Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 12:33 Ingeborg Eide Garðarsdóttir, íþróttakona ársins 2025 í vali ÍF Vísir/Lýður Á krefjandi ári tókst kúluvarparanum Ingeborg Eide Garðarsdóttur að setja nýtt Íslandsmet í sínum flokki. Hún var í gær kjörin íþróttakona ársins 2025 í vali Íþróttasambands Fatlaðra. Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira