Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2025 08:10 Bæði íslenskir og erlendir fangar afplána í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári. Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Diljá spurði um fjölda erlendra fanga í íslenskum fangelsum síðastliðin fimm ár, annars vegar eftir þjóðerni og hins vegar eftir tegundum brota sem þeir sitja inni fyrir. Þá spurði hún einnig um kostnað hins opinbera vegna erlendra fanga á tímabilinu 2020 til 2025. Fjölgun frá 2020 en hefur fækkað undanfarin tvö ár Tekið skal fram að í svari ráðherra er ekki gerður greinarmunur á kostnaði vegna fanga eftir því hvort þeir hafa erlent eða íslenskt ríkisfang, og þá kemur ekki heldur fram í svarinu hvert hlutfall erlendra fanga er af heildarfjölda þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum. Samkvæmt svari ráðherra við annarri fyrirspurn frá þingmanni Miðflokksins fyrr á þessu ári voru ríflega 40% fanga á Íslandi með erlent ríkisfang. Í svari ráðherra við fyrirspurn Diljár kemur fram að í ár hafi 57 fangar með erlent ríkisfang hafið afplánun í fangelsi á Íslandi. Þeim hefur heilt yfir fjölgað frá árinu 2020 þegar þeir voru 32 en flestir voru fangar með erlent ríkisfang árið 2023 eða 75. Sé litið til ríkisfangs eru flestir erlendir fangar frá Póllandi, átta á þessu ári en flestir sextán á árunum 2023 og 2024, og Spáni, níu á þessu ári en flestir fjórtán árið 2023. Listann í heild sinni yfir fjölda erlendra ríkisborgara sem hófu afplánun á tímabilinu má sjá í töflunni hér að neðan. Fjöldi erlendra fanga eftir ríkisfangi og árum samkvæmt svari dómsmálaráðherra. Miðað er við upphaf afplánunar í fangelsi. Spurt var einnig um tegund brota en samkvæmt svari ráðherra afplána langflestir erlendir fangar dóma vegna fíkniefnabrota. Í ár afplána 48 fangar dóma vegna slíkra brota sem er svipaður fjöldi og frá árinu 2022, en þeir voru umtalsvert færri á árunum 2020 og 2021 líkt og taflan hér að neðan sýnir. Þrír afplána í ár fyrir manndráp eða tilraun til manndráps Þá hafa fjórir hafið afplánun vegna umferðarlagabrota, þrír fyrir manndráp eða tilraun til manndráps, einn fyrir ofbeldisbrot og einn fyrir kynferðisbrot, en fjöldinn miðar við stöðuna þann 17. september í ár. Taflan sýnir hvernig erlendir fangar skiptast eftir brotum sem þeir afplána dóma fyrir. Miðað við upphaf afplánunar. Diljá vildi líka vita hver kostnaður hins opinbera er vegna erlendra fanga á tímabilinu, en samkvæmt svari ráðherra var meðaltalskostnaður á fanga á dag 56.734 miðað við 17. september. Kostnaðurinn byggir á upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Heildarkostnaður ekki tekinn fram í svarinu „Bak við útreikninga á meðaltalskostnaði er heildarkostnaður vegna reksturs fangelsanna fjögurra auk launakostnaðar vegna sálfræðinga og félagsráðgjafa. Heildarkostnaði er svo deilt upp með fjölda daga í afplánun og þeirri útkomu deilt með fjölda fanga,“ segir í svari ráðherra. Því er hins vegar ekki svarað hver heildarkostnaður hins opinbera hefur verið síðastliðin fimm ár. Gefinn er upp meðalkostnaður á fanga á dag fyrir hvert ár á tímabilinu 2020 til 2025, en þar sem ekki er hægt að lesa úr svarinu í hve marga daga hver og einn fangi afplánaði er erfitt að reikna út hver heildarkostnaðurinn hefur verið sé miðað við kostnað hvern fanga á dag. Samkvæmt svarinu var meðalkostnaður á fanga á dag fyrir árið 2025 til 17. September 56.734 krónur. Í fyrra var meðalkostnaðurinn 56.750 krónur á dag og árið 2023 var kostnaðurinn 50.297 krónur. Meðalkostnaðurinn var 50.155 krónur fyrir árið 2022, 44.838 krónur árið 2021 og 43.996 krónur fyrir