„Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2025 08:03 Arnar Pétursson náði sínu besta maraþinhlaupi á ferlinum á Spáni um helgina. @arnarpeturs Arnar Pétursson var mjög sáttur eftir Valencia-maraþonið um helgina en þar setti hann nýtt persónulegt met og varð um leið þriðji hraðasti íslenski maraþonhlaupari sögunnar. Arnar kom í mark eftir kílómetrana 42 á 2:19;31 klukkutímum. Frábær endir á árinu 2025 hjá þessum mikla hlaupagarpi. Aðeins tveir aðrir hafa hlaupið maraþonhlaup hraðar en það eru Hlynur Andrésson (2:13:37 klst.) og Kári Steinn Karlsson (2:17:12 klst.). Arnar komst upp fyrir Sigurð Pétur Sigmundsson sem hljóp best á 2:19:46 klst. Arnar henti í smá kveðju og uppgjör á samfélagsmiðlum sínum eftir hlaupið. Gekk eiginlega fullkomlega „Þetta gekk eiginlega fullkomlega. Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur,“ sagði Arnar. „Þetta er ekki sjálfsagt,“ sagði Arnar en hann hafði áhyggjur af hitanum eftir að hafa þurft að hætta vegna hans á Evrópumótinu í götuhlaupum. „Að ná þessu hlaupi í þessum aðstæðum. Það er bara ruglað. Bæting og ég fór undir tvær og tuttugu. Ég veit ég á inni. 20. Veit ég á inni. Fyrri hlutinn gekk í raun fáránlega vel. Mér leið ótrúlega vel og ég réð mjög vel við hraðann. Næringin var að ganga mjög vel,“ sagði Arnar. „ÉG ætlaði að vera bara passasamur eftir hálft hlaup því ég vissi að ég væri á góðum tíma, vissi að ég gæti verið að fara undir tvo og tuttugu. Ég tók þetta aðeins „safe“ kannski næstu tíu til fimmtán kílómetrana. Ég var í grúppu sem var bara á þessum hraða og það var svolítið í næstu menn. Þannig að ég ákvað bara að halda mér bara þar,“ sagði Arnar. „Láta mér líða vel og vera passasamur því hitastigið var að hækka. Þegar sjö kílómetrar voru eftir þá byrjaði ég aftur að auka hraðann því þá komu líka aðrir hlauparar á undan,“ sagði Arnar. Kom í mark á geðveikum tíma „Ég gat hangið í þeim og aukið síðan hraðann vel síðustu kílómetrana. Sem er ógeðslega jákvætt því þá veit ég að ég á inni. Þetta var aðeins byrjað að vera þungt. Hitastigið var alltaf að hætta, hækka en ég komst í mark á geðveikum tíma,“ sagði Arnar. „Ég er ógeðslega spenntur bara fyrir framhaldinu,“ sagði Arnar og þakkaði fyrir allar kveðjurnar sem hann sagði skipta sig mikið að fá. „Ég er ógeðslega þakklátur fyrir að geta verið að gera þetta og bara spenntur fyrir árinu 2026,“ sagði Arnar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Arnar kom í mark eftir kílómetrana 42 á 2:19;31 klukkutímum. Frábær endir á árinu 2025 hjá þessum mikla hlaupagarpi. Aðeins tveir aðrir hafa hlaupið maraþonhlaup hraðar en það eru Hlynur Andrésson (2:13:37 klst.) og Kári Steinn Karlsson (2:17:12 klst.). Arnar komst upp fyrir Sigurð Pétur Sigmundsson sem hljóp best á 2:19:46 klst. Arnar henti í smá kveðju og uppgjör á samfélagsmiðlum sínum eftir hlaupið. Gekk eiginlega fullkomlega „Þetta gekk eiginlega fullkomlega. Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur,“ sagði Arnar. „Þetta er ekki sjálfsagt,“ sagði Arnar en hann hafði áhyggjur af hitanum eftir að hafa þurft að hætta vegna hans á Evrópumótinu í götuhlaupum. „Að ná þessu hlaupi í þessum aðstæðum. Það er bara ruglað. Bæting og ég fór undir tvær og tuttugu. Ég veit ég á inni. 20. Veit ég á inni. Fyrri hlutinn gekk í raun fáránlega vel. Mér leið ótrúlega vel og ég réð mjög vel við hraðann. Næringin var að ganga mjög vel,“ sagði Arnar. „ÉG ætlaði að vera bara passasamur eftir hálft hlaup því ég vissi að ég væri á góðum tíma, vissi að ég gæti verið að fara undir tvo og tuttugu. Ég tók þetta aðeins „safe“ kannski næstu tíu til fimmtán kílómetrana. Ég var í grúppu sem var bara á þessum hraða og það var svolítið í næstu menn. Þannig að ég ákvað bara að halda mér bara þar,“ sagði Arnar. „Láta mér líða vel og vera passasamur því hitastigið var að hækka. Þegar sjö kílómetrar voru eftir þá byrjaði ég aftur að auka hraðann því þá komu líka aðrir hlauparar á undan,“ sagði Arnar. Kom í mark á geðveikum tíma „Ég gat hangið í þeim og aukið síðan hraðann vel síðustu kílómetrana. Sem er ógeðslega jákvætt því þá veit ég að ég á inni. Þetta var aðeins byrjað að vera þungt. Hitastigið var alltaf að hætta, hækka en ég komst í mark á geðveikum tíma,“ sagði Arnar. „Ég er ógeðslega spenntur bara fyrir framhaldinu,“ sagði Arnar og þakkaði fyrir allar kveðjurnar sem hann sagði skipta sig mikið að fá. „Ég er ógeðslega þakklátur fyrir að geta verið að gera þetta og bara spenntur fyrir árinu 2026,“ sagði Arnar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira