Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 11:49 Gian van Veen er langt frá þeim stað sem hann var áður. Adam Davy/PA Images via Getty Images Gian van Veen hefur þurft að yfirstíga mikla erfiðleika á leið sinni að úrslitaleiknum á HM í pílukasti. Hollendingurinn hefur átt frábært ár, hann varð Evrópumeistari og heimsmeistari ungmenna og komst svo í úrslitaleik HM í gærkvöldi eftir sigur gegn fyrrum tvöfalda heimsmeistaranum Gary Anderson. Þar mun hann mæta yngsta heimsmeistara sögunnar, Luke Littler, og van Veen gæti orðið sá næstyngsti. Hinn 22 ára gamli van Veen hefur áður sagt frá því að hann sé litblindur og eigi erfitt með að greina reitina á spjaldinu. Eftir undanúrslitaleikinn í gær sagði hann svo frá því á hjartnæman hátt að fyrir aðeins fjórum árum síðan hefði hann glímt við „Dartitis“ sem er andlegur sjúkdómur en hefur áhrif á líkamann og gerir mönnum ókleift að kasta pílum. „Dartitis“ hefur verið líkt við þekkt hugtak úr golfheiminum: „The Yips.“ Bæði pílukastarar og kylfingar í fremstu röð á heimsvísu hafa neyðst til að hætta þegar þeir lenda í þessu en van Veen yfirsteig erfiðleikana. „Fyrir bara þremur eða fjórum árum var ég í miklum vandræðum og ég man eftir því að hafa setið grátandi við kvöldmatarborðið, en þetta hefur allt verið þess virði“ sagði van Veen. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Foreldrar mínir hafa fylgt mér á öll mót síðan ég var svona tólf ára og núna erum við komin hingað, þetta er ótrúlegt.“ „Ég glímdi við Dartitis í mörg ár og ástandið var mjög slæmt fyrir fjórum árum þegar ég var að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. En meira að segja á góðu tímunum hélt að úrslitaleikur HM myndi aldrei gerast fyrir mig. Þetta er draumur að rætast.“ Pílukast Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira
Hollendingurinn hefur átt frábært ár, hann varð Evrópumeistari og heimsmeistari ungmenna og komst svo í úrslitaleik HM í gærkvöldi eftir sigur gegn fyrrum tvöfalda heimsmeistaranum Gary Anderson. Þar mun hann mæta yngsta heimsmeistara sögunnar, Luke Littler, og van Veen gæti orðið sá næstyngsti. Hinn 22 ára gamli van Veen hefur áður sagt frá því að hann sé litblindur og eigi erfitt með að greina reitina á spjaldinu. Eftir undanúrslitaleikinn í gær sagði hann svo frá því á hjartnæman hátt að fyrir aðeins fjórum árum síðan hefði hann glímt við „Dartitis“ sem er andlegur sjúkdómur en hefur áhrif á líkamann og gerir mönnum ókleift að kasta pílum. „Dartitis“ hefur verið líkt við þekkt hugtak úr golfheiminum: „The Yips.“ Bæði pílukastarar og kylfingar í fremstu röð á heimsvísu hafa neyðst til að hætta þegar þeir lenda í þessu en van Veen yfirsteig erfiðleikana. „Fyrir bara þremur eða fjórum árum var ég í miklum vandræðum og ég man eftir því að hafa setið grátandi við kvöldmatarborðið, en þetta hefur allt verið þess virði“ sagði van Veen. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Foreldrar mínir hafa fylgt mér á öll mót síðan ég var svona tólf ára og núna erum við komin hingað, þetta er ótrúlegt.“ „Ég glímdi við Dartitis í mörg ár og ástandið var mjög slæmt fyrir fjórum árum þegar ég var að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. En meira að segja á góðu tímunum hélt að úrslitaleikur HM myndi aldrei gerast fyrir mig. Þetta er draumur að rætast.“
Pílukast Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira