Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Forlagið 12. desember 2025 10:03 Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi þar sem hún rekur eigin ættarsögu í bókinni Stúlka með fálka Vilhelm Nýjasta bók Þórunnar J Valdimarsdóttur, Stúlka með fálka er sjálfstætt framhald bókanna Stúlku með fingur, Stúlku með maga og Stúlku með höfuð þar sem Þórunn rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur stúlkan á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til dagsins í dag. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi – frásögnin er fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði. Þórunn ræðir hér um bókina. „Ja, undirtitill segir þetta fullorðins ævisögu, sem ég vona að hljómi spennandi í ýmsum eyrum, þótt uppfinning “bernskunnar” á 18. öld á vegum Upplýsingar hafi verið fremur leiðinleg. Eftir smá lýsingu í kafla sem heitir Hver er ég eiginlega vind ég mér í að rekja sögu mína síðan ég hóf ritsmíðar og segi frá því hvernig mér gekk að koma þeim á framfæri, varð ljóðskáld, sagnfræðingur, bókamaður, bókari, rithöfundur. Sagan fjallar um þá tíma er það hlutverk tók líf mitt yfir og nær til dagsins í dag.“ „Þegar pappírum fjölskyldunnar, bréfum og slíku, var seinna dömpað á mig sagnfræðinginn vaknaði forvitni mín á sögu fjölskyldunnar fyrir alvöru." Dvelur við persónulega tilfinningasögu „Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur og rithöfundur lýsti efnistökum Fálkastúlkunnar ágætlega í dómi á Fésu nýlega þannig að mín ýmsu ritverk mynduðu hryggjarstykki bókarinnar. 31 bók og margar fleiri ritsmíðar. Flott hjá henni að nota klassíska ljóðmynd og líkja þessum þætti bókar við skrokk á dýri, ekki satt? Síðan, eins og hún sagði, dvelur bókin og við mína persónulegu tilfinningasögu, einkalíf, fjölskyldulíf eða hvað við viljum kalla það. Til þess vísar og hinn undirtitill sögunnar Skáldævisaga. Annars væri hún leiðinleg, en þau sem skrifað hafa um hana segja einmitt að hún sé skemmtilestur á köflum, þótt sorg og víl og vesen tilverunnar fái sitt speis. „Ég byrjaði að pota ljóðum í tímarit og skrifa greinar í rit sagnfræðinema á meðan ég var enn í námi. Eftir útskrift með Cand.Mag.-próf frá H.Í. 1983, á meðan ég sat í Kennslufræðum við saman skóla, lenti ég í því að vera beðin að skrifa þrjár fyrstu bækurnar. Verðandi kennari var sem sagt dregin yfir í bókasmíðar, vel viljug hef ég alltaf verið sem hryssa. Svo rek ég bókasöguna áfram, eftir að Snorri á Húsafelli var tilnefndur til fyrstu Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1989 varð mér ljóst að ég hafði það mikinn byr að ég væri líklega orðinn atvinnumaður eða fagmaður á ritvellinum, og þar hef ég haldið mig síðan. Með smá útúrdúrum reyndar, því ég hef líka nokkra menntun í myndlist (Mexíkó 1977-1978), var einsöngvari sem barn og lærði ung að spila á píanó í 5 ár. Nú þegar ég er komin “á sjöuna” og hef lokið þessari vinnu í sjálfri mér og minningum mínum með ritun sjálfsævisögu situr í mér viss eftirsjá. Mér líður smá eins og ég hafi verið fugl lokaður ævilangt í orðabúri, bla-bla-bla. Ég keypti fyrir nokkrum misserum handklæði í Bankastræti með þessu dýrlega letri BlahBlahBlah, sem ensk kona gift Íslendingi óf inn í frotté og gaf nánum vinum sem hafa átt svona bla-bla-bla líf eins og ég.“ Er þetta lokahnykkurinn á ættarsögunni? „Já, einmitt. Góð spurning. Sko, Stúlka með fingur (1999) var fantasía um Þórunni ömmu og þroskasaga, sem ég byggði á bók sem amma lét móður mína, Erlu Þórdísi Jónsdóttur skrifa kornunga og gekk á þrykk undir nafninu Bernska í byrjun aldar. Fingurstúlkan var því söguleg skáldsaga. Þegar pappírum fjölskyldunnar, bréfum og slíku, var seinna dömpað á mig sagnfræðinginn vaknaði forvitni mín á sögu fjölskyldunnar fyrir alvöru. Ég var búin að finna þann fiðring sem fylgir því að þreifa á rótum mínum og skrifaði Stúlku með maga (2012), sem er þroskasaga móður minnar og rekur einnig sögu nánustu feðra og mæðra foreldra minna. Loks skildi ég af hverju mamma var einkabarn, það gerði sífilisinn sem afi smitaði hana af. Gaman var að flagga því og reyna að þvo skilning okkar á sjúkdómum er hrjá forn “bannsvæði” líkamans. Þarna liðu 13 ár milli stúlkubóka. Í raun var það skyggni ágætt af minni hálfu að vera byrjuð að skrifa mína eigin þroskasögu í Stúlku með höfuð (2015)þegar Eggert Þór Bernharðsson, eiginmaður minn til 34 ára varð bráðkvaddur í árslok 2014. Þá þurfti ég svo sannarlega að finna þá konu sem ég var áður en við grerum saman í eina skepnu er kallast hjón. Ég þurfti að vinna mig burt frá sorginni, svo hún dræpi mig ekki og ekkert er betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp og vera í lífvænlegri búbblu. Næsta bók Villimaður í París (2018) var á treganótum, ljóðabók er byggði á dvöl okkar Eggerts í Kjarvalsstofu við Signubakka vorið 2013, skrýdd teikningum eftir mig og ljósmyndum Eggerts. Þá tók við bók til varnar Skúla fógeta. Föður Reykjavíkur (2018), sagnfræðileg ævisaga, því mér sveið hve samfélagið hafði gleymt þessum merka manni, það var svo upptekið af þjóðbyggingu í anda Fjölnismanna. Næst var að standa við loforð sem ég hafði gefið eiginmanni mínum um að rannsaka skjalfræðilega söguna af morðinu á Natan Ketilssyni, sem hann hafði safnað efni til að stórum hluta og skrifa um það læsilega bók. Hann er afkomandi böðulsins er hafði orðið mjög fyrir barðinu á kjaftasögum sem komu út um þetta mál. Bærinn brennur kom út árið 2021. Þá varð ég frjáls aftur til að sinna sjálfri mér, gaf út heimspekirit og greindi Íslenska fyndni ljóðabók 2023, og gaf svo út ljóðabók í fyrra. „Nú þegar ég er komin “á sjöuna” og hef lokið þessari vinnu í sjálfri mér og minningum mínum með ritun sjálfsævisögu situr í mér viss eftirsjá." Auðvitað er lífið of stórt fyrir blaðsíður og Stúlka með fálka hefði getað orðið miklu stærri. Þóknist tilverunni að varðveita mig lengi enn gæti ég einhverntíma í óljósri framtíð látið það eftir mér að skrifa um þá fortíð sem ég á ef til vill eftir að njóta.“ Spurð hversvegna hún hafi byrjað á þessum skrifum segir hún flutninga og skipulagða sagnfræðinginn í henni sjálfri þar að baki. „Gvuð man ég það? Jú, það hófst með einhverskonar tiltekt. Ég flutti dótið mitt heim af skrifstofu minni hjá Akademíu Reykjavíkur í Þórunnartúni 2 og það smitaði mig kannski að standa á sjötugu og sjá hve margir í kringum mig voru að taka til í dóti og flytja í minna húsnæði. Þá sá ég hve undurfína pappíra og vel flokkaða sagnfræðingurinn í mér hafði varðveitt. Mundi líka hve mikinn lækningamátt það hafði að skrifa um sjálfa mig, var í nokkru áfalli þar sem tvö systkina minna höfðu verið greind með Alzheimer sjúkdóm eða heilabilun, sem ég áttaði mig á að við erfðum frá Þórunni Elínu Jónsdóttur ömmu okkar. Hún dó á Farsóttarhúsinu úr því sem var kallað heilarýrnum, það var þá eftir allt saman ekki sífilis stiginn til höfuðs sem dró hana tiltölulega unga til dauða. Það er bara léttir og lækning að taka vel til í eigin sögu. Nú man ég flest skýrt úr bókinni, því maður þarf að marglesa og yfirfara, eins og gengur. Finn því enga heilabilun þar. Ég reyndi sem best ég gat að tala bara illa um sjálfa mig, þar sem maður nennir ekki að eignast óvini síðaldra. Beitirðu sömu aðferðum í Fálkastúlkunni og þegar þú skrifar ævisögur annarra? „Ja, ég reyni alltaf að vera skemmtileg í bókum, setja eitthvað stuð á aðra hverja blaðsíðu sem vekur lesandann. Lifandi viðfangsefni ræður auðvitað efnistökum og á síðasta orðið varðandi allt, þótt semja megi, toga viðkomandi og nudda varðandi ýmislegt. Maður reynir að vera trúr þeim sem maður skrifar um, eftir bestu getu. Sagnfræðingurinn í mér á afar erfitt með að ljúga, ég hef líkt því við læknaeiðinn, þess vegna á ég erfitt með að lesa sögulegan skáldskap sem er illa rótfestur. Það á eflaust við um fleiri sagnfræðinga. Ábyrgð sannleikans víðs fjarri þegar hún yrkir ljóð „Ég er oft spurð að því hverskonar bækur mér finnist skemmtilegast að skrifa og á því svar á reiðum höndum. Best er að skrifa ljóð, vegna þess að einu slíku getur maður lokið á einum degi. Það er draumur í dós. Auk þess sem ábyrgð og byrði sannleikans er víðs fjarri þegar maður skrifar hreinan skáldskap. Ég les mest erlendar bækur, því að ég er svo leið á Íslandi, segi í gríni að það sé nóg að búa hérna og hafa eytt ævinni á bólakafi í samtíma og síðari öldum íslenskum, ég nenni ekki að lesa um það líka. En auðvitað kaupi ég bækur þeirra höfunda sem hugnast mér og les og það er mikið gaman á upplestrum eins og nú standa yfir að fá að heyra dýrðarbrot úr bókum félaganna. Ertu farinn að huga að næstu bók? „Já, ég er með fjórar bækur misjafnlega óskrifaðar á borðinu, því að mér líður best, búandi ein með kisu, þegar ég næ að vinna. Það er engin leið að hanga, lesa og glápa allan daginn. Best er að þegja yfir því hvað kemur frá mér næst. Það er eitthvað farið að kvisast … læðist sem dalalæða. Maður veit aldrei ævi sína fyrir og stundum er best að þegja. Alveg fær maður nóg af þessu blessaða blablabla á köflum.“ Menning Bókaútgáfa Jól Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
Nýjasta bók Þórunnar J Valdimarsdóttur, Stúlka með fálka er sjálfstætt framhald bókanna Stúlku með fingur, Stúlku með maga og Stúlku með höfuð þar sem Þórunn rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur stúlkan á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til dagsins í dag. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi – frásögnin er fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði. Þórunn ræðir hér um bókina. „Ja, undirtitill segir þetta fullorðins ævisögu, sem ég vona að hljómi spennandi í ýmsum eyrum, þótt uppfinning “bernskunnar” á 18. öld á vegum Upplýsingar hafi verið fremur leiðinleg. Eftir smá lýsingu í kafla sem heitir Hver er ég eiginlega vind ég mér í að rekja sögu mína síðan ég hóf ritsmíðar og segi frá því hvernig mér gekk að koma þeim á framfæri, varð ljóðskáld, sagnfræðingur, bókamaður, bókari, rithöfundur. Sagan fjallar um þá tíma er það hlutverk tók líf mitt yfir og nær til dagsins í dag.“ „Þegar pappírum fjölskyldunnar, bréfum og slíku, var seinna dömpað á mig sagnfræðinginn vaknaði forvitni mín á sögu fjölskyldunnar fyrir alvöru." Dvelur við persónulega tilfinningasögu „Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur og rithöfundur lýsti efnistökum Fálkastúlkunnar ágætlega í dómi á Fésu nýlega þannig að mín ýmsu ritverk mynduðu hryggjarstykki bókarinnar. 31 bók og margar fleiri ritsmíðar. Flott hjá henni að nota klassíska ljóðmynd og líkja þessum þætti bókar við skrokk á dýri, ekki satt? Síðan, eins og hún sagði, dvelur bókin og við mína persónulegu tilfinningasögu, einkalíf, fjölskyldulíf eða hvað við viljum kalla það. Til þess vísar og hinn undirtitill sögunnar Skáldævisaga. Annars væri hún leiðinleg, en þau sem skrifað hafa um hana segja einmitt að hún sé skemmtilestur á köflum, þótt sorg og víl og vesen tilverunnar fái sitt speis. „Ég byrjaði að pota ljóðum í tímarit og skrifa greinar í rit sagnfræðinema á meðan ég var enn í námi. Eftir útskrift með Cand.Mag.-próf frá H.Í. 1983, á meðan ég sat í Kennslufræðum við saman skóla, lenti ég í því að vera beðin að skrifa þrjár fyrstu bækurnar. Verðandi kennari var sem sagt dregin yfir í bókasmíðar, vel viljug hef ég alltaf verið sem hryssa. Svo rek ég bókasöguna áfram, eftir að Snorri á Húsafelli var tilnefndur til fyrstu Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1989 varð mér ljóst að ég hafði það mikinn byr að ég væri líklega orðinn atvinnumaður eða fagmaður á ritvellinum, og þar hef ég haldið mig síðan. Með smá útúrdúrum reyndar, því ég hef líka nokkra menntun í myndlist (Mexíkó 1977-1978), var einsöngvari sem barn og lærði ung að spila á píanó í 5 ár. Nú þegar ég er komin “á sjöuna” og hef lokið þessari vinnu í sjálfri mér og minningum mínum með ritun sjálfsævisögu situr í mér viss eftirsjá. Mér líður smá eins og ég hafi verið fugl lokaður ævilangt í orðabúri, bla-bla-bla. Ég keypti fyrir nokkrum misserum handklæði í Bankastræti með þessu dýrlega letri BlahBlahBlah, sem ensk kona gift Íslendingi óf inn í frotté og gaf nánum vinum sem hafa átt svona bla-bla-bla líf eins og ég.“ Er þetta lokahnykkurinn á ættarsögunni? „Já, einmitt. Góð spurning. Sko, Stúlka með fingur (1999) var fantasía um Þórunni ömmu og þroskasaga, sem ég byggði á bók sem amma lét móður mína, Erlu Þórdísi Jónsdóttur skrifa kornunga og gekk á þrykk undir nafninu Bernska í byrjun aldar. Fingurstúlkan var því söguleg skáldsaga. Þegar pappírum fjölskyldunnar, bréfum og slíku, var seinna dömpað á mig sagnfræðinginn vaknaði forvitni mín á sögu fjölskyldunnar fyrir alvöru. Ég var búin að finna þann fiðring sem fylgir því að þreifa á rótum mínum og skrifaði Stúlku með maga (2012), sem er þroskasaga móður minnar og rekur einnig sögu nánustu feðra og mæðra foreldra minna. Loks skildi ég af hverju mamma var einkabarn, það gerði sífilisinn sem afi smitaði hana af. Gaman var að flagga því og reyna að þvo skilning okkar á sjúkdómum er hrjá forn “bannsvæði” líkamans. Þarna liðu 13 ár milli stúlkubóka. Í raun var það skyggni ágætt af minni hálfu að vera byrjuð að skrifa mína eigin þroskasögu í Stúlku með höfuð (2015)þegar Eggert Þór Bernharðsson, eiginmaður minn til 34 ára varð bráðkvaddur í árslok 2014. Þá þurfti ég svo sannarlega að finna þá konu sem ég var áður en við grerum saman í eina skepnu er kallast hjón. Ég þurfti að vinna mig burt frá sorginni, svo hún dræpi mig ekki og ekkert er betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp og vera í lífvænlegri búbblu. Næsta bók Villimaður í París (2018) var á treganótum, ljóðabók er byggði á dvöl okkar Eggerts í Kjarvalsstofu við Signubakka vorið 2013, skrýdd teikningum eftir mig og ljósmyndum Eggerts. Þá tók við bók til varnar Skúla fógeta. Föður Reykjavíkur (2018), sagnfræðileg ævisaga, því mér sveið hve samfélagið hafði gleymt þessum merka manni, það var svo upptekið af þjóðbyggingu í anda Fjölnismanna. Næst var að standa við loforð sem ég hafði gefið eiginmanni mínum um að rannsaka skjalfræðilega söguna af morðinu á Natan Ketilssyni, sem hann hafði safnað efni til að stórum hluta og skrifa um það læsilega bók. Hann er afkomandi böðulsins er hafði orðið mjög fyrir barðinu á kjaftasögum sem komu út um þetta mál. Bærinn brennur kom út árið 2021. Þá varð ég frjáls aftur til að sinna sjálfri mér, gaf út heimspekirit og greindi Íslenska fyndni ljóðabók 2023, og gaf svo út ljóðabók í fyrra. „Nú þegar ég er komin “á sjöuna” og hef lokið þessari vinnu í sjálfri mér og minningum mínum með ritun sjálfsævisögu situr í mér viss eftirsjá." Auðvitað er lífið of stórt fyrir blaðsíður og Stúlka með fálka hefði getað orðið miklu stærri. Þóknist tilverunni að varðveita mig lengi enn gæti ég einhverntíma í óljósri framtíð látið það eftir mér að skrifa um þá fortíð sem ég á ef til vill eftir að njóta.