Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 21:30 Meðal tilnefndra verka eru Minnisblöð veiðimanns og Atburðurinn. Samsett Sjö bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna, þar á meðal saga um mennngu litríka persóna í litlu þorpi í Póllandi og skáldsaga byggð á ævi Jóns Magnússonar ferjumanns. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Alls eru sjö bækur tilnefndar. Verðlaunin verða veitt í febrúar á næsta ári. Í dómnefndinni sitja Arngrímur Vídalín, Jóhanna Jakobsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Árni Óskarsson fyrir Hús dags, hús nætur eftir Olgu Tokarczuk. Ugla gefur út. „Hús dags, hús nætur veitir einstaka og brotakennda innsýn í líf og menningu ýmissa litríkra persóna í litlu þorpi í Efri-Slesíu, landsvæði í Póllandi með sögulega flöktandi landamæri að Þýskalandi og Tékklandi. Frásögnin er í senn ljúf, sár og launfyndin. Árna Óskarssyni tekst með afbrigðum vel að snara henni yfir á lifandi og þróttmikla íslensku.“ Áslaug Agnarsdóttir fyrir Minnisblöð veiðimanns eftir Ívan Túrgenev, Ugla gefur út. „Sögumaðurinn í Minnisblöðum veiðimanns fer um sveitir Rússlands á 19. öld. Hann hittir fyrir fjölskrúðugt og ógleymanlegt fólk; landeigendur, bændur, ráðsmenn, konur og krakka. Þessir samfundir eru efniviður sagnanna á minnisblöðum. Sögurnar eru þýddar á fagurt og blæbrigðaríkt íslenskt mál þar sem náttúran lifnar við og persónur taka á sig skýra og eftirminnilega mynd fyrir hugskotssjónum lesenda.“ Bjarni Jónsson fyrir Ósmann eftir Joachim B. Schmidt, Mál og menning gefur út. „Ósmann er skáldsaga sem byggist á ævi Jóns Magnússonar ferjumanns við vestri ós Héraðsvatna um aldamótin 1900 þegar stórfljót landsins voru óbrúuð. Hlutverk ferjumannsins var að koma fólki, skepnum og varningi yfir hinn breiða og seigfljótandi Vesturós. Hér birtist veröld sem var, í hrífandi frásögn af ferjumanninum og samferðafólki hans. Bjarni Jónsson þýðir söguna einstaklega fallega. Textinn er í senn gamall og nýr og opnar horfinn heim fyrir lesendum.“ Jón St. Kristjánsson fyrir Skraparotsnóttin eftir Lars Mytting, Mál og menning gefur út. „Skraparotsnóttin er síðasta bindið í þríleik Lars Mytting um Hekne-ættina í Noregi. Hér lokast hringurinn sem hófst með Systraklukkunum og Heknevefnum. Lesendur fylgjast með lífi Heknefólksins, kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld. Jón þýðir allar bækurnar af miklu öryggi og sýnir enn og aftur að hann hefur ofurvald á íslensku máli. Textinn er víða kynngimagnaður og skilar vel þeirri dulúð sem umvefur sögu ættarinnar og erfiða lífsbaráttu í harðbýlu landi.“ Gerður Kristný fyrir Áður en hrafnarnir sækja okkur eftir Knut Ødegård, Mál og menning gefur út. „Í ljóðabókinni Áður en hrafnarnir sækja okkur lítur skáldið, gamall maður, yfir farinn veg. Hann ferðast aftur til bernsku sinnar og dregur upp fallegar myndir af fólki, stöðum og atvikum. Hann fjallar um náttúruna, ástina og hverfulleikann. Hlýja, söknuður og æðruleysi blandast hér kímni. Gerður Kristný þýðir ljóðin af innsæi á tært og fallegt íslenskt mál.“ Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson eru tilnefnd.Aðsend Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson fyrir Tímaskjól eftir Georgei Gospodinov, Dimma gefur út. „Það er fágætt að bækur séu þýddar úr búlgörsku á íslensku og það er sérlega mikill fengur í Tímaskjóli. Hún er óvænt saga um mann sem stofnar sérkennilegt meðferðarheimili fyrir Alzheimersjúklinga, sem vekur slíka lukku að heilbrigt fólk haldið fortíðarþrá tekur að krefjast þess að fá sömuleiðis að njóta hinna sérstöku meðferðarúrræða. Sagan nýtur sín vel í lipurri og vandaðri þýðingu Vesku og Zophoníasar sem þýða verkið milliliðalaust úr búlgörsku.“ Þórhildur Ólafsdóttir fyrir Atburðurinn eftir Annie Ernaux, Ugla gefur út. „Atburðurinn eftir Annie Ernaux er sjálfsævisöguleg frásögn af ólöglegu þungunarrofi í Frakklandi árið 1963. Textinn er hrár, beittur og klínískur á köflum en undir niðri skynjar lesandinn örvæntingu og skömm. Þórhildur þýðir söguna prýðilega á kröftuga og hispurslausa íslensku.“ Bókmenntir Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Alls eru sjö bækur tilnefndar. Verðlaunin verða veitt í febrúar á næsta ári. Í dómnefndinni sitja Arngrímur Vídalín, Jóhanna Jakobsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Árni Óskarsson fyrir Hús dags, hús nætur eftir Olgu Tokarczuk. Ugla gefur út. „Hús dags, hús nætur veitir einstaka og brotakennda innsýn í líf og menningu ýmissa litríkra persóna í litlu þorpi í Efri-Slesíu, landsvæði í Póllandi með sögulega flöktandi landamæri að Þýskalandi og Tékklandi. Frásögnin er í senn ljúf, sár og launfyndin. Árna Óskarssyni tekst með afbrigðum vel að snara henni yfir á lifandi og þróttmikla íslensku.“ Áslaug Agnarsdóttir fyrir Minnisblöð veiðimanns eftir Ívan Túrgenev, Ugla gefur út. „Sögumaðurinn í Minnisblöðum veiðimanns fer um sveitir Rússlands á 19. öld. Hann hittir fyrir fjölskrúðugt og ógleymanlegt fólk; landeigendur, bændur, ráðsmenn, konur og krakka. Þessir samfundir eru efniviður sagnanna á minnisblöðum. Sögurnar eru þýddar á fagurt og blæbrigðaríkt íslenskt mál þar sem náttúran lifnar við og persónur taka á sig skýra og eftirminnilega mynd fyrir hugskotssjónum lesenda.“ Bjarni Jónsson fyrir Ósmann eftir Joachim B. Schmidt, Mál og menning gefur út. „Ósmann er skáldsaga sem byggist á ævi Jóns Magnússonar ferjumanns við vestri ós Héraðsvatna um aldamótin 1900 þegar stórfljót landsins voru óbrúuð. Hlutverk ferjumannsins var að koma fólki, skepnum og varningi yfir hinn breiða og seigfljótandi Vesturós. Hér birtist veröld sem var, í hrífandi frásögn af ferjumanninum og samferðafólki hans. Bjarni Jónsson þýðir söguna einstaklega fallega. Textinn er í senn gamall og nýr og opnar horfinn heim fyrir lesendum.“ Jón St. Kristjánsson fyrir Skraparotsnóttin eftir Lars Mytting, Mál og menning gefur út. „Skraparotsnóttin er síðasta bindið í þríleik Lars Mytting um Hekne-ættina í Noregi. Hér lokast hringurinn sem hófst með Systraklukkunum og Heknevefnum. Lesendur fylgjast með lífi Heknefólksins, kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld. Jón þýðir allar bækurnar af miklu öryggi og sýnir enn og aftur að hann hefur ofurvald á íslensku máli. Textinn er víða kynngimagnaður og skilar vel þeirri dulúð sem umvefur sögu ættarinnar og erfiða lífsbaráttu í harðbýlu landi.“ Gerður Kristný fyrir Áður en hrafnarnir sækja okkur eftir Knut Ødegård, Mál og menning gefur út. „Í ljóðabókinni Áður en hrafnarnir sækja okkur lítur skáldið, gamall maður, yfir farinn veg. Hann ferðast aftur til bernsku sinnar og dregur upp fallegar myndir af fólki, stöðum og atvikum. Hann fjallar um náttúruna, ástina og hverfulleikann. Hlýja, söknuður og æðruleysi blandast hér kímni. Gerður Kristný þýðir ljóðin af innsæi á tært og fallegt íslenskt mál.“ Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson eru tilnefnd.Aðsend Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson fyrir Tímaskjól eftir Georgei Gospodinov, Dimma gefur út. „Það er fágætt að bækur séu þýddar úr búlgörsku á íslensku og það er sérlega mikill fengur í Tímaskjóli. Hún er óvænt saga um mann sem stofnar sérkennilegt meðferðarheimili fyrir Alzheimersjúklinga, sem vekur slíka lukku að heilbrigt fólk haldið fortíðarþrá tekur að krefjast þess að fá sömuleiðis að njóta hinna sérstöku meðferðarúrræða. Sagan nýtur sín vel í lipurri og vandaðri þýðingu Vesku og Zophoníasar sem þýða verkið milliliðalaust úr búlgörsku.“ Þórhildur Ólafsdóttir fyrir Atburðurinn eftir Annie Ernaux, Ugla gefur út. „Atburðurinn eftir Annie Ernaux er sjálfsævisöguleg frásögn af ólöglegu þungunarrofi í Frakklandi árið 1963. Textinn er hrár, beittur og klínískur á köflum en undir niðri skynjar lesandinn örvæntingu og skömm. Þórhildur þýðir söguna prýðilega á kröftuga og hispurslausa íslensku.“
Bókmenntir Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“