Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2025 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson heldur senn til Færeyja til að stýra NSÍ Runavík. Vísir/Sigurjón Sigurður Ragnar Eyjólfsson kveðst spenntur fyrir nýju ævintýri í Færeyjum. Hann heldur utan í janúar til að stýra NSÍ Runavík á komandi keppnistímabili. Sigurður Ragnar hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað í bæði Kína og Noregi líkt og hér heima. Nú tekur við nýtt ævintýri í Færeyjum. „Mér líst rosa vel á þetta. Þetta er skemmtilegur bær og gestrisið fólk. Maður finnur að allir eru á bakvið liðið og það er spennandi að það sé í Evrópukeppni. Ég hlakka mikið til starfsins. Það eru virkilega góðir leikmenn í liðinu. Við erum að vinna í því að styrkja liðið og setja saman teymi með mér. Ég fer svo út 5. janúar og þá byrjar alvaran,“ segir Siggi Raggi, eins og hann er gjarnan kallaður, í Sportpakkanum á Sýn. NSÍ á að veita KÍ Klaksvík samkeppni við topp deildarinnar en KÍ hefur stungið önnur lið í Færeyjum af vegna góðs árangurs í Evrópu. Sigurður situr ekki auðum höndum áður en haldið verður út og vinnur í leikmannamálum og þjálfarateymi. „Ég er á fullu að skoða leikmenn og í samskiptum við umboðsmenn að reyna að finna góða leikmenn í samvinnu við íþróttastjórann. Svo vantar mig aðstoðarþjálfara og við erum einnig að skoða markmannsþjálfaramálin og viljum hafa leikgreinanda í teyminu,“ „Þetta þarf að allt að gera innan fjárhagsáætlunar. Það er alveg áskorun. Við erum ekki með eins mikla peninga og KÍ en reynum að vera klók. Vinnan fer í þetta og svo er ég að pakka og njóta tímans með börnunum mínum og vinum og gera allt sem mér finnst skemmtilegt við Ísland áður en ég fer út. Svo eru allir búnir að lofa að vera duglegir að koma í heimsókn,“ segir Sigurður. Þurfti andrýmið Sigurður var síðast þjálfari Keflavíkur hér heima en hætti haustið 2023. Hann kitlar í að komast aftur út á æfingavöll. „Ég þurfti tíma, ég fann það, til að hlaða batteríin eftir síðasta starf. Ég tók mér góðan tíma í það og sé ekki eftir því. Það var ofboðslega góður tími sem ég naut í botn. Ég var mikið með börnunum mínum og gat verið mikið í golfi síðasta sumar, tími sem venjulega allur í boltann. Ég náði meira að segja að fara holu í höggi, svo ég fái aðeins að monta mig. Það er ofboðslega gaman núna og ég hlakka mikið til að fara aftur að þjálfa,“ segir Sigurður. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Hlakkar til nýs ævintýris í Færeyjum Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Sigurður Ragnar hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað í bæði Kína og Noregi líkt og hér heima. Nú tekur við nýtt ævintýri í Færeyjum. „Mér líst rosa vel á þetta. Þetta er skemmtilegur bær og gestrisið fólk. Maður finnur að allir eru á bakvið liðið og það er spennandi að það sé í Evrópukeppni. Ég hlakka mikið til starfsins. Það eru virkilega góðir leikmenn í liðinu. Við erum að vinna í því að styrkja liðið og setja saman teymi með mér. Ég fer svo út 5. janúar og þá byrjar alvaran,“ segir Siggi Raggi, eins og hann er gjarnan kallaður, í Sportpakkanum á Sýn. NSÍ á að veita KÍ Klaksvík samkeppni við topp deildarinnar en KÍ hefur stungið önnur lið í Færeyjum af vegna góðs árangurs í Evrópu. Sigurður situr ekki auðum höndum áður en haldið verður út og vinnur í leikmannamálum og þjálfarateymi. „Ég er á fullu að skoða leikmenn og í samskiptum við umboðsmenn að reyna að finna góða leikmenn í samvinnu við íþróttastjórann. Svo vantar mig aðstoðarþjálfara og við erum einnig að skoða markmannsþjálfaramálin og viljum hafa leikgreinanda í teyminu,“ „Þetta þarf að allt að gera innan fjárhagsáætlunar. Það er alveg áskorun. Við erum ekki með eins mikla peninga og KÍ en reynum að vera klók. Vinnan fer í þetta og svo er ég að pakka og njóta tímans með börnunum mínum og vinum og gera allt sem mér finnst skemmtilegt við Ísland áður en ég fer út. Svo eru allir búnir að lofa að vera duglegir að koma í heimsókn,“ segir Sigurður. Þurfti andrýmið Sigurður var síðast þjálfari Keflavíkur hér heima en hætti haustið 2023. Hann kitlar í að komast aftur út á æfingavöll. „Ég þurfti tíma, ég fann það, til að hlaða batteríin eftir síðasta starf. Ég tók mér góðan tíma í það og sé ekki eftir því. Það var ofboðslega góður tími sem ég naut í botn. Ég var mikið með börnunum mínum og gat verið mikið í golfi síðasta sumar, tími sem venjulega allur í boltann. Ég náði meira að segja að fara holu í höggi, svo ég fái aðeins að monta mig. Það er ofboðslega gaman núna og ég hlakka mikið til að fara aftur að þjálfa,“ segir Sigurður. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Hlakkar til nýs ævintýris í Færeyjum
Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira