Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2025 21:00 Drengirnir hittu Ingu til að ræða málið. Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“ Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“
Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27