Framvirk gjaldeyrisstaða fjárfesta tók stökk þegar gengi krónunnar veiktist
Fjárfestar og fyrirtæki fóru að bæta verulega í framvirka gjaldeyrisstöðu sína núna seint á haustmánuðum samtímis því að gengi krónunnar fór loksins að gefa nokkuð eftir. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi á nýjan leik aukið umsvif sín á gjaldeyrismarkaði á síðustu mánuðum er útlit fyrir að heildarkaup ársins verði aðeins í líkingu við það sem þekktist á tímum faraldursins.
Tengdar fréttir
Erum nánast háð því að lífeyrissjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári
Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi.
Stöðutaka með krónunni minnkaði um nærri fimmtung í sumar
Hrein framvirk gjaldeyrisstaða fyrirtækja og fjárfesta var með minnsta móti yfir sumarmánuðina, þegar hún skrapp talsvert saman, og hefur átt sinn þátt í að styðja við sterkt gengi krónunnar að undanförnu.
Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa helmingast á milli ára
Lífeyrissjóðirnir keyptu sáralítið af erlendum gjaldeyri yfir sumarmánuðina og umsvif þeirra á gjaldeyrismarkaði það sem af er þessu ári eru innan við helmingur miðað við sama tíma í fyrra.
Raungengi krónunnar lítillega yfirverðlagt að mati AGS og Seðlabankans
Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni.
Nálgast „heilbrigðara“ gildi þegar búið er að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum
Gengi krónunnar hefur veikst um liðlega fjögur prósent á skömmum tíma, sem má einkum rekja til þess að erlendir skuldafjárfestar eru að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum sínum, og er gildi hennar núna að nálgast „heilbrigðari“ slóðir fyrir útflutningsgreinar, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði.