Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:57 Oft er mikil vetrarfærð um Fjarðarheiði og reglulega er ófært um heiðina. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Í nýrri jarðgangaáætlun, sem kynnt var í morgun, eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng sett á ís. „Fyrstu viðbrögð eru bara gífurleg vonbrigði. Sérstaklega út af þessari nýju röðun á jarðgöngun. Það er alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér í Múlaþingi, sérstaklega á Seyðisfirði,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum satt best að segja mjög hissa að þetta hafi orðið niðurstaðan, ekki síst í ljósi þess hve mikil samstaða hefur ríkt um það á Austurlandi um hvernig menn vilja sjá hringtengingu með jarðgöngum efla okkar samfélag. Þar er alveg skýrt að við höfum viljað byrja á Fjarðarheiðagöng og halda svo áfram um Mjóafjörð og yfir til Norðfjarðar.“ Áfram miklir farartálmar Fjarðagöng munu liggja milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar en verða ekki tenging við hringveginn. „Þau munu ekki tryggja örugga heilsárshringtengingu á Austurlandi. Áfram verður bæði Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar af því að hér eru oft mikil og erfið vetrarveður,“ segir Dagmar. Ein forsenda sameiningar Múlaþings Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir í viðtali við Vísi í morgun að í jarðgangaáætlun megi sjá augljóst kjördæmapot. Þrjú af fjórum göngum sem þar eru sett í forgang eru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Dagmar segist ekki ætla að fella dóma um það. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings (t.h.), og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar (t.v.)Vísir/Ívar Fannar „Ég vil bara setja fókusinn á það að það verði uppbygging hér í þessu sveitarfélagi, sem við höfum beðið afskaplega lengi eftir og var auðvitað ein forsenda fyrir sameiningu þessa sveitarfélags. Þessar samgöngubætur sem hefur verið kallað eftir hér í áratugi,“ segir Dagmar. Nú þurfi hún og annað sveitarstjórnarfólk í umdæminu að leggjast yfir málin og funda með sínum þingmönnum og ráðherrum. „Og reyna að skilja betur forsendurnar á bak við þessar ákvarðanir. Taka samtalið, sökkva okkur í málin og það er auðvitað margt annað í þessari samgönguáætlun sem við þurfum að skoða betur.“ Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Í nýrri jarðgangaáætlun, sem kynnt var í morgun, eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng sett á ís. „Fyrstu viðbrögð eru bara gífurleg vonbrigði. Sérstaklega út af þessari nýju röðun á jarðgöngun. Það er alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér í Múlaþingi, sérstaklega á Seyðisfirði,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum satt best að segja mjög hissa að þetta hafi orðið niðurstaðan, ekki síst í ljósi þess hve mikil samstaða hefur ríkt um það á Austurlandi um hvernig menn vilja sjá hringtengingu með jarðgöngum efla okkar samfélag. Þar er alveg skýrt að við höfum viljað byrja á Fjarðarheiðagöng og halda svo áfram um Mjóafjörð og yfir til Norðfjarðar.“ Áfram miklir farartálmar Fjarðagöng munu liggja milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar en verða ekki tenging við hringveginn. „Þau munu ekki tryggja örugga heilsárshringtengingu á Austurlandi. Áfram verður bæði Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar af því að hér eru oft mikil og erfið vetrarveður,“ segir Dagmar. Ein forsenda sameiningar Múlaþings Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir í viðtali við Vísi í morgun að í jarðgangaáætlun megi sjá augljóst kjördæmapot. Þrjú af fjórum göngum sem þar eru sett í forgang eru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Dagmar segist ekki ætla að fella dóma um það. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings (t.h.), og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar (t.v.)Vísir/Ívar Fannar „Ég vil bara setja fókusinn á það að það verði uppbygging hér í þessu sveitarfélagi, sem við höfum beðið afskaplega lengi eftir og var auðvitað ein forsenda fyrir sameiningu þessa sveitarfélags. Þessar samgöngubætur sem hefur verið kallað eftir hér í áratugi,“ segir Dagmar. Nú þurfi hún og annað sveitarstjórnarfólk í umdæminu að leggjast yfir málin og funda með sínum þingmönnum og ráðherrum. „Og reyna að skilja betur forsendurnar á bak við þessar ákvarðanir. Taka samtalið, sökkva okkur í málin og það er auðvitað margt annað í þessari samgönguáætlun sem við þurfum að skoða betur.“
Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30
Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00
Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54