Sport

„Missum þetta klaufa­lega frá okkur“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir gegn Spánverjum í kvöld.
Elín Klara Þorkelsdóttir gegn Spánverjum í kvöld.

Íslenska landsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum gegn Spánverjum í kvöld á HM. Stelpurnar byrjuðu leikinn mjög vel en það fór að halla undan fæti í þeim síðari.

„Við vorum í miklu basli með línumennina hjá þeim og svo förum við að tapa boltum sem eru mjög dýrir og fáum mörk í bakið. Við missum þetta svolítið klaufalega frá okkur,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, eftir grátlegt tap í kvöld.

Íslenska liðinu tókst einungis að skora tvö mörk á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleik og komust Spánverjar þá í níu marka forystu.

„Við náum ekki að keyra eins vel á þær og vorum ekki að finna lausnir sóknarlega. Það voru svo einhverjir dómar sem féllu ekki með okkur, einhver mörk og þannig hlutir sem skipta máli í svona leik.“

Það féllu nokkrir skrítnir dómar hjá dómurum kvöldsins og nokkuð ljóst að það hafði einhver áhrif á liðið.

„Við byrjum leikinn vel í fyrri hálfleik. Við byrjum leikinn svo mjög vel í seinni hálfleik og ég var mjög ánægð með það. Það er kannski meira undir restina þar sem dómarnir eru að fara í hausinn á okkur.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×