Fangar fái von eftir afplánun Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2025 11:39 Eygló Harðardóttir starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Nýtt og stórt samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga að lokinni afplánun var kynnt í morgun. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir fanga oft ekki hafa tækifæri til að snúa blaðinu við. Verkefnið ber heitið EXIT og var kynnt í fangelsinu á Hólmsheiði. Um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að stuðningi við fanga sem ljúka afplánun og vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, og taka upp nýtt og heilbrigt líf. Þeir sem reyna að byrja upp á nýtt standa oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot. Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi. Með því verður vonandi dregið úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu. Stór hópur að vinna saman Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir alvarlegar áhyggjur uppi af fjölgun ofbeldisbrota. „Það sem við erum að vonast til að gera með þessu samstarfi er að þróa samþætta þjónustu þannig við séum að mæta fólki þar sem það er statt. Gera það á forsendum hvers og eins. Þetta er upphaf, við erum ekki að segja að við séum komin þangað sem við viljum vera. Þetta er upphaf þar sem við erum fjölbreyttur hópur að lýsa því yfir að við ætlum okkur að vinna saman,“ segir Eygló. Fangar sjái að það er von Endurhæfingu verði haldið áfram eftir afplánun. „Líka síðan þessi jafningjastuðningur. Hvað er það sem þarf til svo fólk fái þessar grunnþarfir uppfylltar og það sjái að það séu tækifæri og von. Það sem við dagsdaglega teljum að sé sjálfgefið er ekkert endilega til staðar gagnvart þessum hópi. Þeir geta byggt á sinni eigin reynslu, þetta hefur ekki verið til staðar þannig af hverju ætti þetta að vera til staðar? Við vonumst til að geta breytt því,“ segir Eygló. Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Verkefnið ber heitið EXIT og var kynnt í fangelsinu á Hólmsheiði. Um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að stuðningi við fanga sem ljúka afplánun og vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, og taka upp nýtt og heilbrigt líf. Þeir sem reyna að byrja upp á nýtt standa oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot. Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi. Með því verður vonandi dregið úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu. Stór hópur að vinna saman Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir alvarlegar áhyggjur uppi af fjölgun ofbeldisbrota. „Það sem við erum að vonast til að gera með þessu samstarfi er að þróa samþætta þjónustu þannig við séum að mæta fólki þar sem það er statt. Gera það á forsendum hvers og eins. Þetta er upphaf, við erum ekki að segja að við séum komin þangað sem við viljum vera. Þetta er upphaf þar sem við erum fjölbreyttur hópur að lýsa því yfir að við ætlum okkur að vinna saman,“ segir Eygló. Fangar sjái að það er von Endurhæfingu verði haldið áfram eftir afplánun. „Líka síðan þessi jafningjastuðningur. Hvað er það sem þarf til svo fólk fái þessar grunnþarfir uppfylltar og það sjái að það séu tækifæri og von. Það sem við dagsdaglega teljum að sé sjálfgefið er ekkert endilega til staðar gagnvart þessum hópi. Þeir geta byggt á sinni eigin reynslu, þetta hefur ekki verið til staðar þannig af hverju ætti þetta að vera til staðar? Við vonumst til að geta breytt því,“ segir Eygló.
Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira