100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar 23. desember 2025 13:02 Ný Orkuspá Íslands 2025 - 2050, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofnun, og Raforkueftirlitinu var kynnt í Hörpu þann 1. desember síðastliðin. Þó að athyglin hafi mikið til beinst að þróun raforkuframleiðslu og notkunar þá gefur orkuspáin líka yfirsýn yfir þróun olíu- og jarðhitanotkunar. Það eru mjög áhugaverðar upplýsingar um olíunotkun að finna í Orkuspánni. Þar má sjá nokkuð skýrt að toppnum í sögulegri olíunotkun Íslands var náð árið 2018 og nú stefnir allt að olíunotkun á Íslandi muni minnka hægt en örugglega næstu ár og áratugi. Næstu tvo ár eftir 2018 voru auðvitað mjög sérstök þar sem heimsfaraldur gekk yfir og olíunotkun hrundi. Það er því ekki fyrr en nú þegar efnahagslífið hefur náð sér að fullu sem hægt er með nokkurri vissu að álykta að olíunotkunartoppurinn hafi sannarlega raungerst árið 2018. Innanlandsnotkun Þegar skoðuð er olíunotkun innanlands þ.e. án millilandaflugs og millilandasiglinga þá má finna áhugaverða stöðu. Innanlandsnotkun toppaði árið 2007 þegar notkunin náði 663 þúsund tonnum en er nú í kringum 500 þúsund tonn. Olíunotkun hefur því minnkað um rúmlega 160 þúsund tonn, þrátt fyrir aukna landsframleiðslu og fólksfjölgun. Við flytjum nú minna af olíu til landsins sem nemur 500 þúsund lítrum á dag. Þessi árangur var lengi vel drifin áfram af minni olíunotkun í sjávarútvegi, iðnaði og húshitun. Olíunotkun í vegasamgöngum er hinsvegar á pari við notkunina árið 2007. Vegasamgöngur Olíunotkun í vegasamgöngum hefur minnkað hægt enda hefur ökutækjum fjölgað um 100 þúsund frá árinu 2005 og ferðaþjónusta, sem er mjög olíudrifin, aukist gríðarlega. En toppurinn í vegasamgöngum virðist nú loksins vera örugglega að baki og toppaði að öllum líkindum árið 2018 í 306 þúsund tonnum. Orkuskipti bílaflotans virðist nú loksins vera að ná í skottið á vextinum og olíunotkun líklega á hægri niðurleið til framtíðar. Vöxtur í fólksfjölda og ferðaþjónustu hefur hingað til svolítið falið árangur orkuskipta í vegasamgöngum. Ef rýnt er í tölurnar má hinsvegar sjá að nýorkubílar sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku, að hluta eða öllu leyti, hafa minnkað olíuþörf um 50 milljón lítra á ári. Það eru 100 lítrar á mínútu. Án þessara orkuskipta þyrftu Íslendingar að flytja inn 100 lítrum meira af erlendri mengandi olíu hverja einustu mínútu. Það eru bjartari tímar fram undan og ef við höldum áfram á þessari vegferð mun olíunotkun í vegasamgöngum helmingast frá toppnum árið 2018 á næstu 10-15 árum. Áfram gakk og ekkert hik. Höfundur er sviðsstjóri Sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ný Orkuspá Íslands 2025 - 2050, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofnun, og Raforkueftirlitinu var kynnt í Hörpu þann 1. desember síðastliðin. Þó að athyglin hafi mikið til beinst að þróun raforkuframleiðslu og notkunar þá gefur orkuspáin líka yfirsýn yfir þróun olíu- og jarðhitanotkunar. Það eru mjög áhugaverðar upplýsingar um olíunotkun að finna í Orkuspánni. Þar má sjá nokkuð skýrt að toppnum í sögulegri olíunotkun Íslands var náð árið 2018 og nú stefnir allt að olíunotkun á Íslandi muni minnka hægt en örugglega næstu ár og áratugi. Næstu tvo ár eftir 2018 voru auðvitað mjög sérstök þar sem heimsfaraldur gekk yfir og olíunotkun hrundi. Það er því ekki fyrr en nú þegar efnahagslífið hefur náð sér að fullu sem hægt er með nokkurri vissu að álykta að olíunotkunartoppurinn hafi sannarlega raungerst árið 2018. Innanlandsnotkun Þegar skoðuð er olíunotkun innanlands þ.e. án millilandaflugs og millilandasiglinga þá má finna áhugaverða stöðu. Innanlandsnotkun toppaði árið 2007 þegar notkunin náði 663 þúsund tonnum en er nú í kringum 500 þúsund tonn. Olíunotkun hefur því minnkað um rúmlega 160 þúsund tonn, þrátt fyrir aukna landsframleiðslu og fólksfjölgun. Við flytjum nú minna af olíu til landsins sem nemur 500 þúsund lítrum á dag. Þessi árangur var lengi vel drifin áfram af minni olíunotkun í sjávarútvegi, iðnaði og húshitun. Olíunotkun í vegasamgöngum er hinsvegar á pari við notkunina árið 2007. Vegasamgöngur Olíunotkun í vegasamgöngum hefur minnkað hægt enda hefur ökutækjum fjölgað um 100 þúsund frá árinu 2005 og ferðaþjónusta, sem er mjög olíudrifin, aukist gríðarlega. En toppurinn í vegasamgöngum virðist nú loksins vera örugglega að baki og toppaði að öllum líkindum árið 2018 í 306 þúsund tonnum. Orkuskipti bílaflotans virðist nú loksins vera að ná í skottið á vextinum og olíunotkun líklega á hægri niðurleið til framtíðar. Vöxtur í fólksfjölda og ferðaþjónustu hefur hingað til svolítið falið árangur orkuskipta í vegasamgöngum. Ef rýnt er í tölurnar má hinsvegar sjá að nýorkubílar sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku, að hluta eða öllu leyti, hafa minnkað olíuþörf um 50 milljón lítra á ári. Það eru 100 lítrar á mínútu. Án þessara orkuskipta þyrftu Íslendingar að flytja inn 100 lítrum meira af erlendri mengandi olíu hverja einustu mínútu. Það eru bjartari tímar fram undan og ef við höldum áfram á þessari vegferð mun olíunotkun í vegasamgöngum helmingast frá toppnum árið 2018 á næstu 10-15 árum. Áfram gakk og ekkert hik. Höfundur er sviðsstjóri Sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun