Lífið samstarf

Bjóða upp á jóla­kaffi allar helgar fram að jólum

Lavazzabúðin
Í sérverslunin Lavazza í Hagkaup í Smáralind er úrval sem ekki er hægt að nálgast annarsstaðar.
Í sérverslunin Lavazza í Hagkaup í Smáralind er úrval sem ekki er hægt að nálgast annarsstaðar.

Lavazza sérverslunin í Hagkaup í Smáralind er sannkölluð gullkista kaffisælkerans. Þar fæst úrval af kaffi, kaffifylgihlutum, gjafavörum og handgerðu súkkulaði. Kaffibarþjónar munu standa vaktina og bjóða uppá upp á ilmandi jólakaffi allar helgar fram að jólum.

„Búðin okkar er full af nýjum vörum fyrir kaffiáhugafólk. Við eigum ótrúlega mikið úrval af kaffi, kaffifylgihlutum og gjafavörum sem ekki er að finna annarsstaðar,” segir Anna Sigurrós Steinarsdóttir vörumerkjastjóri. 

Kaffibarþjónarnir í Lavazzabúðinni verða í jólaskapi allar helgar fram að jólum

Baunirnar þroskaðar í viskítunnum

„Lavazza er eðal kaffi frá Ítalíu sem á sér yfir 120 ára sögu. Við eigum margar tegundir af kaffiblöndum frá Lavazza og erum sífellt er að fá nýjar tegundir inn. 

Til að mynda er hægt að fá Lavazza Qualita Oro Gran Riserva kaffibaunir sem eru 100% Arabica blanda í anda hinnar klassísku Qualità Oro, en með óvæntri og spennandi nýjung, 5% baunanna hafa verið þroskuð í gömlum viskí-tunnum og gefur ótrúlega skemmtilegt bragð. 

Þá er Óli Hilm keramiker að selja vinsælu bollana sína í búðinni en bollarnir hans eru virkilega falleg jólagjöf."

Kaffibolli eftir Óla Hilm keramiker færi vel undir jólatrénu

Fallegar gjafaöskjur eru sniðug jólagjöf

„Nú um jólin verðum með 4 tegundir af fallegum gjafaöskjum sem innihalda meðal annars, kaffi konfekt og aukahluti sem henta einstaklega vel undir jólatréð, í leynivinaleikinn eða sem tækifærisgjöf."

Fjórar mismunandi tegundir gjafakassa eru fáanlegar fyrir jólin, tilvalin gjöf fyrir kaffisælkerann.
Fallegir kaffifylgihlutir fást í versluninni

Handgert súkkulaði frá Davit1900

Davit1900 er handgert súkkulaði sem líkt og Lavazza hóf sögu sína í Torínó á norðurhluta Ítalíu árið 1900. Fjölskyldufyrirtækið sérhæfir sig í einstöku og handgerðu hágæðasúkkulaði dregur nafn sitt af Gianduja, sem er súkkulaði- og heslihnetumauk og er afskaplega bragðgott og passar mjög vel með góðum kaffibolla.


Uppskrift að jólakaffi

  • 1-2 skot espresso
  • 1-2 skot gingerbread síróp
  • Flóuð mjólk Latte eða cappuccino
  • Þeyttur rjómi

Skraut

  • Biscoff kurl
  • Biscoff sósa

Við mælum með að njóta kaffibollans og skoða úrvalið í versluninni. Þú finnur áreiðanlega fallega jólagjöf handa kaffisælkeranum í fjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.