Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar 9. desember 2025 09:32 Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins. Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög. Skömminni skilað Rannsókn Umboðsmanns varpar ljósi á undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins höfðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi skólastjóranum þremur vikum eftir að ég var ráðinn í starfið og sama dag og skoðanagrein mín um lokun ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn innihélt skjáskot af ummælum mínum á samfélagsmiðlum. Morguninn eftir tilkynnti skólastjórinn mér að hann hefði fallið frá ráðningunni. Tímasetning þessara undarlegu afskipta mannauðsstjórans bendir til þess að sú gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er ólýsanlegur léttir að fá loks álit Umboðsmanns og geta skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar. Ekki einsdæmi Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á mér sumarið 2024 er alls ekkert einsdæmi. Því miður er það tilfinning margra Hafnfirðinga að pólitísk spilling og óeðlileg afskipti stjórnmálanna af faglegri stjórnsýslu bæjarins hafi aukist undanfarin ár. Af þessu hefur bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk bæjarins áhyggjur þó að fæstir treysti sér til að tjá sig um það opinberlega. Engan skal undra, miðað við þær afleiðingar sem ég mátti sæta fyrir pólitíska tjáningu mína í fyrrasumar. Afturköllun ráðningar minnar í kjölfar pólitískrar gagnrýni er skólabókardæmi um það þegar opinberu valdi er misbeitt í pólitískum tilgangi. Stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar virðist orðin samofin þeim pólitísku öflum sem ráðið hafa ríkjum í sveitarfélaginu undanfarin ár. Það sem einkennir slíkt ástand er ógnarstjórn, samtrygging og fyrirgreiðslustjórnmál frekar en þjónustulund, gagnsæi og fagleg stjórnsýsla. Burt með valdakerfið Á 30 ára afmælismálþingi Reykjavíkurlistans þann 13. júní 2024 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti borgarstjóri listans, að stóra arfleið hans sé að hafa breytt Reykjavíkurborg „úr valdakerfi í þjónustustofnun.“ Til þess hafi þurft að binda enda á langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið orðinn „einráður í borginni.“ Margt bendir til þess að við séum farin að búa við slíkt valdakerfi í Hafnarfirði eftir langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Kæru Hafnfirðingar: Í kosningunum þann 16. maí höfum við tækifæri til að brjóta niður valdakerfið og breyta sveitarfélaginu í þjónustustofnun fyrir alla íbúa. Heilbrigt samfélag þar sem fólk þarf ekki að óttast refsingu fyrir opinbera tjáningu eða gagnrýni á kjörna fulltrúa. Grípum tækifærið! Höfundur er Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins. Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög. Skömminni skilað Rannsókn Umboðsmanns varpar ljósi á undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins höfðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi skólastjóranum þremur vikum eftir að ég var ráðinn í starfið og sama dag og skoðanagrein mín um lokun ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn innihélt skjáskot af ummælum mínum á samfélagsmiðlum. Morguninn eftir tilkynnti skólastjórinn mér að hann hefði fallið frá ráðningunni. Tímasetning þessara undarlegu afskipta mannauðsstjórans bendir til þess að sú gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er ólýsanlegur léttir að fá loks álit Umboðsmanns og geta skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar. Ekki einsdæmi Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á mér sumarið 2024 er alls ekkert einsdæmi. Því miður er það tilfinning margra Hafnfirðinga að pólitísk spilling og óeðlileg afskipti stjórnmálanna af faglegri stjórnsýslu bæjarins hafi aukist undanfarin ár. Af þessu hefur bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk bæjarins áhyggjur þó að fæstir treysti sér til að tjá sig um það opinberlega. Engan skal undra, miðað við þær afleiðingar sem ég mátti sæta fyrir pólitíska tjáningu mína í fyrrasumar. Afturköllun ráðningar minnar í kjölfar pólitískrar gagnrýni er skólabókardæmi um það þegar opinberu valdi er misbeitt í pólitískum tilgangi. Stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar virðist orðin samofin þeim pólitísku öflum sem ráðið hafa ríkjum í sveitarfélaginu undanfarin ár. Það sem einkennir slíkt ástand er ógnarstjórn, samtrygging og fyrirgreiðslustjórnmál frekar en þjónustulund, gagnsæi og fagleg stjórnsýsla. Burt með valdakerfið Á 30 ára afmælismálþingi Reykjavíkurlistans þann 13. júní 2024 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti borgarstjóri listans, að stóra arfleið hans sé að hafa breytt Reykjavíkurborg „úr valdakerfi í þjónustustofnun.“ Til þess hafi þurft að binda enda á langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið orðinn „einráður í borginni.“ Margt bendir til þess að við séum farin að búa við slíkt valdakerfi í Hafnarfirði eftir langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Kæru Hafnfirðingar: Í kosningunum þann 16. maí höfum við tækifæri til að brjóta niður valdakerfið og breyta sveitarfélaginu í þjónustustofnun fyrir alla íbúa. Heilbrigt samfélag þar sem fólk þarf ekki að óttast refsingu fyrir opinbera tjáningu eða gagnrýni á kjörna fulltrúa. Grípum tækifærið! Höfundur er Hafnfirðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun