Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar 16. desember 2025 18:01 Innviðaráðherra fór mikinn í Sprengisandi um liðna helgi og stærði sig af því hverrsu mikið og gott samráð hann hafi átt við austfirðinga um gangnamál. Þegar skoðaðar eru bókanir stjórnar SSA ásamt bókunum sveitarstjórnum Múlaþings og Fjarðarbyggðar er ekki að sjá að hann hafi tekið mikið mark á því samráði. Hugsanlega valdi hann líka að tala aðeins við þá sem gætu skotið stoðum undir ákvörðun hanns um að slá Fjarðarheiðargöng af. Umhverfis og Framkvæmdarráð Múlaþings, sem fer með skipulagsmál sveitarfélagsins, kannast allavega ekki við neitt erindi frá umræddum ráðherra varðandi gangnamál eða breytingar á skipulagi tengt þeim. Ekki verður séð hvernig hann fær út að Fjarðagönng séu vænlegust fyrir austurland og Múlaþing. Þau afnema enga fjallvegi, tengja ekki saman byggðakjarna sveitarfélagsins og auðvelda íbúum Seyðisfjarðar að sækja sér þá þjónustu sem þeir þurfa sem hluti af sveitarfélaginu Múlaþingi. Þessi breyting sem hann leggur til er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Fjarðabyggðar, ekki í samræmi við nýsamþykkt svæðisskipulag austurlands og ekki í samræmi við gildandi aðaskipulag Múlaþings og ekkert í hendi með það hvort áhugi eða vilji sé hjá sveitarfélögunum til að breyta umræddum skipulögum. Höfnin á Seyðisfirði er ein af 4 gáttum inn í landið ásamt Keflavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að þaðan séu góðar tengingar inn á krossgötur austurlands á Egilsstöðum með flugvöll og góðar vegtengingar bæði norður í land og suður. Það er hagur ferðaþjónustunnar á svæðinu að tengingin til Evrópu sé opin allt árið ásamt því að vera liður í því að dreifa ferðamönnum jafnar um landið. Að ráðherra sé kominn af stað með Fljótagöng áður en búið er að leggja framm hvað þá samþykkja nýja samgönguáætlu vekur upp spurningar um lögmæti og stjórnsýslu þeirrar ákvörðunnar. Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis hljóta að spyrja sig sömu spurningar. Það vekur líka athygli að enginn stjórnarþingmaður norðausturkjördæmis hefur þorað að koma austur og ræða málið augliti til auglitis nema Ingvar Þóroddsson ásamt Þorgerði Katrínu. Ég tek ofan fyrir þeim og eiga þau hrós skilið. Aðrir stjórnarþingmenn kjördæmissins svara ekki einu sinni síma þegar sveitarstjórnarfulltrúar reyna að ná sambandi við þá. Það er athygglisvert þegar ríkið leggur til framkvæmdir sem nánast engin eftirspurn er eftir nema ætlunin sé að komast hjá því að gera nokkuð. Þetta útspil ráðherra tryggir nefninlega nokkuð örugglega að ekki verður farið í neinar gangnaframkvæmdir á austurlandi á næstu 20 árum í það minnsta. Höfundur er varaformaður Umhverfis og Framkvæmdaráðs Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra fór mikinn í Sprengisandi um liðna helgi og stærði sig af því hverrsu mikið og gott samráð hann hafi átt við austfirðinga um gangnamál. Þegar skoðaðar eru bókanir stjórnar SSA ásamt bókunum sveitarstjórnum Múlaþings og Fjarðarbyggðar er ekki að sjá að hann hafi tekið mikið mark á því samráði. Hugsanlega valdi hann líka að tala aðeins við þá sem gætu skotið stoðum undir ákvörðun hanns um að slá Fjarðarheiðargöng af. Umhverfis og Framkvæmdarráð Múlaþings, sem fer með skipulagsmál sveitarfélagsins, kannast allavega ekki við neitt erindi frá umræddum ráðherra varðandi gangnamál eða breytingar á skipulagi tengt þeim. Ekki verður séð hvernig hann fær út að Fjarðagönng séu vænlegust fyrir austurland og Múlaþing. Þau afnema enga fjallvegi, tengja ekki saman byggðakjarna sveitarfélagsins og auðvelda íbúum Seyðisfjarðar að sækja sér þá þjónustu sem þeir þurfa sem hluti af sveitarfélaginu Múlaþingi. Þessi breyting sem hann leggur til er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Fjarðabyggðar, ekki í samræmi við nýsamþykkt svæðisskipulag austurlands og ekki í samræmi við gildandi aðaskipulag Múlaþings og ekkert í hendi með það hvort áhugi eða vilji sé hjá sveitarfélögunum til að breyta umræddum skipulögum. Höfnin á Seyðisfirði er ein af 4 gáttum inn í landið ásamt Keflavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að þaðan séu góðar tengingar inn á krossgötur austurlands á Egilsstöðum með flugvöll og góðar vegtengingar bæði norður í land og suður. Það er hagur ferðaþjónustunnar á svæðinu að tengingin til Evrópu sé opin allt árið ásamt því að vera liður í því að dreifa ferðamönnum jafnar um landið. Að ráðherra sé kominn af stað með Fljótagöng áður en búið er að leggja framm hvað þá samþykkja nýja samgönguáætlu vekur upp spurningar um lögmæti og stjórnsýslu þeirrar ákvörðunnar. Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis hljóta að spyrja sig sömu spurningar. Það vekur líka athygli að enginn stjórnarþingmaður norðausturkjördæmis hefur þorað að koma austur og ræða málið augliti til auglitis nema Ingvar Þóroddsson ásamt Þorgerði Katrínu. Ég tek ofan fyrir þeim og eiga þau hrós skilið. Aðrir stjórnarþingmenn kjördæmissins svara ekki einu sinni síma þegar sveitarstjórnarfulltrúar reyna að ná sambandi við þá. Það er athygglisvert þegar ríkið leggur til framkvæmdir sem nánast engin eftirspurn er eftir nema ætlunin sé að komast hjá því að gera nokkuð. Þetta útspil ráðherra tryggir nefninlega nokkuð örugglega að ekki verður farið í neinar gangnaframkvæmdir á austurlandi á næstu 20 árum í það minnsta. Höfundur er varaformaður Umhverfis og Framkvæmdaráðs Múlaþings.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun