Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 30. desember 2025 11:30 Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun