Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 09:04 Salah fékk ekki að stíga á völlinn í leik gærkvöldsins og lýsti yfir óánægju sinni eftir leik. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“ Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“
Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira