Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 13:44 Sanna er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins en ætlar að bjóða fram undir öðrum merkjum í vor. Vísir/Ívar Fannar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. Frá þessu greinir Sanna í myndskeiði á Facebook, sem sjá má hér að neðan: Þá segir á vef Vors til vinstri að hún trúi því að lausnirnar fyrir Reykjavík sé að finna í félagshyggju — í því að byggja borg þar sem lífsgæði og réttlæti eru í forgrunni. Hún vilji bjóða sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum. „Nú er kominn tími til að við, fólkið á vinstri vængnum, tökum höndum saman og búum til raunverulegt afl fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Við þurfum samstöðu og opið samtal.“ Ný stjórn skapað óvissu Þá segir að hún hafi undanfarin tvö kjörtímabil lagt sig alla fram við að vinna fyrir borgarbúa sem þurfi á öflugu vinstra afli að halda. Hún sé þakklát fyrir það traust henni hafi verið sýnt. „Það er ekkert leyndarmál að innan sósíalistaflokksins hafa orðið miklar breytingar. Ný stjórn hefur skapað óvissu og togstreitu meðal félaga, bæði innan sem utan flokks. Fjöldi fólks hefur áhyggjur af því hvert flokkurinn stefnir. Ég skil þær áhyggjur mjög vel. En ég er sannfærð um að þessi tímabundna óvissa verði stuttur kafli í sögu flokksins. Kjarninn í minni nálgun er enn sá sami; efnahagslegt og félagslegt réttlæti.“ Hún starfi fyrir grasrótina og fólkið í borginni. Þess vegna ætli hún ekki að segja sig úr flokknum, þrátt fyrir þrýsting frá nýrri stjórn. Hún trúi því að á næsta aðalfundi taki fólk við stjórn sem hafi skýra sýn, heiðarleika og stuðning meirihluta félaga. „Þar til ætla ég að halda áfram að vinna af fullum krafti fyrir þau gildi sem sameina vinstra fólk. Því baráttan framundan er stærri en flokkar. Baráttan krefst samstöðu allra þeirra sem vilja réttlátari, ódýrari og lífvænlegri borg.“ Fólk í öðrum sveitarfélögum velkomið Þau sem viti að félagshyggjan sé svarið við vanda borgarinnar þurfi að sýna ábyrgð, sameinast og skapa grundvöll fyrir öflugt vinstra framboð í þágu fólksins í borginni — óháð flokksmerkjum. Þau þurfi sameiginlegan vettvang þar sem hugmyndir fólks fái að blómstra og vinna út frá því sem sameinar, en ekki því sem sundrar þeim. „Þó að ég bjóði til samtals um borgina, þá veit ég að þetta er stærra verkefni. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er víða sá sami. Fólki í öðrum sveitarfélögum er velkomið að taka þátt og tengjast öðrum. Þannig stöndum við sterk. Gerum þetta saman því við viljum vor til vinstri!“ Vinsælasti borgarfulltrúinn Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu er Sanna vinsælasti borgarfulltrúinn en 24 prósent svarenda sögðu hana hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Á eftir henni kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem eykur vinsældir sínar frá síðustu könnun. Tuttugu og eitt prósent íbúa segir hana hafa staðið sig best á kjörtímabilinu en 17% voru þeirrar skoðunar í ágúst síðastliðnum. Þar á eftir kemur Einar Þorsteinsson fyrir Framsókn, en níu prósent telja hann hafa staðið sig best, og loks Dóra Björg Guðjónsdóttir Pírati sem sögð er standa sig best af átta prósent svarenda. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Vor til vinstri Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Frá þessu greinir Sanna í myndskeiði á Facebook, sem sjá má hér að neðan: Þá segir á vef Vors til vinstri að hún trúi því að lausnirnar fyrir Reykjavík sé að finna í félagshyggju — í því að byggja borg þar sem lífsgæði og réttlæti eru í forgrunni. Hún vilji bjóða sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum. „Nú er kominn tími til að við, fólkið á vinstri vængnum, tökum höndum saman og búum til raunverulegt afl fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Við þurfum samstöðu og opið samtal.“ Ný stjórn skapað óvissu Þá segir að hún hafi undanfarin tvö kjörtímabil lagt sig alla fram við að vinna fyrir borgarbúa sem þurfi á öflugu vinstra afli að halda. Hún sé þakklát fyrir það traust henni hafi verið sýnt. „Það er ekkert leyndarmál að innan sósíalistaflokksins hafa orðið miklar breytingar. Ný stjórn hefur skapað óvissu og togstreitu meðal félaga, bæði innan sem utan flokks. Fjöldi fólks hefur áhyggjur af því hvert flokkurinn stefnir. Ég skil þær áhyggjur mjög vel. En ég er sannfærð um að þessi tímabundna óvissa verði stuttur kafli í sögu flokksins. Kjarninn í minni nálgun er enn sá sami; efnahagslegt og félagslegt réttlæti.“ Hún starfi fyrir grasrótina og fólkið í borginni. Þess vegna ætli hún ekki að segja sig úr flokknum, þrátt fyrir þrýsting frá nýrri stjórn. Hún trúi því að á næsta aðalfundi taki fólk við stjórn sem hafi skýra sýn, heiðarleika og stuðning meirihluta félaga. „Þar til ætla ég að halda áfram að vinna af fullum krafti fyrir þau gildi sem sameina vinstra fólk. Því baráttan framundan er stærri en flokkar. Baráttan krefst samstöðu allra þeirra sem vilja réttlátari, ódýrari og lífvænlegri borg.“ Fólk í öðrum sveitarfélögum velkomið Þau sem viti að félagshyggjan sé svarið við vanda borgarinnar þurfi að sýna ábyrgð, sameinast og skapa grundvöll fyrir öflugt vinstra framboð í þágu fólksins í borginni — óháð flokksmerkjum. Þau þurfi sameiginlegan vettvang þar sem hugmyndir fólks fái að blómstra og vinna út frá því sem sameinar, en ekki því sem sundrar þeim. „Þó að ég bjóði til samtals um borgina, þá veit ég að þetta er stærra verkefni. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er víða sá sami. Fólki í öðrum sveitarfélögum er velkomið að taka þátt og tengjast öðrum. Þannig stöndum við sterk. Gerum þetta saman því við viljum vor til vinstri!“ Vinsælasti borgarfulltrúinn Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu er Sanna vinsælasti borgarfulltrúinn en 24 prósent svarenda sögðu hana hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Á eftir henni kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem eykur vinsældir sínar frá síðustu könnun. Tuttugu og eitt prósent íbúa segir hana hafa staðið sig best á kjörtímabilinu en 17% voru þeirrar skoðunar í ágúst síðastliðnum. Þar á eftir kemur Einar Þorsteinsson fyrir Framsókn, en níu prósent telja hann hafa staðið sig best, og loks Dóra Björg Guðjónsdóttir Pírati sem sögð er standa sig best af átta prósent svarenda.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Vor til vinstri Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira