Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir og Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifa 7. desember 2025 07:02 Tækniþróun og stafrænir miðlar hafa á síðustu tveimur áratugum þróast á ógnarhraða. Í raun svo hratt að þau gildi og lög sem eiga að stuðla að heilbrigðu samfélagi hafa ekki náð að fylgja eftir með sama hraða. Á sama tíma glímir samfélagið við þá áskorun að kenna börnum og ungu fólki hvernig best megi fóta sig í þessum nýja veruleika. Ljóst er að útvega þarf börnum og ungmennum fleiri verkfæri til að standa vörð um eigin réttindi og réttindi annarra á stafrænum miðlum. Þessi skekkja verður enn alvarlegri í ljósi þess að stafrænt ofbeldi er sú tegund kynbundins ofbeldis sem eykst hvað hraðast í heiminum, en um helmingur stúlkna og kvenna hefur enga lagalega vernd gegn því. Dreifing mynda án samþykkis, hatursorðræða, kynferðisleg kúgun og niðrandi ummæli eru dæmi stafrænt kynbundið ofbeldi, sem líkt og annað ofbeldi, hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks og tækifæri ungs fólks til að þroskast eðlilega. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi er þess vegna hornsteinn flestra mannréttindasáttmála, m.a. Mannréttindayfirlýsingarinnar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt Mannfjöldasjóði Sameinuðu Þjóðanna (UNFPA) verða mörg ungmenni fyrir stafrænu ofbeldi í fyrsta sinn á aldrinum 14-16 ára, þegar sjálfsmyndin er enn í mótun og þörfin fyrir skýrum mörkum og stuðningi er hvað mest. Það er því ekki nóg að vernda ungmenni gegn stafrænum hættum heldur þarf að kenna þeim að bera kennsl á þær og skilja hvernig bregðast megi við þeim. Börn og ungmenni þurfa að fá verkfærin til að vernda sig sjálf og ekki síður aðra. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að fullorðið fólk séu fyrirmyndir í þessum nýja veruleika. Ungt fólk lærir ekki aðeins af orðum, heldur einnig af því hvernig við hin tölum saman, deilum efni og sýnum virðingu í okkar eigin samskiptum. UN Women hefur bent á að einföld skilaboð um hvernig bregðast skuli við stafrænu ofbeldi hafa skýr áhrif á hversu líklegt fólk er til þess að verja aðra og hafna ofbeldisfullri hegðun á netinu. Það sem raunverulega skiptir máli er menningin sem við sköpum. Skólar sem vettvangur mannréttindafræðslu og lýðræðislegrar þátttöku Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun SÞ (UNSECO) undirstrikar mikilvægi skólasamfélagsins í vörnum gegn stafrænu ofbeldi. Ekki með bönnum og viðvörunum, heldur með menntun og tækifærum: Mannréttindafræðslu, gagnrýnni hugsun og lýðræðislegri þátttöku. Ísland, sem er oft talið vera kyndilberi mannréttinda á alþjóðlegu sviði, er í einstakri stöðu til að skapa rými fyrir börn og ungt fólk þess að rækta þessa hæfni. Við erum stolt af því að vera land jafnréttis og friðar og því fylgja tækifæri, en jafnframt skyldur. Ef Ísland vill standa undir því að vera leiðandi á alþjóðavettvangi verðum við að fjárfesta í forvörnum og faglegri mannréttindafræðslu, bæði hér heima, í skólum, óformlegu námi, og annars staðar í samfélaginu. Í dag er óhugsandi að tala um framtíð menntunar án þess að tala um hnattræna borgaravitund, mannréttindi og lýðræðisleg gildi. En hæfni á þessum sviðum er óaðskiljanleg frá því að vera góður stafrænn borgari. Stór hluti lífs barna og ungmenna fer fram á netinu. Þar eiga sömu réttindi að gilda og í raunheimum: Friðhelgi, öryggi, virðing og þátttaka. Stafræn borgaravitund snýst því ekki aðeins um tæknifærni heldur einnig um réttindavitund, gildi og samfélagslega ábyrgð. Þess vegna getur mannréttindafræðsla verið brú milli réttinda í raunheimum og réttinda á netinu. Með henni lærir ungt fólk að greina á milli þess sem er rétt og rangt, virðingu og misrétti, mörk og samþykki. Mannréttindafræðsla er kjarninn í hnattrænni borgaravitund og stafrænni borgaravitund, sem í raun eru tvær hliðar af sama peningnum. Hvoru tveggja snýst um að ala upplýsta þátttakendur sem skapa réttlátt samfélag, hvar sem það er. 10. desember: Dagur mannréttinda Á alþjóðlegum degi mannréttinda minnumst við þess að mannréttindi eru ekki sjálfsögð, við verðum stöðugt að standa vörð um þau. Þau eru grunnstoðir sem við treystum á á hverjum degi. Ef við viljum stafrænt samfélag byggt á virðingu, frelsi og jafnrétti verðum við markvisst að efla vægi þessara gilda, ekki síst í öllu ungmennastarfi. Byrjum á því að skapa fleiri tækifæri fyrir börn og ungt fólk til þess að leiða veginn í átt að heilbrigðu stafrænu samfélagi, og tryggjum að fullorðið fólk sýni með eigin fordæmi hvaða gildi við viljum að þrífist í þessum rýmum. Þannig getum við öll talað fyrir, en ekki gegn, mannréttindum. Höfundar eru framkvæmdastjóri og kynningar- og fræðslustjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Yfirskrift alþjóðlega átaksins í ár er: Ending Digital Violence Against All Women and Girls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Sjá meira
Tækniþróun og stafrænir miðlar hafa á síðustu tveimur áratugum þróast á ógnarhraða. Í raun svo hratt að þau gildi og lög sem eiga að stuðla að heilbrigðu samfélagi hafa ekki náð að fylgja eftir með sama hraða. Á sama tíma glímir samfélagið við þá áskorun að kenna börnum og ungu fólki hvernig best megi fóta sig í þessum nýja veruleika. Ljóst er að útvega þarf börnum og ungmennum fleiri verkfæri til að standa vörð um eigin réttindi og réttindi annarra á stafrænum miðlum. Þessi skekkja verður enn alvarlegri í ljósi þess að stafrænt ofbeldi er sú tegund kynbundins ofbeldis sem eykst hvað hraðast í heiminum, en um helmingur stúlkna og kvenna hefur enga lagalega vernd gegn því. Dreifing mynda án samþykkis, hatursorðræða, kynferðisleg kúgun og niðrandi ummæli eru dæmi stafrænt kynbundið ofbeldi, sem líkt og annað ofbeldi, hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks og tækifæri ungs fólks til að þroskast eðlilega. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi er þess vegna hornsteinn flestra mannréttindasáttmála, m.a. Mannréttindayfirlýsingarinnar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt Mannfjöldasjóði Sameinuðu Þjóðanna (UNFPA) verða mörg ungmenni fyrir stafrænu ofbeldi í fyrsta sinn á aldrinum 14-16 ára, þegar sjálfsmyndin er enn í mótun og þörfin fyrir skýrum mörkum og stuðningi er hvað mest. Það er því ekki nóg að vernda ungmenni gegn stafrænum hættum heldur þarf að kenna þeim að bera kennsl á þær og skilja hvernig bregðast megi við þeim. Börn og ungmenni þurfa að fá verkfærin til að vernda sig sjálf og ekki síður aðra. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að fullorðið fólk séu fyrirmyndir í þessum nýja veruleika. Ungt fólk lærir ekki aðeins af orðum, heldur einnig af því hvernig við hin tölum saman, deilum efni og sýnum virðingu í okkar eigin samskiptum. UN Women hefur bent á að einföld skilaboð um hvernig bregðast skuli við stafrænu ofbeldi hafa skýr áhrif á hversu líklegt fólk er til þess að verja aðra og hafna ofbeldisfullri hegðun á netinu. Það sem raunverulega skiptir máli er menningin sem við sköpum. Skólar sem vettvangur mannréttindafræðslu og lýðræðislegrar þátttöku Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun SÞ (UNSECO) undirstrikar mikilvægi skólasamfélagsins í vörnum gegn stafrænu ofbeldi. Ekki með bönnum og viðvörunum, heldur með menntun og tækifærum: Mannréttindafræðslu, gagnrýnni hugsun og lýðræðislegri þátttöku. Ísland, sem er oft talið vera kyndilberi mannréttinda á alþjóðlegu sviði, er í einstakri stöðu til að skapa rými fyrir börn og ungt fólk þess að rækta þessa hæfni. Við erum stolt af því að vera land jafnréttis og friðar og því fylgja tækifæri, en jafnframt skyldur. Ef Ísland vill standa undir því að vera leiðandi á alþjóðavettvangi verðum við að fjárfesta í forvörnum og faglegri mannréttindafræðslu, bæði hér heima, í skólum, óformlegu námi, og annars staðar í samfélaginu. Í dag er óhugsandi að tala um framtíð menntunar án þess að tala um hnattræna borgaravitund, mannréttindi og lýðræðisleg gildi. En hæfni á þessum sviðum er óaðskiljanleg frá því að vera góður stafrænn borgari. Stór hluti lífs barna og ungmenna fer fram á netinu. Þar eiga sömu réttindi að gilda og í raunheimum: Friðhelgi, öryggi, virðing og þátttaka. Stafræn borgaravitund snýst því ekki aðeins um tæknifærni heldur einnig um réttindavitund, gildi og samfélagslega ábyrgð. Þess vegna getur mannréttindafræðsla verið brú milli réttinda í raunheimum og réttinda á netinu. Með henni lærir ungt fólk að greina á milli þess sem er rétt og rangt, virðingu og misrétti, mörk og samþykki. Mannréttindafræðsla er kjarninn í hnattrænni borgaravitund og stafrænni borgaravitund, sem í raun eru tvær hliðar af sama peningnum. Hvoru tveggja snýst um að ala upplýsta þátttakendur sem skapa réttlátt samfélag, hvar sem það er. 10. desember: Dagur mannréttinda Á alþjóðlegum degi mannréttinda minnumst við þess að mannréttindi eru ekki sjálfsögð, við verðum stöðugt að standa vörð um þau. Þau eru grunnstoðir sem við treystum á á hverjum degi. Ef við viljum stafrænt samfélag byggt á virðingu, frelsi og jafnrétti verðum við markvisst að efla vægi þessara gilda, ekki síst í öllu ungmennastarfi. Byrjum á því að skapa fleiri tækifæri fyrir börn og ungt fólk til þess að leiða veginn í átt að heilbrigðu stafrænu samfélagi, og tryggjum að fullorðið fólk sýni með eigin fordæmi hvaða gildi við viljum að þrífist í þessum rýmum. Þannig getum við öll talað fyrir, en ekki gegn, mannréttindum. Höfundar eru framkvæmdastjóri og kynningar- og fræðslustjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Yfirskrift alþjóðlega átaksins í ár er: Ending Digital Violence Against All Women and Girls.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar