Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 15:01 Kjartan Atli Kjartansson er með tvo leikmenn í sínu liði sem spiluðu mikið í nýafstöðnu landsleikjahléi. Vísir / Diego Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar fjórir leikir fara fram. Álftnesingar frumsýna þá nýjan leikmann sem leikið hefur yfir áttatíu landsleiki fyrir sterkt lið Georgíu, hefur farið á stórmót og leikið nokkur tímabil í efstu deild á Spáni. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, ræddi um þennan nýja leikmann, Rati Andronikashvili, sem verður í eldlínunni gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík „Rati er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er búinn að vera í þessu sterka georgíska landsliði og þeir Haukur [Helgi Pálsson] eru báðir að koma úr því að spila ansi margar mínútur. Það segir manni hvað þessi landsleikjahlé eru oft „tricky“. Sumir eru að koma úr miklum spiltíma og stórum hlutverkum en aðrir bara búnir að vera að æfa. Rati kemur inn í liðið með margt. Þess vegna fengum við hann til okkar. Hann stýrir leiknum vel, er mjög góður í vörn og bara gæðaleikmaður. Hann hefur ekkert spilað með félagsliði á þessari leiktíð og við sjáum bara til hversu hratt við náum honum í leikform en hann spilaði með georgíska landsliðinu núna í landsliðsglugganum,“ sagði Kjartan við Vísi. Ljóst er að koma Andronikashvili styrkir enn Bónus-deildina sem að sögn Kjartans hefur aldrei verið sterkari: „Deildin er alltaf að stækka og það eru mjög margir öflugir leikmenn hérna. Í hverju liði eru leikmenn sem að hefðu ekkert verið í deildinni þegar ég var að spila í henni. Gæðin aukast með ári hverju og það væri mjög áhugavert að vita hvernig deildin stæði í samanburði við aðrar deildir. Við sjáum Stólana gera mjög vel í sinni Evrópukeppni. Við höfum verið að fara til Króatíu og Portúgals á undirbúningstímabilinu, þrjú ár í röð, og spilað við sterk lið á meginlandinu og við sjáum að deildin okkar er að verða mjög samkeppnishæf við sterk lið í Evrópu,“ sagði Kjartan, ánægður með að nú sé aftur spilað eftir landsleikjahléið: „En það var fínt að fá smá hlé í þetta. Hlutirnir gerast svolítið hratt fyrstu vikurnar á mótinu og gott að komast aðeins í burtu frá leiknum. Við tókum okkur þriggja daga frí og menn fengu smáhlé frá hefðbundnum æfingum og leikjum, sem er bara mjög gott.“ Leikur ÍR og Álftaness hefst klukkan 19:15 í kvöld og er sýndur á Sýn Sport Ísland 3. Allir leikir kvöldsins eru svo á Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland. „ÍR-ingar eru mjög öflugt lið. Borche og ÍR er eitthvað sem passar rosalega vel saman. ÍR-liðið endurspeglar rosalega vel það sem ÍR hefur staðið fyrir; vinnusemi, dugnað og kraft. Þetta er rosalega öflugt lið og eins og allir leikir í þessari deild þá verður þetta jafn og spennandi leikur. Það verður gaman að fara í Breiðholtið í kvöld,“ sagði Kjartan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, ræddi um þennan nýja leikmann, Rati Andronikashvili, sem verður í eldlínunni gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík „Rati er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er búinn að vera í þessu sterka georgíska landsliði og þeir Haukur [Helgi Pálsson] eru báðir að koma úr því að spila ansi margar mínútur. Það segir manni hvað þessi landsleikjahlé eru oft „tricky“. Sumir eru að koma úr miklum spiltíma og stórum hlutverkum en aðrir bara búnir að vera að æfa. Rati kemur inn í liðið með margt. Þess vegna fengum við hann til okkar. Hann stýrir leiknum vel, er mjög góður í vörn og bara gæðaleikmaður. Hann hefur ekkert spilað með félagsliði á þessari leiktíð og við sjáum bara til hversu hratt við náum honum í leikform en hann spilaði með georgíska landsliðinu núna í landsliðsglugganum,“ sagði Kjartan við Vísi. Ljóst er að koma Andronikashvili styrkir enn Bónus-deildina sem að sögn Kjartans hefur aldrei verið sterkari: „Deildin er alltaf að stækka og það eru mjög margir öflugir leikmenn hérna. Í hverju liði eru leikmenn sem að hefðu ekkert verið í deildinni þegar ég var að spila í henni. Gæðin aukast með ári hverju og það væri mjög áhugavert að vita hvernig deildin stæði í samanburði við aðrar deildir. Við sjáum Stólana gera mjög vel í sinni Evrópukeppni. Við höfum verið að fara til Króatíu og Portúgals á undirbúningstímabilinu, þrjú ár í röð, og spilað við sterk lið á meginlandinu og við sjáum að deildin okkar er að verða mjög samkeppnishæf við sterk lið í Evrópu,“ sagði Kjartan, ánægður með að nú sé aftur spilað eftir landsleikjahléið: „En það var fínt að fá smá hlé í þetta. Hlutirnir gerast svolítið hratt fyrstu vikurnar á mótinu og gott að komast aðeins í burtu frá leiknum. Við tókum okkur þriggja daga frí og menn fengu smáhlé frá hefðbundnum æfingum og leikjum, sem er bara mjög gott.“ Leikur ÍR og Álftaness hefst klukkan 19:15 í kvöld og er sýndur á Sýn Sport Ísland 3. Allir leikir kvöldsins eru svo á Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland. „ÍR-ingar eru mjög öflugt lið. Borche og ÍR er eitthvað sem passar rosalega vel saman. ÍR-liðið endurspeglar rosalega vel það sem ÍR hefur staðið fyrir; vinnusemi, dugnað og kraft. Þetta er rosalega öflugt lið og eins og allir leikir í þessari deild þá verður þetta jafn og spennandi leikur. Það verður gaman að fara í Breiðholtið í kvöld,“ sagði Kjartan.
Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum