Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 23:21 Gerwyn Price fagnaði sigri í kvöld. Vísir/Getty Fyrrverandi heimsmeistarinn Gerwyn Price, Ísmaðurinn, tryggði sér í kvöld sæti í 2.umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Segja mætti að úrslitin í viðureignum kvöldsins hafi farið eins hafði verið búist við nema í síðustu viðureign kvöldsins. Í fyrstu viðureigninni mættust Þjóðverjinn Ricardo Pietreczko og Portúgalinn José de Sousa. Pietreczko, sem jafnan vill láta tengja sig við Pokémon veruna Pikachu bar 3-1 sigur úr býtum í þeirri viðureign. Hann komst 2-0 yfir í settum áður en De Sousa minnkaði muninn í stöðuna 2-1. Pietreczko tók hins vegar fjórða settið og tryggði sér þar með sigur í næstu umferð. Þá hafði Danny Noppert, sjötti efsti maður heimslistans, betur gegn samlanda sínum frá Hollandi Jurjen van der Velde. Noppert vann fyrsta settið en Van Der Velde það annað en með því að taka sett þrjú og fjögur tryggi Noppert sér 3-1 sigur og farmiða í næstu umferð. Fyrrverandi heimsmeistarinn frá árinu 2021, Gerwyn Price tók síðan öll settin gegn hinum tékkneska Adam Gawlas og vann 3-0 sigur. Í síðustu viðureign kvöldsins mættust Þjóðverjinn Niko Springer og Ástralinn Joe Comito. Springer talinn mun líklegri til afreka en það var hins vegar Joe Comito sem byrjaði betur og tók fyrsta settið. Springer sló frá sér í öðru setti en Ástralinn brotnaði ekki við það og svaraði með því að taka þriðja settið. Með sigri í fjórða settinu vissi Comito að sæti í næstu umferð yrði hans. Það sett var æsispennandi og fór alla leið í oddalegg. Þar fékk Springer tvö tækifæri til þess að kasta fyrir settinu og knýja fram framlengingu en brásts bogalistin í bæði skiptin. Svo fór að Comito tókst að klára fjórða settið og tryggja sig á ævintýralegan hátt áfram í 2.umferð. Afar óvænt niðurstaða og auðsjáanlega var Springer brjálaður með niðurstöðuna og var fljótur að koma sér af sviðinu, honum til tekna barði hann ekki í borð og endaði blóðugur líkt og Skotinn Cameron Menzies í gær. Keppni á HM heldur áfram á morgun þar sem annar fyrrverandi heimsmeistari, Raymond van Barneveld, mætir til leiks. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni og hefst útsendingin klukkan sjö. Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Í fyrstu viðureigninni mættust Þjóðverjinn Ricardo Pietreczko og Portúgalinn José de Sousa. Pietreczko, sem jafnan vill láta tengja sig við Pokémon veruna Pikachu bar 3-1 sigur úr býtum í þeirri viðureign. Hann komst 2-0 yfir í settum áður en De Sousa minnkaði muninn í stöðuna 2-1. Pietreczko tók hins vegar fjórða settið og tryggði sér þar með sigur í næstu umferð. Þá hafði Danny Noppert, sjötti efsti maður heimslistans, betur gegn samlanda sínum frá Hollandi Jurjen van der Velde. Noppert vann fyrsta settið en Van Der Velde það annað en með því að taka sett þrjú og fjögur tryggi Noppert sér 3-1 sigur og farmiða í næstu umferð. Fyrrverandi heimsmeistarinn frá árinu 2021, Gerwyn Price tók síðan öll settin gegn hinum tékkneska Adam Gawlas og vann 3-0 sigur. Í síðustu viðureign kvöldsins mættust Þjóðverjinn Niko Springer og Ástralinn Joe Comito. Springer talinn mun líklegri til afreka en það var hins vegar Joe Comito sem byrjaði betur og tók fyrsta settið. Springer sló frá sér í öðru setti en Ástralinn brotnaði ekki við það og svaraði með því að taka þriðja settið. Með sigri í fjórða settinu vissi Comito að sæti í næstu umferð yrði hans. Það sett var æsispennandi og fór alla leið í oddalegg. Þar fékk Springer tvö tækifæri til þess að kasta fyrir settinu og knýja fram framlengingu en brásts bogalistin í bæði skiptin. Svo fór að Comito tókst að klára fjórða settið og tryggja sig á ævintýralegan hátt áfram í 2.umferð. Afar óvænt niðurstaða og auðsjáanlega var Springer brjálaður með niðurstöðuna og var fljótur að koma sér af sviðinu, honum til tekna barði hann ekki í borð og endaði blóðugur líkt og Skotinn Cameron Menzies í gær. Keppni á HM heldur áfram á morgun þar sem annar fyrrverandi heimsmeistari, Raymond van Barneveld, mætir til leiks. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni og hefst útsendingin klukkan sjö.
Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira