Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2025 15:13 Tæknimenn í hlífðarbúningum að störfum eftir taugaeiturstilræði í Salisbury á Englandi árið 2018. AP/Frank Augstein Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar. Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar.
Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira