Erlent

Fimm fórust í þyrlu­slysi á Kilimanjaro

Atli Ísleifsson skrifar
Kilimanjaro er 5.895 metra hátt fjall, það hæsta í Afríku.
Kilimanjaro er 5.895 metra hátt fjall, það hæsta í Afríku. EPA

Fimm eru látnir eftir að þyrla hrapaði í hlíðum Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku, í Tansaníu í gærkvöldi.

Fjölmiðlar ytra segja að þyrluflugmaður, læknir, leiðsögumaður og tveir erlendir ferðamenn hafi verið um borð í þyrlunni sem fórst og látist. 

Slysið varð nærri leið sem er vinsæl meðal göngumanna – milli Barafu-búða og Kibo-tinds – í rúmlega fjögur þúsund metra hæð yfir sjávarmáli.

Þyrlan var í björgunarleiðangri þegar hún hrapaði til jarðar að kvöldi aðfangadags, en göngumennirnir höfðu þá nýverið verið sóttir með þyrlunni.

Kilimanjaro er að finna í norðurhluta Tansaníu, ekki langt frá landamærunum að Kenía. Áætlað er að um 50 þúsund ferðamenn klífi fjallið á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×