Sport

Searle vann fyrsta settið á móti Littler

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Littler er ekki að byrja vel í undanúrslitaleiknum.
Luke Littler er ekki að byrja vel í undanúrslitaleiknum. Getty/James Fearn

Í kvöld er barist um sæti í úrslitaleiknum um heimsmeistaratitilinn í pílukasti í Ally Pally í London.

Fyrri undanúrslitaleikurinn er farinn af stað og þar er óvænt staða í upphafi leiks.

Ryan Searle, eða Þungarokkið eins og hann er kallaður, vann nefnilega fyrsta settið í undanúrslitaleiknum gegn Luke Littler. 

Það verður að teljast mjög óvænt byrjun enda Littler efstur á heimslistanum, ríkjandi heimsmeistari og talinn vera sá sigurstranglegasti.

Báðir hafa spilað frábærlega á mótinu og höfðu hvor um sig unnið 19 af 21 setti í leikjunum sínum til þessa.

Það er nóg eftir því það þarf að vinna sex sett til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á morgun.

Leikurinn er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×