Fótbolti

Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Albert Guðmundsson fagnar sigurmarkinu gegn Dynamo Kiev í kvöld.
Albert Guðmundsson fagnar sigurmarkinu gegn Dynamo Kiev í kvöld. Getty/Gabriele Maltinti

Albert Guðmundsson var hetja Fiorentina á Ítalíu í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Dynamo Kiev í Sambandsdeild Evrópu.

Albert skoraði markið á 74. mínútu þegar hann var réttur maður á réttum stað í teignum og fylgdi eftir skalla Moise Kean. Markið má sjá hér að neðan.

Klippa: Mark Alberts gegn Dynamo Kiev

Kean hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins á 18. mínútu, með skalla, en Mykola Mykhailenko jafnaði metin á 55. mínútu.

Albert hóf leikinn á bekknum en kom inn á fyrir Edin Dazeko á 67. mínútu og var því ekki lengi að finna sigurmarkið.

Fiorentina er því með níu stig eftir fimm leiki og í fínum málum fyrir lokaumferðina eftir viku, þegar liðið sækir Lausanne heim. Fiorentina er sem stendur í 8. sæti en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit á meðan að liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um átta laus sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×