“ Spurð hversvegna hún hafi byrjað á þessum skrifum segir hún flutninga og skipulagða sagnfræðinginn í henni sjálfri þar að baki. „Gvuð man ég það? Jú, það hófst með einhverskonar tiltekt. Ég flutti dótið mitt heim af skrifstofu minni hjá Akademíu Reykjavíkur í Þórunnartúni 2 og það smitaði mig kannski að standa á sjötugu og sjá hve margir í kringum mig voru að taka til í dóti og flytja í minna húsnæði. Þá sá ég hve undurfína pappíra og vel flokkaða sagnfræðingurinn í mér hafði varðveitt. Mundi líka hve mikinn lækningamátt það hafði að skrifa um sjálfa mig, var í nokkru áfalli þar sem tvö systkina minna höfðu verið greind með Alzheimer sjúkdóm eða heilabilun, sem ég áttaði mig á að við erfðum frá Þórunni Elínu Jónsdóttur ömmu okkar. Hún dó á Farsóttarhúsinu úr því sem var kallað heilarýrnum, það var þá eftir allt saman ekki sífilis stiginn til höfuðs sem dró hana tiltölulega unga til dauða. Það er bara léttir og lækning að taka vel til í eigin sögu. Nú man ég flest skýrt úr bókinni, því maður þarf að marglesa og yfirfara, eins og gengur. Finn því enga heilabilun þar. Ég reyndi sem best ég gat að tala bara illa um sjálfa mig, þar sem maður nennir ekki að eignast óvini síðaldra. Beitirðu sömu aðferðum í Fálkastúlkunni og þegar þú skrifar ævisögur annarra? „Ja, ég reyni alltaf að vera skemmtileg í bókum, setja eitthvað stuð á aðra hverja blaðsíðu sem vekur lesandann. Lifandi viðfangsefni ræður auðvitað efnistökum og á síðasta orðið varðandi allt, þótt semja megi, toga viðkomandi og nudda varðandi ýmislegt. Maður reynir að vera trúr þeim sem maður skrifar um, eftir bestu getu. Sagnfræðingurinn í mér á afar erfitt með að ljúga, ég hef líkt því við læknaeiðinn, þess vegna á ég erfitt með að lesa sögulegan skáldskap sem er illa rótfestur. Það á eflaust við um fleiri sagnfræðinga. Ábyrgð sannleikans víðs fjarri þegar hún yrkir ljóð „Ég er oft spurð að því hverskonar bækur mér finnist skemmtilegast að skrifa og á því svar á reiðum höndum. Best er að skrifa ljóð, vegna þess að einu slíku getur maður lokið á einum degi. Það er draumur í dós. Auk þess sem ábyrgð og byrði sannleikans er víðs fjarri þegar maður skrifar hreinan skáldskap. Ég les mest erlendar bækur, því að ég er svo leið á Íslandi, segi í gríni að það sé nóg að búa hérna og hafa eytt ævinni á bólakafi í samtíma og síðari öldum íslenskum, ég nenni ekki að lesa um það líka. En auðvitað kaupi ég bækur þeirra höfunda sem hugnast mér og les og það er mikið gaman á upplestrum eins og nú standa yfir að fá að heyra dýrðarbrot úr bókum félaganna. Ertu farinn að huga að næstu bók? „Já, ég er með fjórar bækur misjafnlega óskrifaðar á borðinu, því að mér líður best, búandi ein með kisu, þegar ég næ að vinna. Það er engin leið að hanga, lesa og glápa allan daginn. Best er að þegja yfir því hvað kemur frá mér næst. Það er eitthvað farið að kvisast … læðist sem dalalæða. Maður veit aldrei ævi sína fyrir og stundum er best að þegja. Alveg fær maður nóg af þessu blessaða blablabla á köflum.“
Menning Bókaútgáfa Jól Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira