Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 09:30 Halli Egils var laufléttur í gær og segir spennuna ekki taka völdin fyrr en hann mæti á svæðið á Bullseye. Sýn Sport Pílukastarinn magnaði Halli Egils hugðist hætta en 7.000 Þjóðverjar létu hann skipta um skoðun. Í kvöld getur hann unnið Úrvalsdeildina í pílukasti í annað sinn, fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og fullan sal af fólki á Bullseye við Snorrabraut. Úrslitaeinvígi Halla og Alexanders Veigars Þorvaldssonar verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 20 í kvöld. Félagarnir vörðu stórum hluta gærdagsins saman en Halli segist ekki hafa nýtt þann tíma í neinn sálfræðihernað, enda sé það tilgangslaust gegn Alexander. „Nei, það er algjör óþarfi. Hann er pollrólegur og það sést ekkert á honum. Maður þarf bara að mæta. Sálfræðihernaðurinn snýst bara um að „taka út“ á undan,“ segir Halli. Viðtalið við Halla má sjá hér að neðan. Klippa: Halli Egils fyrir úrslitaeinvígið á Bullseye Eins og fyrr segir má fastlega búast við fullum sal af fólki á Bullseye og mikilli stemningu nú þegar úrslitin ráðast, eftir skemmtileg keppniskvöld síðustu helgar. Halli nýtur sín í slíkri stemningu: „Ég spilaði í Frankfurt fyrir framan 7.000 manns í salnum og það var sturlað. Æðislega gaman. Ég ætlaði að hætta eftir það ár en þegar ég fann þessa tilfinningu þá hugsaði ég: Nei, ég vil meira.“ „Veit að ég get gert betur“ „Ég spennist upp þegar ég mæti á svæðið og byrja að æfa mig en svo er ég búinn að ná mér niður áður en ég fer upp að línu. Ég þarf bara að spila eins og ég veit að ég get. Ég setti met hérna fyrsta sjónvarpskvöldið. Ég hef ekki verið að spila eins vel og ég hefði viljað en ég veit að ég get gert betur á morgun,“ segir Halli og telur sig eiga meira inni en hann hefur sýnt: „Miklu, miklu meira. Ég spái því að annar okkar muni eiga níu pílna séns. Ég tek það stórt upp í mig,“ segir Halli en það telst fullkomin frammistaða í pílukasti þegar menn þurfa aðeins níu pílur til að klára 501 og vinna einn legg. „Rennur varla í honum blóðið“ Halli veit vel að hann fær góða mótspyrnu í kvöld: „Alexander er bara svakalegur skorari. Flottur í útskotunum, og hann er pollrólegur á sviði. Það rennur varla í honum blóðið. Hann er frábær íþróttamaður,“ segir Halli en vonar að það hjálpi sér að hafa unnið mótið fyrir tveimur árum. Þeir Vitor Charrua eru einu mennirnir sem hafa unnið mótið en það gerði Vitor 2022 og 2024, og Halli 2023. „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar. Hef unnið fleiri mót fyrir framan myndavélarnar en hann er farinn að vinna núna og tók sinn fyrsta stóra sjónvarpstitil á Sjally Pally á Akureyri, og ég var búinn að spá því að þegar hann tæki þann fyrsta þá myndi hann ekki hætta.“ Úrslitaeinvígið í Úrvalsdeildinni í pílukasti hefst klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, í beinni útsendingu frá Bullseye. Pílukast Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Úrslitaeinvígi Halla og Alexanders Veigars Þorvaldssonar verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 20 í kvöld. Félagarnir vörðu stórum hluta gærdagsins saman en Halli segist ekki hafa nýtt þann tíma í neinn sálfræðihernað, enda sé það tilgangslaust gegn Alexander. „Nei, það er algjör óþarfi. Hann er pollrólegur og það sést ekkert á honum. Maður þarf bara að mæta. Sálfræðihernaðurinn snýst bara um að „taka út“ á undan,“ segir Halli. Viðtalið við Halla má sjá hér að neðan. Klippa: Halli Egils fyrir úrslitaeinvígið á Bullseye Eins og fyrr segir má fastlega búast við fullum sal af fólki á Bullseye og mikilli stemningu nú þegar úrslitin ráðast, eftir skemmtileg keppniskvöld síðustu helgar. Halli nýtur sín í slíkri stemningu: „Ég spilaði í Frankfurt fyrir framan 7.000 manns í salnum og það var sturlað. Æðislega gaman. Ég ætlaði að hætta eftir það ár en þegar ég fann þessa tilfinningu þá hugsaði ég: Nei, ég vil meira.“ „Veit að ég get gert betur“ „Ég spennist upp þegar ég mæti á svæðið og byrja að æfa mig en svo er ég búinn að ná mér niður áður en ég fer upp að línu. Ég þarf bara að spila eins og ég veit að ég get. Ég setti met hérna fyrsta sjónvarpskvöldið. Ég hef ekki verið að spila eins vel og ég hefði viljað en ég veit að ég get gert betur á morgun,“ segir Halli og telur sig eiga meira inni en hann hefur sýnt: „Miklu, miklu meira. Ég spái því að annar okkar muni eiga níu pílna séns. Ég tek það stórt upp í mig,“ segir Halli en það telst fullkomin frammistaða í pílukasti þegar menn þurfa aðeins níu pílur til að klára 501 og vinna einn legg. „Rennur varla í honum blóðið“ Halli veit vel að hann fær góða mótspyrnu í kvöld: „Alexander er bara svakalegur skorari. Flottur í útskotunum, og hann er pollrólegur á sviði. Það rennur varla í honum blóðið. Hann er frábær íþróttamaður,“ segir Halli en vonar að það hjálpi sér að hafa unnið mótið fyrir tveimur árum. Þeir Vitor Charrua eru einu mennirnir sem hafa unnið mótið en það gerði Vitor 2022 og 2024, og Halli 2023. „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar. Hef unnið fleiri mót fyrir framan myndavélarnar en hann er farinn að vinna núna og tók sinn fyrsta stóra sjónvarpstitil á Sjally Pally á Akureyri, og ég var búinn að spá því að þegar hann tæki þann fyrsta þá myndi hann ekki hætta.“ Úrslitaeinvígið í Úrvalsdeildinni í pílukasti hefst klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, í beinni útsendingu frá Bullseye.
Pílukast Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira