru afar jákvæð tíðindi að Ingimar gangi til liðs við Val. Hann hefur sýnt og sannað að hann er einn fjölhæfasti leikmaður landsins. Í nútíma knattspyrnu er það gríðarlegur styrkur að hafa leikmann sem getur skipt áreynslulaust á milli beggja bakvarðarstaða og kantstöðunnar.

Hann hefur getu til að hafa afgerandi áhrif í sóknarleiknum á sama tíma og hann heldur góðum varnaraga, sem veitir okkur mikinn sveigjanleika. Ingimar býr yfir reynslu úr Evrópukeppni og skilur kröfur knattspyrnu á hæsta stigi. Við teljum komu hans styrkja hópinn verulega til framtíðar“ segir Gareth Owen, tæknilegur yfirmaður Vals. 

Tilkynningu félagsins má sjá hér fyrir neðan. Ekki kemur fram hversu langan samning Ingimar skrifaði undir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×