Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 10:45 Heimir Hallgrímsson var viðstaddur HM-dráttinn í Washington í gær. Getty/Emilee Chinn Heimir Hallgrímsson er staðráðinn í að stýra Írum inn á HM í fótbolta, í fyrsta sinn frá árinu 2002, og nú er ljóst hvaða lið bíða Írlands í riðlakeppninni komist liðið inn á mótið. Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira