Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 17:34 Reiði Cameron Menzies bitnaði bara á honum sjálfum, eins og sjá má. Getty/Warren Little Skotinn Cameron Menzies hefur beðist afsökunar eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á HM í pílukasti í dag, vægast sagt tapsár eftir að hafa fallið úr leik gegn Englendingnum Charlie Manby. Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“ Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“
Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira