Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem voru skoruð á ný­árs­dag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dean Henderson náði ekki að teygja sig í boltann þegar Tom Cairney mundaði skotfótinn.
Dean Henderson náði ekki að teygja sig í boltann þegar Tom Cairney mundaði skotfótinn. Jordan Pettitt/PA Images via Getty Images

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en þremur þeirra leik með markalausum jafnteflum. Crystal Palace og Fulham gerðu líka jafntefli en komu boltanum allavega í netið.

Jean-Philippe Mateta tók forystuna fyrir heimamenn Crystal Palace skömmu fyrir hálfleik þegar hann skallaði boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Nathaniel Clyne.

Tom Cairney kom svo inn af varamannabekknum og jafnaði metin fyrir Fulham seint í seinni hálfleik með góðu skoti rétt fyrir utan vítateig.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Crystal Palace - Fulham 1-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×