Lífið

Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Leðurkjólar, jólasveinar og jólagleði.
Leðurkjólar, jólasveinar og jólagleði.

Jólin, jólin alls staðar. Allar halda heilög jól, sérstaklega áhrifavaldar. En það er misjafnt hvort fólk stillir sér upp við hefðbundið jólatré, birtir bíkinimyndir frá sólarlöndum eða skellir sér á skíði.

Stjörnulífið á Vísi er á sínum stað síðasta mánudag ársins. Hér fyrir neðan er farið yfir það helsta sem gerðist hjá stjörnunum í vikunni.

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Vínrauð jól

LXS-skvísan Sunneva Einars birti jólakveðju á aðfangadag þar sem hún stillti sér upp fyrir framan jólatréð í vínrauðum síðkjól.


Ekkert á við bestu vinkonurnar

Degi fyrr hélt hún jólahitting með sínum nánustu vinkonum, Jóhönnu Helgu, Birtu Líf og Evu Einars. Þær birtu galsakennt myndband af sér að dilla sér undir yfirskriftinni: „Ekkert kemst í hálfkvisti við bestu vinkonur síðan alltaf.“


„Latasti dagur ársins“

Elísabet Gunnars, athafnakona og áhrifavaldur, sendi fylgjendum sínum kveðju um „gleðileg jól, ást og frið“ og birti fallegar fjölskyldumyndir af börnum sínum að opna gjafir og þeim hjónum í öðrum verkefnum. Fjölskyldan sem býr í Svíþjóð fagnaði jólunum á Eyri í Hvalfirði á Íslandi.

Á jóladag birti Elísabet aðra færslu af hversdagslegri athöfnum og skrifaði við hana: „latasti dagur ársins 🎄 jóladagur 2025, ég svaf í fyrsta sinn í 10 ár til 10:20“


Skvísuleg og silfruð

Áhrifavaldurinn og World Class-erfinginn Birgitta Líf Björnsdóttir birti skvísulega myndaröð af sér í Yeoman-kjól á aðfangadag. Sonurinn Birnir Boða fékk að fljóta með á nokkrum.


Sendi kveðju fyrir hönd Bellu Hadid

Brynhildur Gunnlaugs sendi jólakveðjur til fylgjenda sinna frá sér sjálfri og fyrirsætunni Bellu Hadid.


Leðurkjóll annan í jólum

Áhrifavaldurinn Brynja Bjarnadóttir Anderiman birti flotta speglamynd af sér í leðurkjól á annan í jólum.


Umtalaðasta gjöf ársins

Mágkonurnar Hera Gísladóttir og Alexandra Ósk Jónsdóttir léku á fjölskyldumeðlimi sína þegar þau voru að opna gjafir á aðfangadagskvöld.

Þær pökkuðu inn ósköp venjulegum steini sem Alexandra gaf svo Heru. Hún opnaði pakkann og var himinlifandi, sagðist einmitt hafa viljað fá svoleiðis stein. Alexandra greindi síðan fjölskyldunni frá því að hann hafi verið keyptur í Epal, og kostaði almennt 30 þúsund krónur, en hún hefði fengið hann á tilboði og því einungis borgað 25 þúsund.

Fjölskyldan var furðu lostin. Þar á meðal var unnusti Heru, athafnamaðurinn þjóðþekkti Ásgeir Kolbeinsson, sem sagðist fyrr um daginn hafa verið niðri í fjöru og séð þar alls kyns steina ekki ólíka þessum.

Hera birti myndband af verknaðinum á Instagram sem vakti mikla lukku en birti líka jólalega mynd af þeim hjónum.


Gervigreindarjólasveinn og börnin

Ásdís Rán birti tvær myndir á gramminu yfir hátíðirnar, eina af jólakortinu í ár þar sem mátti sjá gervigreindarmynd af henni með jólasveini og aðra af börnum hennar og tengdabörnum.

„Jólin með þessum, þvílík gleði 🥰❤️✨“ skrifaði hún við þá seinni.


Canon-speglasjálfa

Helena O'Connor ,sem afsalaði sér titlinum Ungfrú Íslands 2025 fyrr í desember, sendi fylgjendum sínum jólakveðju með flottri speglasjálfu.


„Tene með fam korter í jól🌴🤍🎄“

Brynja Dan Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar í Garðabæ og eigandi Extraloppunnar, skellti sér til Tenerife með fjölskyldunni „korter í jól“ og birti myndir þaðan um helgina.


Fagnaði fyrirliðanum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Inter Milan, var meðal gesta í brúðkaupi Glódísar Perlu Viggósdóttur, fyrirliða íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, og Kristófers Eggertssonar í Kópavogskirkju um helgina. 

„Tvær af uppáhalds manneskjunum mínum giftu sig í gær,“ skrifaði Karólína við færsluna en hún mætti með nýja kærasta sinn, Ísak Arnar. 

Brúðkaupið var hið glæsilegasta og gestalistinn enn glæsilegri þar sem margar af bestu knattspyrnukonum landsins létu sig ekki vanta.


Gesú sendir kveðju

Gummi Emil sendi fylgjendum sínum „jólakveðju frá Gesú“ og myndband af sér að hnykla vöðvana.


„Er ennþá desember?“

Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, birti pæjulega mynd af sér í gær og spurði: „Er ennþá desember?“


Jólavínsmökkun heima

LXS-skvísan Magnea Björg Jónsdóttir hélt vínsmökkun heima hjá sér með vinum. 


🎧⛷️🎄✨

Pílateskennarinn Friðþóra Sigurjónsdóttir skellti sér á skíði til Austurríkis yfir jólin og birti þaðan flotta myndaröð af sér að drekka heitan og kaldan drykk og girnilegu lasagna.


Pökkunarfærnin takmörkuð

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, vélaverkfræðingur og áhrifavaldur, elskar að fresta því að pakka inn gjöfunum enda ekki hennar mesti styrkleiki. Hún birti skondið myndband af sér að pakka inn.

„Jæja nú mega jólin ykkar koma. 😂🎁🎄 Jólagjafainnpökkunin svona næstum búin í ár og þetta er alltaf jafn hörmulega leiðinlegt. 😂 Það er ekki hægt að vera góður í öllu. 🌝🥴

Svo er literally til fólk sem elskar að pakka inn, tengi svo ekki!“ skrifaði hún við færsluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.