Fótbolti

Messi og Miami MLS-meistarar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Messi lagði sigurmarkið upp fyrir vin sinn og landa De Paul.
Messi lagði sigurmarkið upp fyrir vin sinn og landa De Paul. Rich Storry/Getty Images

Inter Miami er MLS-meistari í fótbolta í fyrsta sinn. Liðið vann 2-1 sigur á Vancouver Whitecaps í úrslitaleik í Miami í kvöld.

Úrslitaleikurinn fór fram á Chase-vellinum í Miami og var Argentínumaðurinn Lionel Messi á sínum stað í byrjunarliði þeirra bleikklæddu.

Miami komst yfir eftir aðeins átta mínútna leik þegar Edier Ocampo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 1-0 stóð í leikhléi.

Stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik þegar Ali Ahmed jafnaði fyrir Vancouver. Ellefu mínútum síðar lagði Messi hins vegar upp sigurmarkið fyrir landa hans Rodrigo De Paul.

Messi lagði upp annað mark fyrir Tadeo Allende til að gulltryggja 3-1 sigur sem veitti Inter Miami MLS-bikarinn í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×