Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 12:33 Ingeborg Eide Garðarsdóttir, íþróttakona ársins 2025 í vali ÍF Vísir/Lýður Á krefjandi ári tókst kúluvarparanum Ingeborg Eide Garðarsdóttur að setja nýtt Íslandsmet í sínum flokki. Hún var í gær kjörin íþróttakona ársins 2025 í vali Íþróttasambands Fatlaðra. Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira