„Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 07:01 Veronica Ewers hefur verið í fremstu röð í hjólreiðum en það hefur kostað sitt þegar kemur að líkama hennar. Getty/Dario Belingheri Hún var einu sinni einn efnilegasti hjólreiðamaður þjóðar sinnar en þarf nú að taka sér frí frá íþróttinni vegna þess að líkami hennar þurfi nú á algjörri endurstillingu að halda eftir áratuga skaða „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014. Ég hef ofboðið líkama mínum of lengi,“ sagði Veronica Ewers þegar hún tilkynnti að hún væri komin í leyfi frá atvinnumennskunni. Hin 31 árs gamla hjólreiðakona frá Idaho greindi frá því að nýleg blóðprufa hefði sýnt að hormónagildi hennar „væru enn nánast engin“ eftir margra ára alvarlega hormónabælingu og langtímaáhrif átröskunar. Ewers sagði niðurstöðurnar hafa verið átakanlegar. Hún stendur á krossgötum sem neyða hana til að velja á milli þess að halda áfram eins og ekkert sé eða einbeita sér að fullum bata og árangri síðar. Að lokum valdi hún síðari kostinn. Hún mun hvorki keppa né æfa árið 2026. View this post on Instagram A post shared by Cycling Weekly (@cyclingweeklymagazine) „Ég hef komið mér í þessa stöðu með því að ofbjóða líkama mínum of lengi. Líkaminn minn þarf á algjörri endurstillingu að halda áður en hann getur náð sínu besta. Ég er orðin þreytt á því að vera bara meðalmennskan sjálf,“ sagði Ewers. „Mikilvægast af öllu er að ég vil geta farið í gönguferðir, hjólað, hlaupið og svo framvegis þegar ég verð eldri,“ sagði Ewers. Framgangur Ewers í íþróttinni var gríðarlega hraður en á bak við velgengnina leyndist áratuga löng barátta við átröskun og lífeðlisfræðilegar afleiðingar hennar, sem hún hefur lýst ítarlega í eigin skrifum á Substack. „Keppnin endaði ekki með hjólreiðakeppninni,“ skrifaði hún. „Hún hélt áfram í eldhúsinu og við matarborðið.“ „Púkinn“ hennar, eins og hún kallar hann, kom aftur upp á yfirborðið á tímum meiðsla, einangrunar og stöðugrar þarfar til að sanna sig. Nú vinnur Ewers með sérfræðingum og einbeitir sér að því sem hún kallar að endurheimta líkamsþyngd og að takast á við þá sjálfsmyndarbreytingu sem fylgir því að stíga til hliðar úr afreksíþróttum. „Ég veit ekki hver ég er þegar ég er ekki íþróttamaður,“ viðurkenndi hún, þótt hún horfi á framtíðina með einurð: hún neitar að láta „púkann“ ná aftur tökum á sér og vonast til að byggja sig upp í heilbrigðari útgáfu af sjálfri sér, sem getur snúið aftur til keppni þegar hún er tilbúin. „Markmið mitt er að koma aftur á endanum og sýna heiminum hvers ég er megnug í heilbrigðum líkama,“ skrifar hún. View this post on Instagram A post shared by Veronica Ewers (@vkewers) Hjólreiðar Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Sjá meira
„Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014. Ég hef ofboðið líkama mínum of lengi,“ sagði Veronica Ewers þegar hún tilkynnti að hún væri komin í leyfi frá atvinnumennskunni. Hin 31 árs gamla hjólreiðakona frá Idaho greindi frá því að nýleg blóðprufa hefði sýnt að hormónagildi hennar „væru enn nánast engin“ eftir margra ára alvarlega hormónabælingu og langtímaáhrif átröskunar. Ewers sagði niðurstöðurnar hafa verið átakanlegar. Hún stendur á krossgötum sem neyða hana til að velja á milli þess að halda áfram eins og ekkert sé eða einbeita sér að fullum bata og árangri síðar. Að lokum valdi hún síðari kostinn. Hún mun hvorki keppa né æfa árið 2026. View this post on Instagram A post shared by Cycling Weekly (@cyclingweeklymagazine) „Ég hef komið mér í þessa stöðu með því að ofbjóða líkama mínum of lengi. Líkaminn minn þarf á algjörri endurstillingu að halda áður en hann getur náð sínu besta. Ég er orðin þreytt á því að vera bara meðalmennskan sjálf,“ sagði Ewers. „Mikilvægast af öllu er að ég vil geta farið í gönguferðir, hjólað, hlaupið og svo framvegis þegar ég verð eldri,“ sagði Ewers. Framgangur Ewers í íþróttinni var gríðarlega hraður en á bak við velgengnina leyndist áratuga löng barátta við átröskun og lífeðlisfræðilegar afleiðingar hennar, sem hún hefur lýst ítarlega í eigin skrifum á Substack. „Keppnin endaði ekki með hjólreiðakeppninni,“ skrifaði hún. „Hún hélt áfram í eldhúsinu og við matarborðið.“ „Púkinn“ hennar, eins og hún kallar hann, kom aftur upp á yfirborðið á tímum meiðsla, einangrunar og stöðugrar þarfar til að sanna sig. Nú vinnur Ewers með sérfræðingum og einbeitir sér að því sem hún kallar að endurheimta líkamsþyngd og að takast á við þá sjálfsmyndarbreytingu sem fylgir því að stíga til hliðar úr afreksíþróttum. „Ég veit ekki hver ég er þegar ég er ekki íþróttamaður,“ viðurkenndi hún, þótt hún horfi á framtíðina með einurð: hún neitar að láta „púkann“ ná aftur tökum á sér og vonast til að byggja sig upp í heilbrigðari útgáfu af sjálfri sér, sem getur snúið aftur til keppni þegar hún er tilbúin. „Markmið mitt er að koma aftur á endanum og sýna heiminum hvers ég er megnug í heilbrigðum líkama,“ skrifar hún. View this post on Instagram A post shared by Veronica Ewers (@vkewers)
Hjólreiðar Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Sjá meira