árið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Fangelsismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Diljá spurði um fjölda erlendra fanga í íslenskum fangelsum síðastliðin fimm ár, annars vegar eftir þjóðerni og hins vegar eftir tegundum brota sem þeir sitja inni fyrir. Þá spurði hún einnig um kostnað hins opinbera vegna erlendra fanga á tímabilinu 2020 til 2025. Fjölgun frá 2020 en hefur fækkað undanfarin tvö ár Tekið skal fram að í svari ráðherra er ekki gerður greinarmunur á kostnaði vegna fanga eftir því hvort þeir hafa erlent eða íslenskt ríkisfang, og þá kemur ekki heldur fram í svarinu hvert hlutfall erlendra fanga er af heildarfjölda þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum. Samkvæmt svari ráðherra við annarri fyrirspurn frá þingmanni Miðflokksins fyrr á þessu ári voru ríflega 40% fanga á Íslandi með erlent ríkisfang. Í svari ráðherra við fyrirspurn Diljár kemur fram að í ár hafi 57 fangar með erlent ríkisfang hafið afplánun í fangelsi á Íslandi. Þeim hefur heilt yfir fjölgað frá árinu 2020 þegar þeir voru 32 en flestir voru fangar með erlent ríkisfang árið 2023 eða 75. Sé litið til ríkisfangs eru flestir erlendir fangar frá Póllandi, átta á þessu ári en flestir sextán á árunum 2023 og 2024, og Spáni, níu á þessu ári en flestir fjórtán árið 2023. Listann í heild sinni yfir fjölda erlendra ríkisborgara sem hófu afplánun á tímabilinu má sjá í töflunni hér að neðan. Fjöldi erlendra fanga eftir ríkisfangi og árum samkvæmt svari dómsmálaráðherra. Miðað er við upphaf afplánunar í fangelsi. Spurt var einnig um tegund brota en samkvæmt svari ráðherra afplána langflestir erlendir fangar dóma vegna fíkniefnabrota. Í ár afplána 48 fangar dóma vegna slíkra brota sem er svipaður fjöldi og frá árinu 2022, en þeir voru umtalsvert færri á árunum 2020 og 2021 líkt og taflan hér að neðan sýnir. Þrír afplána í ár fyrir manndráp eða tilraun til manndráps Þá hafa fjórir hafið afplánun vegna umferðarlagabrota, þrír fyrir manndráp eða tilraun til manndráps, einn fyrir ofbeldisbrot og einn fyrir kynferðisbrot, en fjöldinn miðar við stöðuna þann 17. september í ár. Taflan sýnir hvernig erlendir fangar skiptast eftir brotum sem þeir afplána dóma fyrir. Miðað við upphaf afplánunar. Diljá vildi líka vita hver kostnaður hins opinbera er vegna erlendra fanga á tímabilinu, en samkvæmt svari ráðherra var meðaltalskostnaður á fanga á dag 56.734 miðað við 17. september. Kostnaðurinn byggir á upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Heildarkostnaður ekki tekinn fram í svarinu „Bak við útreikninga á meðaltalskostnaði er heildarkostnaður vegna reksturs fangelsanna fjögurra auk launakostnaðar vegna sálfræðinga og félagsráðgjafa. Heildarkostnaði er svo deilt upp með fjölda daga í afplánun og þeirri útkomu deilt með fjölda fanga,“ segir í svari ráðherra. Því er hins vegar ekki svarað hver heildarkostnaður hins opinbera hefur verið síðastliðin fimm ár. Gefinn er upp meðalkostnaður á fanga á dag fyrir hvert ár á tímabilinu 2020 til 2025, en þar sem ekki er hægt að lesa úr svarinu í hve marga daga hver og einn fangi afplánaði er erfitt að reikna út hver heildarkostnaðurinn hefur verið sé miðað við kostnað hvern fanga á dag. Samkvæmt svarinu var meðalkostnaður á fanga á dag fyrir árið 2025 til 17. September 56.734 krónur. Í fyrra var meðalkostnaðurinn 56.750 krónur á dag og árið 2023 var kostnaðurinn 50.297 krónur. Meðalkostnaðurinn var 50.155 krónur fyrir árið 2022, 44.838 krónur árið 2021 og 43.996 krónur fyrir árið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Fangelsismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira