Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2025 07:03 Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun